Alveg klárt að fullt tilefni hafi verið fyrir aðgerðum lögreglu Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. september 2022 15:32 Ljósmyndari Vísis tók mynd af fjórum skotvopnum auk skotfæra og skothylkja sem lögregla sýndi fjölmiðlamönnum að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Það er alveg klárt að fullt tilefni hafi verið til að ráðast í þær aðgerðir sem ráðist var í síðustu viku vegna gruns um að einstaklingar væru að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk hér á landi, og að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn málsins vegna mögulegs vanhæfis. Þetta var á meðal þess kom fram á upplýsingafundi lögreglu vegna málsins í dag, sem haldinn var í lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinum. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinumVísir/Vilhelm Þar voru þeir spurðir að því hversu nálægt lögregla teldi að mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi verið að fremja hin ætluðu hryðjuverk. „Út frá rannsóknarhagsmunum, hvar við erum stödd í rannsókninni og viðkvæmri stöðu rannsóknarinnar þá er rosalega erfitt fyrir okkur á þessum tímapunkti að fara að úttala okkur mikið um efni þess sem við erum búin að finna í gögnunum. En það var full ástæða til þess að fara í þessar aðgerðir sem farið var í, að krefjast gæsluvarðhalds yfir þessum mönnum eins og staðan er núna. Það er alveg klárt. Við teljum að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu og nú er bara unnið í því að rannsakna málið til botns. Komast að raun um hver voru hugsanleg skotmörk og undirbúninginn allan,“ sagði Einar Ingiberg. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ríkislögreglustjóri segir sig frá málinu Á fundindum kom einnig fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá Ríkislögreglustjóra til Eembættis héraðssaksóknara. Ástæðan eru upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Grímur Grímsson sat fyrir svörum.Vísir/Vilhelm Þar kom fram að ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá málinu um leið og þær upplýsingar lágu fyrir vegna mögulegs vanhæfis. Í máli Gríms kom fram að héraðsdómur hafi fallist á kröfu um áframhaldandi einnar viku gæsluvarðhald yfir manninum sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í síðustu viku, og átti að losna úr því í dag. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins en ekki hafi verið farið fram á að fleiri verði settir í gæsluvarðhald en þeir tveir sem þegar eru í slíku varðhaldi. Grímur sagði einnig að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt á tugi skotvopna, þó aðeins nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihlutinn hafi verið verksmiðjuframleiddur. Sum vopnanna hafi verið sett saman úr þrívíddaprentuðum vopnum, Ein-skota byssum hafi verið breytt í hálfsjálfvirk, sem eru hættulegri, að sögn Gríms. Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Lögregla ítrekaði þó á fundinum að hryðjuverkaógn væri metin lág hér á landi, þrátt fyrir málið sem nú væri til rannsóknar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta var á meðal þess kom fram á upplýsingafundi lögreglu vegna málsins í dag, sem haldinn var í lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinum. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinumVísir/Vilhelm Þar voru þeir spurðir að því hversu nálægt lögregla teldi að mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi verið að fremja hin ætluðu hryðjuverk. „Út frá rannsóknarhagsmunum, hvar við erum stödd í rannsókninni og viðkvæmri stöðu rannsóknarinnar þá er rosalega erfitt fyrir okkur á þessum tímapunkti að fara að úttala okkur mikið um efni þess sem við erum búin að finna í gögnunum. En það var full ástæða til þess að fara í þessar aðgerðir sem farið var í, að krefjast gæsluvarðhalds yfir þessum mönnum eins og staðan er núna. Það er alveg klárt. Við teljum að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu og nú er bara unnið í því að rannsakna málið til botns. Komast að raun um hver voru hugsanleg skotmörk og undirbúninginn allan,“ sagði Einar Ingiberg. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ríkislögreglustjóri segir sig frá málinu Á fundindum kom einnig fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá Ríkislögreglustjóra til Eembættis héraðssaksóknara. Ástæðan eru upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Grímur Grímsson sat fyrir svörum.Vísir/Vilhelm Þar kom fram að ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá málinu um leið og þær upplýsingar lágu fyrir vegna mögulegs vanhæfis. Í máli Gríms kom fram að héraðsdómur hafi fallist á kröfu um áframhaldandi einnar viku gæsluvarðhald yfir manninum sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í síðustu viku, og átti að losna úr því í dag. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins en ekki hafi verið farið fram á að fleiri verði settir í gæsluvarðhald en þeir tveir sem þegar eru í slíku varðhaldi. Grímur sagði einnig að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt á tugi skotvopna, þó aðeins nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihlutinn hafi verið verksmiðjuframleiddur. Sum vopnanna hafi verið sett saman úr þrívíddaprentuðum vopnum, Ein-skota byssum hafi verið breytt í hálfsjálfvirk, sem eru hættulegri, að sögn Gríms. Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Lögregla ítrekaði þó á fundinum að hryðjuverkaógn væri metin lág hér á landi, þrátt fyrir málið sem nú væri til rannsóknar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira