Aldrei annað staðið til en að Vanda veiti verðlaunin Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2022 14:04 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki geta heilsað upp á leikmenn Víkings og FH fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli á morgun, eins og hefð er fyrir. Hún verður á Hlíðarenda þegar leikurinn hefst. Þannig vill til að lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun og hefjast leikirnir klukkan 14. Á meðal leikja er leikur Valur og Selfoss á Hlíðarenda. Valskonur fá eftir leik afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn og gullmedalíur sínar, eftir að hafa tryggt sér titilinn um síðustu helgi, en það verður um það bil á sama tíma og bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16. Ljóst er að Vanda getur ekki verið á báðum stöðum í einu og velti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, því fyrir sér í viðtali á Fótbolta.net hvort að liðið myndi sjálft þurfa að sækja sér verðlaunin, líkt og á sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni. Svo verður hins vegar ekki. „Ég ætla að sjálfsögðu að fara og veita verðlaun í Bestu deild kvenna. Það hefur aldrei neitt annað staðið til en að ég myndi gera það. Ég verð því á Valsvellinum að veita verðlaun og síðan bruna ég í Laugardalinn og veiti verðlaun á bikarúrslitaleiknum,“ segir Vanda í samtali við Vísi og bætir við: „Varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, mun heilsa upp á liðin fyrir leik, sem er vaninn að formaðurinn geri.“ Segir enga ósk hafa borist um að færa leikina Aðspurð hvort að hún taki undir þá gagnrýni sem heyrst hefur, að tímasetning leikjanna sé óheppileg og að lokaumferðin í Bestu deild kvenna falli í skuggann af bikarúrslitaleik karla, segir Vanda að ákveðnar skýringar liggi að sjálfsögðu að baki. Hún vísaði að öðru leyti á Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ. Birkir segir sjónvarpsrétthafa ráða miklu um tímasetningu leikja og vildi RÚV hafa bikarúrslitaleikinn klukkan 16. „Það hefði auðvitað verið betra ef við hefðum getað haft þetta aðeins öðruvísi en kostirnir eru ekki margir. Sjónvarpið ræður miklu um tímasetningu leikja, í öllum deildum og mótum. Lokaumferðin var sett á laugardag, og til vara á sunnudag ef þess hefði þurft með tilliti til Evrópukeppni kvenna. Engin ósk barst hins vegar um að færa leikina til sunnudags og því var ekki gripið til þess ráðs,“ segir Birkir. Birkir segir að knattspyrnudeild Vals hafi verið boðið að færa leik sinn við Selfoss til klukkan 13 en því hafi verið hafnað. „Þá var ekki verið að bjóða öðrum upp á það, enda hefði það getað komið liðum sem þurftu að ferðast á milli landshluta til vandræða,“ sagði Birkir en Þór/KA spilar til að mynda útileik gegn KR í Vesturbænum. „Félögin hefðu þó að sjálfsögðu getað óskað eftir því.“ Besta deild kvenna Valur Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira
Þannig vill til að lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun og hefjast leikirnir klukkan 14. Á meðal leikja er leikur Valur og Selfoss á Hlíðarenda. Valskonur fá eftir leik afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn og gullmedalíur sínar, eftir að hafa tryggt sér titilinn um síðustu helgi, en það verður um það bil á sama tíma og bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16. Ljóst er að Vanda getur ekki verið á báðum stöðum í einu og velti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, því fyrir sér í viðtali á Fótbolta.net hvort að liðið myndi sjálft þurfa að sækja sér verðlaunin, líkt og á sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni. Svo verður hins vegar ekki. „Ég ætla að sjálfsögðu að fara og veita verðlaun í Bestu deild kvenna. Það hefur aldrei neitt annað staðið til en að ég myndi gera það. Ég verð því á Valsvellinum að veita verðlaun og síðan bruna ég í Laugardalinn og veiti verðlaun á bikarúrslitaleiknum,“ segir Vanda í samtali við Vísi og bætir við: „Varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, mun heilsa upp á liðin fyrir leik, sem er vaninn að formaðurinn geri.“ Segir enga ósk hafa borist um að færa leikina Aðspurð hvort að hún taki undir þá gagnrýni sem heyrst hefur, að tímasetning leikjanna sé óheppileg og að lokaumferðin í Bestu deild kvenna falli í skuggann af bikarúrslitaleik karla, segir Vanda að ákveðnar skýringar liggi að sjálfsögðu að baki. Hún vísaði að öðru leyti á Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ. Birkir segir sjónvarpsrétthafa ráða miklu um tímasetningu leikja og vildi RÚV hafa bikarúrslitaleikinn klukkan 16. „Það hefði auðvitað verið betra ef við hefðum getað haft þetta aðeins öðruvísi en kostirnir eru ekki margir. Sjónvarpið ræður miklu um tímasetningu leikja, í öllum deildum og mótum. Lokaumferðin var sett á laugardag, og til vara á sunnudag ef þess hefði þurft með tilliti til Evrópukeppni kvenna. Engin ósk barst hins vegar um að færa leikina til sunnudags og því var ekki gripið til þess ráðs,“ segir Birkir. Birkir segir að knattspyrnudeild Vals hafi verið boðið að færa leik sinn við Selfoss til klukkan 13 en því hafi verið hafnað. „Þá var ekki verið að bjóða öðrum upp á það, enda hefði það getað komið liðum sem þurftu að ferðast á milli landshluta til vandræða,“ sagði Birkir en Þór/KA spilar til að mynda útileik gegn KR í Vesturbænum. „Félögin hefðu þó að sjálfsögðu getað óskað eftir því.“
Besta deild kvenna Valur Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira