„Sagði við strákana í hálfleik að ná þriðja markinu myndi setja Val aftarlega á völlinn“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2022 21:35 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Víkingur Reykjavík vann ótrúlegan endurkomu sigur á Val 3-2. Valur komst tveimur mörkum yfir en Víkingur svaraði með þremur mörkum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður eftir leik. „Stundum er maður heitur og stundum kaldur. Valur kom með kraft inn í leikinn ef fólk spáir í því hvernig við unnum titlana í fyrra þá vorum við að fá mikið úr skiptingunum okkar sem kláruðu leikina og við þurftum á því að halda núna,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Það er svo venjulegt að vera flatir til að byrja með eftir sigur í bikarúrslitum alveg sama hvað ég reyni að segja við liðið. Gegn góðu liði eins og Val þá ertu bara í skítnum þegar þú mætir flatur og við þurftum að fá strákana á bekknum til að hrista upp í leiknum.“ Arnar talaði mikið um hvernig liðið ætlaði að mæta til leiks eftir sigur í bikarúrslitum. Víkingur lenti tveimur mörkum undir en svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik. „Valur spilaði vel í fyrri hálfleik þar sem við náðum aldrei að klukka þá og unnum aldrei seinni boltann og Valur var verðskuldað með forystuna í hálfleik. Ég sagði við strákana í hálfleik að það væri engin æsingur bara fara rólega yfir hlutina og reyna ná fyrsta markinu þar sem Valur myndi bakka. En þetta var ótrúleg endurkoma verandi tveimur mörkum undir.“ Arnar var ánægður með hvernig ákefð Víkings breyttist í seinni hálfleik sem að hans mati skilaði sér í mörkum. „Við ýttum á ákefðina í seinni hálfleik. Leikurinn okkar er ákefð og pressa þar sem við gefum aldrei andstæðingnum frið. Við erum með gæði sóknarlega en Ari og Birnir fengu enga þjónustu. Þetta var fyrst og fremst hugarfarsbreyting þar sem við stigum á bensíngjöfina í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
„Stundum er maður heitur og stundum kaldur. Valur kom með kraft inn í leikinn ef fólk spáir í því hvernig við unnum titlana í fyrra þá vorum við að fá mikið úr skiptingunum okkar sem kláruðu leikina og við þurftum á því að halda núna,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Það er svo venjulegt að vera flatir til að byrja með eftir sigur í bikarúrslitum alveg sama hvað ég reyni að segja við liðið. Gegn góðu liði eins og Val þá ertu bara í skítnum þegar þú mætir flatur og við þurftum að fá strákana á bekknum til að hrista upp í leiknum.“ Arnar talaði mikið um hvernig liðið ætlaði að mæta til leiks eftir sigur í bikarúrslitum. Víkingur lenti tveimur mörkum undir en svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik. „Valur spilaði vel í fyrri hálfleik þar sem við náðum aldrei að klukka þá og unnum aldrei seinni boltann og Valur var verðskuldað með forystuna í hálfleik. Ég sagði við strákana í hálfleik að það væri engin æsingur bara fara rólega yfir hlutina og reyna ná fyrsta markinu þar sem Valur myndi bakka. En þetta var ótrúleg endurkoma verandi tveimur mörkum undir.“ Arnar var ánægður með hvernig ákefð Víkings breyttist í seinni hálfleik sem að hans mati skilaði sér í mörkum. „Við ýttum á ákefðina í seinni hálfleik. Leikurinn okkar er ákefð og pressa þar sem við gefum aldrei andstæðingnum frið. Við erum með gæði sóknarlega en Ari og Birnir fengu enga þjónustu. Þetta var fyrst og fremst hugarfarsbreyting þar sem við stigum á bensíngjöfina í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira