Sprengdu hryðjuverkasprengju í bíl í æfingaskyni Snorri Másson skrifar 4. október 2022 07:17 Um fjögur hundruð manns taka þátt í æfingu gegn hryðjuverkum sem fer nú fram á vegum íslensku Landhelgisgæslunnar. Yfirlautinant í breska sjóhernum segir um mikilvæga og rótgróna sprengjuleitaræfingu að ræða og að nú sé einblínt á nýjar ógnir í hernaðarmálum. Þegar maður heyrir af fjögur hundruð sprengjusérfræðingum æfa sig fyrir mögulegt hryðjuverk inni á verndarsvæði NATO gæti maður séð fyrir sér nokkurn hasar. Raunin er þó sú að þar sem sprengjusérfræðingar eru annars vegar, er allt gert, ef aðstæður leyfa, af djúpri þolinmæði og vandvirkni - með öðrum orðum, hlutirnir gerast hægt. Í innslaginu hér að ofan má sjá dæmi af sprengjuæfingu. Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni sýnir hvernig farið er að: „Hérna erum við með hryðjuverkasprengju sem er tímasprengja og það sem við ætlum að gera er að nota þetta vatnstól og nota sprengiefni til að þrýsta vatninu sem þá rýfur rafrásina áður en sprengjan virkar. Þetta fer bara inn í bíl og þetta með og svo sprengjum við.“ Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim.Vísir/Arnar Bíllinn var heillegur eftir sprenginguna þökk sé vatnshleðslu.Vísir/Arnar Eins og sjá má í myndbandinu er þetta viðráðanleg sprenging - en það er vatnshleðslunni umræddu að þakka, sem dregur verulega úr högginu. „Hefði hryðjuverkasprengjan virkað hefði bíllinn sennilega bólgnað vel út og litið út eins og bjalla,“ segir Ásgeir. Staðan breyst á þessu ári Þetta eru fjögur hundruð manns frá fjórtán löndum og það er unnið frá sjö á morgnana og til tíu á kvöldin í tvær vikur. Allt frá gíslatöku í næturverkefni eru innifalin, með ýmsu ívafi og stundum mörgum sprengjum í hverju verkefni. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna, Northern Challenge, hafa farið fram í 21 ár núna. „Hún hefur alltaf verið í takt við tímann og skipt máli. Áður hefur þetta þannig aðallega snúist um Miðausturlönd og staði þar sem NATO hefur verið að starfa um árabil. Staðan hefur breyst alveg á þessu ári og nú erum við að beina sjónum að núverandi ógnum heimsins,“ segir Isaacs í samtali við fréttastofu. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna hafa gífurlega mikla þýðingu fyrir þjálfun sprengjusérfræðinga.Vísir/Arnar NATO Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Þegar maður heyrir af fjögur hundruð sprengjusérfræðingum æfa sig fyrir mögulegt hryðjuverk inni á verndarsvæði NATO gæti maður séð fyrir sér nokkurn hasar. Raunin er þó sú að þar sem sprengjusérfræðingar eru annars vegar, er allt gert, ef aðstæður leyfa, af djúpri þolinmæði og vandvirkni - með öðrum orðum, hlutirnir gerast hægt. Í innslaginu hér að ofan má sjá dæmi af sprengjuæfingu. Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni sýnir hvernig farið er að: „Hérna erum við með hryðjuverkasprengju sem er tímasprengja og það sem við ætlum að gera er að nota þetta vatnstól og nota sprengiefni til að þrýsta vatninu sem þá rýfur rafrásina áður en sprengjan virkar. Þetta fer bara inn í bíl og þetta með og svo sprengjum við.“ Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim.Vísir/Arnar Bíllinn var heillegur eftir sprenginguna þökk sé vatnshleðslu.Vísir/Arnar Eins og sjá má í myndbandinu er þetta viðráðanleg sprenging - en það er vatnshleðslunni umræddu að þakka, sem dregur verulega úr högginu. „Hefði hryðjuverkasprengjan virkað hefði bíllinn sennilega bólgnað vel út og litið út eins og bjalla,“ segir Ásgeir. Staðan breyst á þessu ári Þetta eru fjögur hundruð manns frá fjórtán löndum og það er unnið frá sjö á morgnana og til tíu á kvöldin í tvær vikur. Allt frá gíslatöku í næturverkefni eru innifalin, með ýmsu ívafi og stundum mörgum sprengjum í hverju verkefni. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna, Northern Challenge, hafa farið fram í 21 ár núna. „Hún hefur alltaf verið í takt við tímann og skipt máli. Áður hefur þetta þannig aðallega snúist um Miðausturlönd og staði þar sem NATO hefur verið að starfa um árabil. Staðan hefur breyst alveg á þessu ári og nú erum við að beina sjónum að núverandi ógnum heimsins,“ segir Isaacs í samtali við fréttastofu. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna hafa gífurlega mikla þýðingu fyrir þjálfun sprengjusérfræðinga.Vísir/Arnar
NATO Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira