Íbúðum í byggingu fjölgar alls staðar nema í Reykjavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. október 2022 21:00 Fleiri íbúðir eru samanlagt í byggingu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar en í borginni sjálfri. Þar fækkar íbúðum í byggingu milli ára á meðan hún eykst um tæp 90 prósent hjá hinum sveitarfélögunum samanlagt. 8.113 íbúðir eru nú í byggingu á öllu landinu. Þessu komust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtök Iðnaðarins að eftir metnaðarfulla talningu í síðasta mánuði. Og þetta er mikil aukning. Á sama tíma í fyrra voru 6.001 íbúð í byggingu á landinu og í mars í ár voru þær 7.260. „Tölurnar segja okkur að við sjáum að þær væntingar sem við höfum haft til þess að við séum að snúa þessari þróun við, þær eru réttar. Þetta er að gerast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi hefur kynnt metnaðarfull áform í húsnæðismálum fyrir næsta áratug.vísir/vilhelm Hækkun alls staðar nema í Reykjavík Talningin var kynnt í dag og þar var henni meðal annars skipt upp milli svæða: Af þeim 8.113 íbúðum sem eru í byggingu er verið að reisa 2.433 þeirra í Reykjavík. Það er fækkun á íbúðum í byggingu um 1,2 prósent frá því að sama tíma í fyrra. Í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í kring um Reykjavík er verið að byggja 3.263 íbúðir, sem er 89,8 prósent aukning frá því í september í fyrra. Í sveitarfélögunum í kring um höfuðborgarsvæðið eru 1.516 íbúðir í byggingu, 25,9 prósent hækkun frá því í fyrra. Og á restinni af landinu eru 980 íbúðir í byggingu - 59,9 % fleiri en í fyrra. Gæti verið þéttingarstefnu borgarinnar að kenna Ráðherrann segist hafa áhyggjur af þróuninni í Reykjavík. Hér verði að byggja meira ef metnaðarfull markmið sem hann kynnti í síðasta mánuði eigi að nást. Þar er gert ráð fyrir 20 þúsund nýjum íbúðum á landinu á næstu fimm árum og 35 þúsund á næstu tíu árum. „Hvort sem er nú vegna þéttingarstefnunnar hérna í borginni eða einhverra annarra ástæðna þá er búið að vera byggt of lítið. Við sjáum íbúðahlutfallið þar af nýjum íbúðum miðað við íbúðamassann vera fulllágt,“ segir Sigurður Ingi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir tölurnar hins vegar gefa örlítið skakka mynd því þar eru ekki teknar með þær íbúðir sem búið er að byggja: „Það eru ríflega 500 íbúðir sem hafa klárast á þessu ári . Spáin er sú að það verði 750 sem klárast fyrir áramót. Þá erum við á pari, eða rétt yfir því sem var í fyrra en það er tvö prósent vöxtur sirka, sem er svona sambærilegt og það sem er talið eðlilegt í nágrannalöndunum hjá borgum af svipaðri stærðargráðu,“ segir Einar. Einar segir tölurnar gefa örlítið skakka mynd af stöðunni.vísir/egill Hann tekur þó undir að bæta verði í. „Það er margt í pípunum. Ég er nokkuð viss um að á næsta ári verði 3.000 íbúðir í byggingu.“ Ríkið er í samningaviðræðum við sveitarfélögin um hvernig hægt sé að tryggja lóðaframboð næstu árin svo hægt verði að ná fyrrnefndum markmiðum um 20 þúsund íbúðir á landinu næstu fimm árin. Stefnt er að því að samningur milli borgarinnar og ríkisins verði klár fyrir áramót og segist Einar jafnvel bjartsýnn á að það takist fyrir næstu mánaðamót. Húsnæðismál Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
8.113 íbúðir eru nú í byggingu á öllu landinu. Þessu komust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtök Iðnaðarins að eftir metnaðarfulla talningu í síðasta mánuði. Og þetta er mikil aukning. Á sama tíma í fyrra voru 6.001 íbúð í byggingu á landinu og í mars í ár voru þær 7.260. „Tölurnar segja okkur að við sjáum að þær væntingar sem við höfum haft til þess að við séum að snúa þessari þróun við, þær eru réttar. Þetta er að gerast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi hefur kynnt metnaðarfull áform í húsnæðismálum fyrir næsta áratug.vísir/vilhelm Hækkun alls staðar nema í Reykjavík Talningin var kynnt í dag og þar var henni meðal annars skipt upp milli svæða: Af þeim 8.113 íbúðum sem eru í byggingu er verið að reisa 2.433 þeirra í Reykjavík. Það er fækkun á íbúðum í byggingu um 1,2 prósent frá því að sama tíma í fyrra. Í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í kring um Reykjavík er verið að byggja 3.263 íbúðir, sem er 89,8 prósent aukning frá því í september í fyrra. Í sveitarfélögunum í kring um höfuðborgarsvæðið eru 1.516 íbúðir í byggingu, 25,9 prósent hækkun frá því í fyrra. Og á restinni af landinu eru 980 íbúðir í byggingu - 59,9 % fleiri en í fyrra. Gæti verið þéttingarstefnu borgarinnar að kenna Ráðherrann segist hafa áhyggjur af þróuninni í Reykjavík. Hér verði að byggja meira ef metnaðarfull markmið sem hann kynnti í síðasta mánuði eigi að nást. Þar er gert ráð fyrir 20 þúsund nýjum íbúðum á landinu á næstu fimm árum og 35 þúsund á næstu tíu árum. „Hvort sem er nú vegna þéttingarstefnunnar hérna í borginni eða einhverra annarra ástæðna þá er búið að vera byggt of lítið. Við sjáum íbúðahlutfallið þar af nýjum íbúðum miðað við íbúðamassann vera fulllágt,“ segir Sigurður Ingi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir tölurnar hins vegar gefa örlítið skakka mynd því þar eru ekki teknar með þær íbúðir sem búið er að byggja: „Það eru ríflega 500 íbúðir sem hafa klárast á þessu ári . Spáin er sú að það verði 750 sem klárast fyrir áramót. Þá erum við á pari, eða rétt yfir því sem var í fyrra en það er tvö prósent vöxtur sirka, sem er svona sambærilegt og það sem er talið eðlilegt í nágrannalöndunum hjá borgum af svipaðri stærðargráðu,“ segir Einar. Einar segir tölurnar gefa örlítið skakka mynd af stöðunni.vísir/egill Hann tekur þó undir að bæta verði í. „Það er margt í pípunum. Ég er nokkuð viss um að á næsta ári verði 3.000 íbúðir í byggingu.“ Ríkið er í samningaviðræðum við sveitarfélögin um hvernig hægt sé að tryggja lóðaframboð næstu árin svo hægt verði að ná fyrrnefndum markmiðum um 20 þúsund íbúðir á landinu næstu fimm árin. Stefnt er að því að samningur milli borgarinnar og ríkisins verði klár fyrir áramót og segist Einar jafnvel bjartsýnn á að það takist fyrir næstu mánaðamót.
Húsnæðismál Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira