Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 15:21 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþings fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir landsdómi árið 2010. Auk Geirs var lagt til að ákæra Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra. Þingmenn samþykktu þó aðeins að ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum í aðdraganda hrunsins. Landsdómur sakfelldi Geir fyrir að hafa vanrækt embættisskyldur sínar með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins 2008 en sýknaði af fimm öðrum ákæruliðum. Honum var ekki gerð refsing. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem landsdómur hefur komið saman. Í tillögu til þingsályktunar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason frá Miðflokki og Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki hafa nú lagt fram er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu um að höfða mál gegn ráðherrunum fjórum og að þeir verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þess. Þetta er í fjórða skipti sem tillagan er flutt. Hún var síðast lögð fram árið 2020 en var þá ekki tekin til annarrar umræðu. Flutningsmennirnir fjórir halda því fram að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til að gefa út ákæru. Ekki hafi verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar sem lögunum um hann hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum. Atkvæðagreiðsla um málshöfðunina hafi borið þess merki að niðurstaða um hverja skyldi ákæra hefði annað hvort verið tilviljanakennd eða skipulögð eftir flokkspólitískum línum. Þá telja þeir að lýðræðislegu stjórnarfari standi ógn af því ef reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálanmenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um ásetning hafi verið að ræða. „Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum,“ segir í ályktuninni. Uppfært 28.9.2022 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Geir H. Haarde hefði verið sýknaður af öllum sakargiftum. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið af sex. Landsdómur Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþings fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir landsdómi árið 2010. Auk Geirs var lagt til að ákæra Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra. Þingmenn samþykktu þó aðeins að ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum í aðdraganda hrunsins. Landsdómur sakfelldi Geir fyrir að hafa vanrækt embættisskyldur sínar með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins 2008 en sýknaði af fimm öðrum ákæruliðum. Honum var ekki gerð refsing. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem landsdómur hefur komið saman. Í tillögu til þingsályktunar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason frá Miðflokki og Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki hafa nú lagt fram er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu um að höfða mál gegn ráðherrunum fjórum og að þeir verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þess. Þetta er í fjórða skipti sem tillagan er flutt. Hún var síðast lögð fram árið 2020 en var þá ekki tekin til annarrar umræðu. Flutningsmennirnir fjórir halda því fram að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til að gefa út ákæru. Ekki hafi verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar sem lögunum um hann hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum. Atkvæðagreiðsla um málshöfðunina hafi borið þess merki að niðurstaða um hverja skyldi ákæra hefði annað hvort verið tilviljanakennd eða skipulögð eftir flokkspólitískum línum. Þá telja þeir að lýðræðislegu stjórnarfari standi ógn af því ef reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálanmenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um ásetning hafi verið að ræða. „Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum,“ segir í ályktuninni. Uppfært 28.9.2022 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Geir H. Haarde hefði verið sýknaður af öllum sakargiftum. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið af sex.
Landsdómur Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49