Karlmennirnir tveir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Verjendur beggja kærðu niðurstöðuna til Landsréttar sem tók niðurstöðuna til meðferðar í dag.
Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi annars þeirra, segir Landsrétt hafa fallist á varakröfu um að stytta varðhaldið. Aðalkrafan var að gæsluvarðhald yrði fellt úr gildi en ella að því yrði markaður skemmri tími. Skjólstæðingur Ómars verður í varðhaldi til föstudags.
Þess er beðið að Landsréttur kveði upp úrskurð í tilfelli hins mannsins. Ekki náðist í Einar Odd Sigurðsson, verjanda mannsins, við vinnslu fréttarinnar.
Uppfært klukkan 14:00
Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir að varðhaldið í tilfelli hins mannsins hafi sömuleiðis verið stytt.