Verðbólga, lögregla og leigubifreiðar á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2022 19:42 Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins sagði vaxtahækkanir Seðlabankans að undanförnu hafa aukið greiðslubyrði heimilanna gríðarlega mikið. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins segir öfugsnúið að berjast gegn verðbólgu með hækkun vaxta sem auki greiðslubyrði heimilanna og verðbólguna. Fjármálaráðherra segir vaxtahækkanir Seðlabankans hins vegar hafa dregið úr hækkun húsnæðisverðs og nú fari verðbólga minnkandi. Sérstök umræða fór fram á Alþingi í dag um verðbólgu, vexti og stöðu heimilanna. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins sagði vaxtahækkanir Seðlabankans að undanförnu hafa aukið greiðslubyrði heimilanna gríðarlega mikið. Mikilvægt væri að verjast aukinni verðbólgu en hafa þyrfti í huga hverja ætti að verja gegn henni. „Eins og baráttunni gegn verðbólgunni hefur verið háttað eru aðgerðirnar gegn henni mun verri en verðbólgan sjálf og bitna einkum á heimilum og fyrirtækjum landsins.“ Hæpið væri að tekjur í fólks lægri þrepum tekjustigans stæðu undnir auknum byrðum vegna vaxtahækkana, hvort sem um væri að ræða kaupendur og leigjendur. Ásthildur Lóa sagði að aðgerðir Seðlabanka og ríkisstjórnar væru að reka marga í eiturkokteil verðtryggðra lána. „Þetta er ekki lausn heldur gildra. Það er algerlega á ábyrgð stjórnvalda að etja fólki í verðtryggð lán að óþörfu því eignarupptakan er gríðarleg. - Þetta er hrein og klár eignaupptaka sem ég vil kalla opinbera glæpastarfsemi,“ sagði þingmaður Flokks fólksins. Á sama tíma fitnuðu bankarnir og ekki mætti ræða að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni sem myndi minnka verðbólguna töluvert. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði kaflaskil hafa orðið í ágúst þegar verðbólga tók að minnka. Greiningaraðilar teldu að hún muni halda áfram að minnka hraðar en áætlað hefði verið. „Og ég tel að þetta sé skýr árangur af baráttu Seðlabankans og stjórnvalda við verðbólguna.“ Með þessu hefðu þessir aðilar sýnt ábyrgð. Stjórnvöld hefðu einnig hækkað ýmsar bætur til þeirra verst stöddu. „Það er í mínum huga enginn vafi á því að hækkun stýrivaxta á þátt í því að koma böndum á verðbólguna. Enginn vafi á því og ég get ekki tekið undir þau sjónarmið að það séu röng viðbrögð við verðbólgu að hækka vexti Seðlabankans,“ sagði Bjarni Benediktsson. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Leigubílar og auknar rannsóknarheimildir lögreglu Það var einnig mælt fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um leigubifreiðar í fjórða sinn á Alþingi í dag. Ásmundur Einar Daðason mælti fyrir frumvarpinu í fjarveru innviðaráðherra. Hann sagði frumvarpið nokkuð breytt frá því síðast, til að mynda hvað varðaði leigubílastöðvar og og kröfur á svo kallaða farþjónustu eins og Uber. Ekki voru allir sáttir við frumvarpið þrátt fyrir það. En lögreglan var rædd í tveimur fyrirspurnum á þinginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði framlög til hennar lækka í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár þrátt fyrir kröfur um aukið hlutverk. Þá væru færri lögreglumenn að störfum nú en árið 2007. „Ég spyr ráðherra, ætti hans helst hlutverk nú ekki fyrst og fremst að vera að beita sér fyrir aukningu til löggæslu í fjárlögum í staðinn fyrir að sætta sig við aðhald,“ sagði Logi og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók undir það. „Það er að mestu leyti allt satt og rétt sem háttvirtur þingmaður kemur hér inn á. Ekki síst mikilvægi hans meginmáls að efla starfsemi lögreglu og ég fagna þeim stuðningi sem liggur í hans orðum við það,“ sagði Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata þingmaður Pírata og dómsmálaráðherra tókust hins vegar á um forvirkar rannsóknarheimildir til lögreglu samkvæmt frumvarpi. „Áfram um málefni lögreglunnar. Hæstvirtur ráðherra hefur farið mikinn í fjölmiðlum í að lýsa ósk sinni um að auka við eftirlitsheimildir lögreglu. Gera henni meðal annars kleift að elta fólk á götum úti, fylgjast með netnotkun fólks án þess að það sé einu sinni grunað um að vera að undirbúa glæp,“ sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra vildi meina að Þórhildur Sunna snéri öllu á hvolf í umræðunni. „Það er auðvitað verið að leggja hér grunn að breytingum sem fyrst og fremst taka til skipulagðrar brotastarfsemi og hryðjuverkaógnar, sagði Jón. Þórhildur Sunna sagði ríkissaksóknara og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skorta heimildir og lögreglan svaraði fyrirspurnum þeirra seint eða alls ekki. „Þar sem við erum raunverulegir eftirbátar nágrannaþjóða okkar er í raun þegar kemur að sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglu. Vegna þess að hér er ekki raunverulegt, sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Dómsmálaráðherra sagði Íslendinga ekki standa jafnfætis löggæslu á hinum Norðurlöndunum. „Og ég tek algerlega undir það og það er auðvitað hluti af þessu frumvarpi, að við þurfum að auka eftirlit með störfum lögreglu og það verður vel útfært í þessu frumvarpi. Og öll sú starfsemi verður styrkt,“ sagði Jón Gunnarsson. Leigubílar Samgöngur Seðlabankinn Lögreglan Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira
