Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Karl Lúðvíksson skrifar 3. október 2022 08:34 Flottur sjóbirtingur úr Tungulæk. Mynd: Tungulækur FB Núna þegar flestar laxveiðiárnar eru búnar að loka fyrir veiði eru veiðimenn farnir að beina sjónum sínum að sjóbirtingsveiði en hún er oftar en ekki best á þessum árstíma. Núna er sjóbirtingurinn að ganga í árnar og við erum að heyra af vænum birtingum ansi víða. Það þarf ekki að fara lengra en í Varmá en þar hafa verið að veiðast mjög vænir sjóbirtingar, 70-80 sm og nokkrir sem fullyrt er að hafa verið stærri en það sloppið af færi veiðimanna. Í Tungulæk er líka búin að vera góð veiði og það sem við höfum frétt úr Vatnamótum og Tungufljóti lofar líka góðu. Veður hefur verið veiðimönnum erfitt í september en vonandi verður október betri en það er bara fátt eins gaman og krefjandi á sama tíma eins og að kasta flugu í oft köldu og vindasömu veðri til að freista þess að glíma við væna sjóbirtinga. Þetta er veiði fyrir harðjaxla. Stangveiði Mest lesið Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Tafir á smíði veiðihúss við Miðá Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði
Núna er sjóbirtingurinn að ganga í árnar og við erum að heyra af vænum birtingum ansi víða. Það þarf ekki að fara lengra en í Varmá en þar hafa verið að veiðast mjög vænir sjóbirtingar, 70-80 sm og nokkrir sem fullyrt er að hafa verið stærri en það sloppið af færi veiðimanna. Í Tungulæk er líka búin að vera góð veiði og það sem við höfum frétt úr Vatnamótum og Tungufljóti lofar líka góðu. Veður hefur verið veiðimönnum erfitt í september en vonandi verður október betri en það er bara fátt eins gaman og krefjandi á sama tíma eins og að kasta flugu í oft köldu og vindasömu veðri til að freista þess að glíma við væna sjóbirtinga. Þetta er veiði fyrir harðjaxla.
Stangveiði Mest lesið Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Tafir á smíði veiðihúss við Miðá Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði