Náðar þá sem hafa hlotið dóma fyrir neysluskammta af maríjúana Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 19:36 Joe Biden Bandaríkjaforseti vill auðvelda þeim sem hafa hlotið sakadóma fyrir vörslu á maríjúana lífið. AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að náða þúsundir Bandaríkjamanna sem hafa hlotið dóma fyrir alríkisdómstólum fyrir vörslu á neysluskömmtum á maríjúana. Hann hvetur ríkisstjóra einstakra ríkja til að fara að fordæmi hans varðandi dóma fyrir ríkisdómstólum. Í yfirlýsingu frá forsetanum segir á ákvörðunin endurspegli þá skoðun hans að enginn ætti að dúa í fangelsi fyrir það eitt að neyta maríjúana eða hafa það í vörslu sinni. „Of mörgum lífum hefur verið steypt á hvolf vegna misheppnaðrar nálgunar okkar á maríjúana. Það er tími til kominn að leiðrétta þau mistök,“ segir forsetinn. https://twitter.com/POTUS/status/1578097875480895489?s=20&t=T-_ooEVgTgZijIQKvde9wQ Langflestir dómar vegna vörslu á maríjúana eru þó fyrir dómstólum einstrakra ríkja Bandaríkjanna. Því hvatti Biden ríkisstjóra til þess að náða fólk sem hefur hlotið slíka dóma. Samkvæmt upplýsingum Hvíta hússins situr enginn í alríkisfangelsum eingöngu fyrir vörslu neysluskammta af maríjúana. Náðunin geti hins vegar hjálpað þúsundum manna að leigja húsnæði eða finna vinnu. „Það eru þúsundir manna sem hafa hlotið alríkisdóma fyrir vörslu á maríjúana sem kunna að vera neitað um atvinnu, húsnæði eða menntunartækifæri vegna þeirra. Aðgerðir mínar hjálpa til við að létta á hliðarverkunum þessara sakfellinga,“ sagði Biden í yfirlýsingu sinni. Beindi Biden því einnig til heilbrigðisráðuneytisins og dómsmálaráðherrans að endurskoða flokkun maríjúana. Þannig yrði viðurlög við vörslu á efninum mögulega milduð eða afnumin alveg. Forsetinn vill þó áfram takmarka smygla, markaðssetningu og sölu á maríjúana til ungmenna. Bandaríkin Joe Biden Fíkniefnabrot Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Í yfirlýsingu frá forsetanum segir á ákvörðunin endurspegli þá skoðun hans að enginn ætti að dúa í fangelsi fyrir það eitt að neyta maríjúana eða hafa það í vörslu sinni. „Of mörgum lífum hefur verið steypt á hvolf vegna misheppnaðrar nálgunar okkar á maríjúana. Það er tími til kominn að leiðrétta þau mistök,“ segir forsetinn. https://twitter.com/POTUS/status/1578097875480895489?s=20&t=T-_ooEVgTgZijIQKvde9wQ Langflestir dómar vegna vörslu á maríjúana eru þó fyrir dómstólum einstrakra ríkja Bandaríkjanna. Því hvatti Biden ríkisstjóra til þess að náða fólk sem hefur hlotið slíka dóma. Samkvæmt upplýsingum Hvíta hússins situr enginn í alríkisfangelsum eingöngu fyrir vörslu neysluskammta af maríjúana. Náðunin geti hins vegar hjálpað þúsundum manna að leigja húsnæði eða finna vinnu. „Það eru þúsundir manna sem hafa hlotið alríkisdóma fyrir vörslu á maríjúana sem kunna að vera neitað um atvinnu, húsnæði eða menntunartækifæri vegna þeirra. Aðgerðir mínar hjálpa til við að létta á hliðarverkunum þessara sakfellinga,“ sagði Biden í yfirlýsingu sinni. Beindi Biden því einnig til heilbrigðisráðuneytisins og dómsmálaráðherrans að endurskoða flokkun maríjúana. Þannig yrði viðurlög við vörslu á efninum mögulega milduð eða afnumin alveg. Forsetinn vill þó áfram takmarka smygla, markaðssetningu og sölu á maríjúana til ungmenna.
Bandaríkin Joe Biden Fíkniefnabrot Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira