Sakar Niemann um enn meira svindl Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2022 20:24 Magnus Carlsen hætti á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa teflt við Hans Niemann. Getty/Dean Mouhtaropoulos Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. Það vakti mikla athygli þegar norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hætti keppni á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa tapað gegn ungstirninu Hans Niemann. Með sigri Niemann batt hann enda á 53 viðureigna sigurgöngu Carlsen. Stuttu eftir að Carlsen hætti á mótinu birti hann færslu á Twitter þar sem hann gaf í skyn að Niemann hafi svindlað. Hann gæti þó ekki tjáð sig um það því þá væri hann að koma sér í vandræði. Málið hefur verið á allra vörum síðustu vikur og sökuðu einhverjir Niemann um að hafa nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins til að svindla. Í kvöld birti Carlsen svo yfirlýsingu á Twitter þar sem hann ræðir hvers vegna hann hætti á mótinu. Hann segir að svindl í skák sé stórmál og mikil ógn við skákheiminn. Hann segir að um leið og Niemann hafi verið boðið að tefla á mótinu hafi hann íhugað að hætta enda á Niemann sér svindlsögu. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að leiknum á mikilvægum stöðum,“ segir Carlsen. Hann segir að það geti örfáir í heiminum spilað betur en hann sjálfur þegar þeir eru með svart og leikur þeirra hafi einungis ýtt undir efa sinn um Niemann. „Við verðum að gera eitthvað út af svindli, og að mínu mati héðan í frá, þá vil ég ekki tefla gegn fólki sem hefur ítrekað svindlað áður, því ég veit ekki hvað það gæti gert í framtíðinni,“ segir Carlsen. My statement regarding the last few weeks. pic.twitter.com/KY34DbcjLo— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 26, 2022 Hann segist ekki geta tjáð sig meira þar til Niemann leyfir honum að segja allt sem hann vill segja. Hingað til hafi hann einungis getað tjáð sig með gjörðum og að þær gjörðir sýni að hann vilji alls ekki tefla gegn Niemann. „Ég vona að sannleikurinn komi í ljós, hver sem hann er,“ segir Carlsen að lokum. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hætti keppni á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa tapað gegn ungstirninu Hans Niemann. Með sigri Niemann batt hann enda á 53 viðureigna sigurgöngu Carlsen. Stuttu eftir að Carlsen hætti á mótinu birti hann færslu á Twitter þar sem hann gaf í skyn að Niemann hafi svindlað. Hann gæti þó ekki tjáð sig um það því þá væri hann að koma sér í vandræði. Málið hefur verið á allra vörum síðustu vikur og sökuðu einhverjir Niemann um að hafa nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins til að svindla. Í kvöld birti Carlsen svo yfirlýsingu á Twitter þar sem hann ræðir hvers vegna hann hætti á mótinu. Hann segir að svindl í skák sé stórmál og mikil ógn við skákheiminn. Hann segir að um leið og Niemann hafi verið boðið að tefla á mótinu hafi hann íhugað að hætta enda á Niemann sér svindlsögu. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að leiknum á mikilvægum stöðum,“ segir Carlsen. Hann segir að það geti örfáir í heiminum spilað betur en hann sjálfur þegar þeir eru með svart og leikur þeirra hafi einungis ýtt undir efa sinn um Niemann. „Við verðum að gera eitthvað út af svindli, og að mínu mati héðan í frá, þá vil ég ekki tefla gegn fólki sem hefur ítrekað svindlað áður, því ég veit ekki hvað það gæti gert í framtíðinni,“ segir Carlsen. My statement regarding the last few weeks. pic.twitter.com/KY34DbcjLo— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 26, 2022 Hann segist ekki geta tjáð sig meira þar til Niemann leyfir honum að segja allt sem hann vill segja. Hingað til hafi hann einungis getað tjáð sig með gjörðum og að þær gjörðir sýni að hann vilji alls ekki tefla gegn Niemann. „Ég vona að sannleikurinn komi í ljós, hver sem hann er,“ segir Carlsen að lokum.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira