Á varðbergi vegna veðursins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2022 15:03 Mikið óveður í desember 2019 hafði þau áhrif af raflínustaurar kubbuðust niður. Vísir/Egill Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. Viðvaranir eru í gildi fyrir allt landið vegna veðurs á sunnudaginn. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Norðurland vestra, eystra og Austurland að glettingi þar sem búist er við að mikil úrkoma og hvassviðri geti valdið usla. Við erum búin að vera að undirbúa okkur í morgun fyrir þetta veður sem er spáð um helgina, segir Steinunn Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúi Landsnets í samtali við Vísi. Morguninn var nýttur til að funda með Veðurstofunni, Vegagerðinni og ýmsum aðilum til að leggja mat á þá stöðu sem upp gæti komið á sunnudaginn. „Til að rýna svolítið í það hvar mögulega gæti orðið áraun á kerfið hjá okkur. Við munum svo fylgjast vel með um helgina og bregðast við eftir þörfum. Við erum að auka mannskap hjá okkur í stjórnstöðinni og erum að skoða hvernig við mönnum út í mörkinni. Við munum taka þær ákvarðanir þegar veðrið liggur ljóst fyrir,“ segir Steinunn. Aðallega er horft á Norðausturlandið þar sem mikilli úrkomu er spáð í formi slyddu eða snjókomu, sem gæti haft áhrif á raflínur á svæðinu. „Við einblínum eins og spáin er núna á Norðausturlandið en það verður víða vont veður þannig að í raun er stór hluti af landinu undir,“ segir Steinunn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heggur ísingu af raflínu sem lagðist á jörðina í aftakaveðri sem gekk yfir landið í desember 2019.Vísir/Egill Aftakaveðrið í desember 2019 er mörgum í fersku minni þar sem víða varð rafmagnslaust. Selta hlóðst utan á raflínur og rafstöðvar og víða brotnuðu raflínurstaurar undan þungri ísingu sem hlóðst á línunar. Þó óvíst sé að veðrið nú verði af þeirri stærðargráðu hefur Landsnet vaðið fyrir neðan sig nú. „Við lærðum ótrúlega mikið af 2019-veðrinu og tökum þann lærdóm inn í þessa lægð ef hún verður eitthvað svipuð. Þannig að já, vonandi erum við betur í stakk búinn.“ Veður Orkumál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Viðvaranir eru í gildi fyrir allt landið vegna veðurs á sunnudaginn. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Norðurland vestra, eystra og Austurland að glettingi þar sem búist er við að mikil úrkoma og hvassviðri geti valdið usla. Við erum búin að vera að undirbúa okkur í morgun fyrir þetta veður sem er spáð um helgina, segir Steinunn Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúi Landsnets í samtali við Vísi. Morguninn var nýttur til að funda með Veðurstofunni, Vegagerðinni og ýmsum aðilum til að leggja mat á þá stöðu sem upp gæti komið á sunnudaginn. „Til að rýna svolítið í það hvar mögulega gæti orðið áraun á kerfið hjá okkur. Við munum svo fylgjast vel með um helgina og bregðast við eftir þörfum. Við erum að auka mannskap hjá okkur í stjórnstöðinni og erum að skoða hvernig við mönnum út í mörkinni. Við munum taka þær ákvarðanir þegar veðrið liggur ljóst fyrir,“ segir Steinunn. Aðallega er horft á Norðausturlandið þar sem mikilli úrkomu er spáð í formi slyddu eða snjókomu, sem gæti haft áhrif á raflínur á svæðinu. „Við einblínum eins og spáin er núna á Norðausturlandið en það verður víða vont veður þannig að í raun er stór hluti af landinu undir,“ segir Steinunn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heggur ísingu af raflínu sem lagðist á jörðina í aftakaveðri sem gekk yfir landið í desember 2019.Vísir/Egill Aftakaveðrið í desember 2019 er mörgum í fersku minni þar sem víða varð rafmagnslaust. Selta hlóðst utan á raflínur og rafstöðvar og víða brotnuðu raflínurstaurar undan þungri ísingu sem hlóðst á línunar. Þó óvíst sé að veðrið nú verði af þeirri stærðargráðu hefur Landsnet vaðið fyrir neðan sig nú. „Við lærðum ótrúlega mikið af 2019-veðrinu og tökum þann lærdóm inn í þessa lægð ef hún verður eitthvað svipuð. Þannig að já, vonandi erum við betur í stakk búinn.“
Veður Orkumál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira