Eldsneytisleysið í gær gæti seinkað heimsmeistaratitlinum í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 10:30 Max Verstappen gæti þurft að bíða þolinmóður eftir sínum öðrum heimsmeistaratitli. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, gæti þurft að bíða örlítið lengur eftir sínum öðrum heimsmeistaratitli í íþróttinni eftir að Red Bull bíll hans var orðinn lár á eldsneyti undir lok tímatökunnar í Singapúr í gær. Tímatökur gærdagsins voru æsispennandi á votu malbikinu í Singapúr þer sem liðin og ökumenn þeirra áttu erfitt með að átta sig á hverskonar dekk væri best að nota. Eftir því sem leið á tímatökurnar þornaði brautin jafnt og þétt og þegar komið var að þriðja og seinasta hlutanum keyrðu nánast allir á mjúkum, þurrum dekkjum. Vætan hafði þó sett strik í reikninginn fyrir lið á borð við Mercedes, en George Russell komst ekki í gegnum annan hlutann og ræsir því ellefti í dag. Þegar þriðji og seinasti hlutinn hófst þornaði brautin hratt og ökumennirnir tíu sem eftir voru bættu tíma hvers annars hvað eftir annað. Charles Leclerc kom í mark á sínum seinasta tímatökuhring hraðari en nokkur annar á tímanum 1:49,412. Heimsmeistarinn Max Verstappen var þó enn í brautinni og leit út fyrir að hann myndi ræna ráspólnum af Ferrari-ökumanninum. Liðsmenn Red Bull kölluðu heimsmeistarann þó inn á þjónustusvæðið á seinustu stundu áður en Verstappen gat klárað hringinn. Ástæðan fyrir því var sú að lítið eldsneyti var eftir á bílnum og samkvæmt reglum Formúlunnar mega ökumenn ekki klára tímatökur nema vera með ákveðið magn af eldsneyti eftir. Ef þeim reglum er ekki fylgt þurfa ökumennirnir að taka út refsingu og ræsa aftastir. Heimsmeistarinn Max Verstappen mun því ræsa áttundi þegar kappaksturinn í Singapúr fer fram síðar í dag. Á jafn þröngri götubraut og Singapúr býður upp á verður erfitt fyrir Hollendinginn að vinna sig upp listann og því þarf hans annar heimsmeistaratitill líklega að bíða betri tíma. Til að Verstappen tryggi sér heimsmeistaratitilinn í dag þarf hann að koma fyrstur í mark, fá aukastig fyrir hraðasta hringinn og treysta því að maðurinn á ráspól, Charles Leclerc, lendi ekki ofar en í níunda sæti. Akstursíþróttir Tengdar fréttir Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. 1. október 2022 08:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Tímatökur gærdagsins voru æsispennandi á votu malbikinu í Singapúr þer sem liðin og ökumenn þeirra áttu erfitt með að átta sig á hverskonar dekk væri best að nota. Eftir því sem leið á tímatökurnar þornaði brautin jafnt og þétt og þegar komið var að þriðja og seinasta hlutanum keyrðu nánast allir á mjúkum, þurrum dekkjum. Vætan hafði þó sett strik í reikninginn fyrir lið á borð við Mercedes, en George Russell komst ekki í gegnum annan hlutann og ræsir því ellefti í dag. Þegar þriðji og seinasti hlutinn hófst þornaði brautin hratt og ökumennirnir tíu sem eftir voru bættu tíma hvers annars hvað eftir annað. Charles Leclerc kom í mark á sínum seinasta tímatökuhring hraðari en nokkur annar á tímanum 1:49,412. Heimsmeistarinn Max Verstappen var þó enn í brautinni og leit út fyrir að hann myndi ræna ráspólnum af Ferrari-ökumanninum. Liðsmenn Red Bull kölluðu heimsmeistarann þó inn á þjónustusvæðið á seinustu stundu áður en Verstappen gat klárað hringinn. Ástæðan fyrir því var sú að lítið eldsneyti var eftir á bílnum og samkvæmt reglum Formúlunnar mega ökumenn ekki klára tímatökur nema vera með ákveðið magn af eldsneyti eftir. Ef þeim reglum er ekki fylgt þurfa ökumennirnir að taka út refsingu og ræsa aftastir. Heimsmeistarinn Max Verstappen mun því ræsa áttundi þegar kappaksturinn í Singapúr fer fram síðar í dag. Á jafn þröngri götubraut og Singapúr býður upp á verður erfitt fyrir Hollendinginn að vinna sig upp listann og því þarf hans annar heimsmeistaratitill líklega að bíða betri tíma. Til að Verstappen tryggi sér heimsmeistaratitilinn í dag þarf hann að koma fyrstur í mark, fá aukastig fyrir hraðasta hringinn og treysta því að maðurinn á ráspól, Charles Leclerc, lendi ekki ofar en í níunda sæti.
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. 1. október 2022 08:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. 1. október 2022 08:00