Nýr sendiherra Bandaríkjanna afhenti forseta trúnaðarbréf Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 10:37 Bandarísku sendiherrahjónin með forsetahjónunum á Bessastöðum í gær. Frá vinstri: James V. Derrick yngri, Carrin Patman, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Skrifstofa forseta Íslands/Gunnar Vigfússon Carrin Patman, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf í gær. Sendiherralaust hefur verið frá því að umdeildur forveri Patman lét af embættinu í janúar í fyrra. Bandaríska sendiráðið birti mynd af Patman og eiginmanni hennar, James V. Derrick yngri, á Bessastöðum með forsetanum og Elizu Reid forsetafrú á Twitter-reikningi sínum í gær. New U.S. Ambassador to IcelandToday, Ambassador Carrin Patman presented her credentials to the President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, becoming the new U.S. Ambassador to Iceland. @PresidentISL @elizajreid pic.twitter.com/VabZGNipdk— U.S. Embassy Iceland (@usembreykjavik) October 6, 2022 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Joes Biden Bandaríkjaforseta á Patman í ágúst. Hún er lögfræðingur að mennt og var meðal annars stjórnarformaður almenningssamgangna í Texas. Þá hefur hún verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í ríkinu. Patman tók þátt í kosningabaráttu Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og Bidens árið 2020. Algengt er að bandarískir forsetar tilnefni pólitíska stuðningsmenn og bakhjarla í sendiherrastöður. Eiginmaður sendiherrans var áður varaforseti og aðallögfræðingur Enron sem var eitt sinn stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Gjaldþrot þess þegar upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli árið 2001 var það stærsta í sögu Bandaríkjanna. Derrick bar meðal annars vitni þegar stjórnendur fyrirtækisins voru sóttir til saka. Hún tekur við embætti sendiherra á Íslandi af Jeffrey Ross Gunter, húðlækni frá Kaliforníu sem var skipaður af Donald Trump. Sendiherratíð Gunters var stormasöm. Starfsmenn sendiráðsins voru sagðir óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hríðsversnað vegna hans í skýrslu sem innra eftirlit bandaríska utanríkisráðuneytisins gerði. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að koma Gunter úr embætti. Gunter lét af embættinu í janúar í fyrra þegar Biden tók við embætti forseta af Trump. Bandaríkin Utanríkismál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Bandaríska sendiráðið birti mynd af Patman og eiginmanni hennar, James V. Derrick yngri, á Bessastöðum með forsetanum og Elizu Reid forsetafrú á Twitter-reikningi sínum í gær. New U.S. Ambassador to IcelandToday, Ambassador Carrin Patman presented her credentials to the President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, becoming the new U.S. Ambassador to Iceland. @PresidentISL @elizajreid pic.twitter.com/VabZGNipdk— U.S. Embassy Iceland (@usembreykjavik) October 6, 2022 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Joes Biden Bandaríkjaforseta á Patman í ágúst. Hún er lögfræðingur að mennt og var meðal annars stjórnarformaður almenningssamgangna í Texas. Þá hefur hún verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í ríkinu. Patman tók þátt í kosningabaráttu Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og Bidens árið 2020. Algengt er að bandarískir forsetar tilnefni pólitíska stuðningsmenn og bakhjarla í sendiherrastöður. Eiginmaður sendiherrans var áður varaforseti og aðallögfræðingur Enron sem var eitt sinn stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Gjaldþrot þess þegar upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli árið 2001 var það stærsta í sögu Bandaríkjanna. Derrick bar meðal annars vitni þegar stjórnendur fyrirtækisins voru sóttir til saka. Hún tekur við embætti sendiherra á Íslandi af Jeffrey Ross Gunter, húðlækni frá Kaliforníu sem var skipaður af Donald Trump. Sendiherratíð Gunters var stormasöm. Starfsmenn sendiráðsins voru sagðir óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hríðsversnað vegna hans í skýrslu sem innra eftirlit bandaríska utanríkisráðuneytisins gerði. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að koma Gunter úr embætti. Gunter lét af embættinu í janúar í fyrra þegar Biden tók við embætti forseta af Trump.
Bandaríkin Utanríkismál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Patman nýr sendiherra á Íslandi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 8. ágúst 2022 06:49
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46