Sérstök umræða fór fram á Alþingi í dag um verðbólgu, vexti og stöðu heimilanna. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins sagði vaxtahækkanir Seðlabankans að undanförnu hafa aukið greiðslubyrði heimilanna gríðarlega mikið. Mikilvægt væri að verjast aukinni verðbólgu en hafa þyrfti í huga hverja ætti að verja gegn henni. „Eins og baráttunni gegn verðbólgunni hefur verið háttað eru aðgerðirnar gegn henni mun verri en verðbólgan sjálf og bitna einkum á heimilum og fyrirtækjum landsins.“ Hæpið væri að tekjur í fólks lægri þrepum tekjustigans stæðu undnir auknum byrðum vegna vaxtahækkana, hvort sem um væri að ræða kaupendur og leigjendur. Ásthildur Lóa sagði að aðgerðir Seðlabanka og ríkisstjórnar væru að reka marga í eiturkokteil verðtryggðra lána. „Þetta er ekki lausn heldur gildra. Það er algerlega á ábyrgð stjórnvalda að etja fólki í verðtryggð lán að óþörfu því eignarupptakan er gríðarleg. - Þetta er hrein og klár eignaupptaka sem ég vil kalla opinbera glæpastarfsemi,“ sagði þingmaður Flokks fólksins. Á sama tíma fitnuðu bankarnir og ekki mætti ræða að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni sem myndi minnka verðbólguna töluvert. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði kaflaskil hafa orðið í ágúst þegar verðbólga tók að minnka. Greiningaraðilar teldu að hún muni halda áfram að minnka hraðar en áætlað hefði verið. „Og ég tel að þetta sé skýr árangur af baráttu Seðlabankans og stjórnvalda við verðbólguna.“ Með þessu hefðu þessir aðilar sýnt ábyrgð. Stjórnvöld hefðu einnig hækkað ýmsar bætur til þeirra verst stöddu. „Það er í mínum huga enginn vafi á því að hækkun stýrivaxta á þátt í því að koma böndum á verðbólguna. Enginn vafi á því og ég get ekki tekið undir þau sjónarmið að það séu röng viðbrögð við verðbólgu að hækka vexti Seðlabankans,“ sagði Bjarni Benediktsson. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Leigubílar og auknar rannsóknarheimildir lögreglu Það var einnig mælt fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um leigubifreiðar í fjórða sinn á Alþingi í dag. Ásmundur Einar Daðason mælti fyrir frumvarpinu í fjarveru innviðaráðherra. Hann sagði frumvarpið nokkuð breytt frá því síðast, til að mynda hvað varðaði leigubílastöðvar og og kröfur á svo kallaða farþjónustu eins og Uber. Ekki voru allir sáttir við frumvarpið þrátt fyrir það. En lögreglan var rædd í tveimur fyrirspurnum á þinginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði framlög til hennar lækka í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár þrátt fyrir kröfur um aukið hlutverk. Þá væru færri lögreglumenn að störfum nú en árið 2007. „Ég spyr ráðherra, ætti hans helst hlutverk nú ekki fyrst og fremst að vera að beita sér fyrir aukningu til löggæslu í fjárlögum í staðinn fyrir að sætta sig við aðhald,“ sagði Logi og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók undir það. „Það er að mestu leyti allt satt og rétt sem háttvirtur þingmaður kemur hér inn á. Ekki síst mikilvægi hans meginmáls að efla starfsemi lögreglu og ég fagna þeim stuðningi sem liggur í hans orðum við það,“ sagði Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata þingmaður Pírata og dómsmálaráðherra tókust hins vegar á um forvirkar rannsóknarheimildir til lögreglu samkvæmt frumvarpi. „Áfram um málefni lögreglunnar. Hæstvirtur ráðherra hefur farið mikinn í fjölmiðlum í að lýsa ósk sinni um að auka við eftirlitsheimildir lögreglu. Gera henni meðal annars kleift að elta fólk á götum úti, fylgjast með netnotkun fólks án þess að það sé einu sinni grunað um að vera að undirbúa glæp,“ sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra vildi meina að Þórhildur Sunna snéri öllu á hvolf í umræðunni. „Það er auðvitað verið að leggja hér grunn að breytingum sem fyrst og fremst taka til skipulagðrar brotastarfsemi og hryðjuverkaógnar, sagði Jón. Þórhildur Sunna sagði ríkissaksóknara og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skorta heimildir og lögreglan svaraði fyrirspurnum þeirra seint eða alls ekki. „Þar sem við erum raunverulegir eftirbátar nágrannaþjóða okkar er í raun þegar kemur að sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglu. Vegna þess að hér er ekki raunverulegt, sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Dómsmálaráðherra sagði Íslendinga ekki standa jafnfætis löggæslu á hinum Norðurlöndunum. „Og ég tek algerlega undir það og það er auðvitað hluti af þessu frumvarpi, að við þurfum að auka eftirlit með störfum lögreglu og það verður vel útfært í þessu frumvarpi. Og öll sú starfsemi verður styrkt,“ sagði Jón Gunnarsson.
Leigubílar Samgöngur Seðlabankinn Lögreglan Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira