NASA og SpaceX vilja lengja líftíma Hubble Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 10:27 Geimfari um borð í geimskutlunni tók þessa mynd af Hubble í maí 2009. NASA Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX hafa gert samkomulag um tilraunaverkefni sem snýr að því að hækka mögulega sporbraut geimsjónaukans Hubble og lengja líftíma hans. Það voru forsvarsmenn SpaceX og Polaris Program sem leituðu til NASA og lögðu til að möguleiki þess að þjónusta Hubble á þennan hátt, og mögulega aðra gervihnetti, yrði rannsakaður. Rannsóknin mun taka allt að sex mánuði og á þeim tíma munu vísindamenn fara yfir gögn um Hubble og Dragon-geimfar SpaceX, sem vonast er til að hægt verði að nota til þess að þjónusta Hubble. Verkefnið á að vera NASA og skattgreiðendum í Bandaríkjunum að kostnaðarlausu. Sá sem leiðir Polaris Program er auðjöfurinn Jared Isaacman, sem fjármagnaði geimferð hjá SpaceX fyrir hóp óbreyttra borgara í fyrra. Hann tilkynnti í kjölfar þess geimskots að hann ætlaði í samstarf með SpaceX. Fyrsta geimskot þessa samstarfs á að fara fram á fyrri hluta næsta árs og er markmiðið að senda geimfara lengra út í geim en gert hefur verið frá því að Apollo-geimfararnir lentu á tunglinu. Þá stendur einnig til að senda óbreytta borgara í fyrstu geimgönguna. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Í tilkynningu á vef NASA er haft eftir Jessica Jensen, einum af yfirmönnum SpaceX, að þau vilji þróa tækni og aðferðir til að takast á við erfið og flókin vandamál. Verkefni eins og það að lengja líftíma Hubble myndi hjálpa til við markmið SpaceX, sem er að dreifa mannkyninu um sólkerfið. Hubble var sendur út í geim árið 1990 og er í um 540 kílómetra hæð á sporbraut yfir jörðu. Sjónaukinn hefur þó verið að færast nær jörðinni en með því að hækka hann aftur og koma á stöðugri sporbraut og framkvæma viðgerðir og uppfærslur væri hægt að lengja líftíma sjónaukans. Að óbreyttu verður sjónaukinn látinn brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt frétt New York Times gæti það gerst undir lok þessa áratugar. Miðillinn segir einnig að á tímum geimskutlnanna hafi geimfarar gert breytingar á Hubble svo hægt væri að draga hann, ef svo þyrfti. Þessi rannsókn SpaceX snýr að því hvernig hægt væri að nota þá viðbót og Dragon til að bjarga og bæta Hubble. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Rannsóknin mun taka allt að sex mánuði og á þeim tíma munu vísindamenn fara yfir gögn um Hubble og Dragon-geimfar SpaceX, sem vonast er til að hægt verði að nota til þess að þjónusta Hubble. Verkefnið á að vera NASA og skattgreiðendum í Bandaríkjunum að kostnaðarlausu. Sá sem leiðir Polaris Program er auðjöfurinn Jared Isaacman, sem fjármagnaði geimferð hjá SpaceX fyrir hóp óbreyttra borgara í fyrra. Hann tilkynnti í kjölfar þess geimskots að hann ætlaði í samstarf með SpaceX. Fyrsta geimskot þessa samstarfs á að fara fram á fyrri hluta næsta árs og er markmiðið að senda geimfara lengra út í geim en gert hefur verið frá því að Apollo-geimfararnir lentu á tunglinu. Þá stendur einnig til að senda óbreytta borgara í fyrstu geimgönguna. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Í tilkynningu á vef NASA er haft eftir Jessica Jensen, einum af yfirmönnum SpaceX, að þau vilji þróa tækni og aðferðir til að takast á við erfið og flókin vandamál. Verkefni eins og það að lengja líftíma Hubble myndi hjálpa til við markmið SpaceX, sem er að dreifa mannkyninu um sólkerfið. Hubble var sendur út í geim árið 1990 og er í um 540 kílómetra hæð á sporbraut yfir jörðu. Sjónaukinn hefur þó verið að færast nær jörðinni en með því að hækka hann aftur og koma á stöðugri sporbraut og framkvæma viðgerðir og uppfærslur væri hægt að lengja líftíma sjónaukans. Að óbreyttu verður sjónaukinn látinn brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt frétt New York Times gæti það gerst undir lok þessa áratugar. Miðillinn segir einnig að á tímum geimskutlnanna hafi geimfarar gert breytingar á Hubble svo hægt væri að draga hann, ef svo þyrfti. Þessi rannsókn SpaceX snýr að því hvernig hægt væri að nota þá viðbót og Dragon til að bjarga og bæta Hubble.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira