Kynning á keppendum: Ætlar að syngja Phil Collins á meðan á hlaupinu stendur Tinni Sveinsson skrifar 12. október 2022 08:00 Birgir, Hildur, Sigurjón, Jón Gunnar og Adam keppa í bakgarðshlaupinu um helgina. Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Í gær voru fyrstu fimm kynntir og á morgun birtum við kynningu á fleiri keppendum. Hildur Aðalsteinsdóttir. Keppandi 10 Hildur Aðalsteinsdóttir er 38 ára félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og tveggja barna móðir. Hildur hefur stundað hlaup frá 2012 og utanvegahlaup frá 2016. Hún hefur nokkrum sinnum rofið 100 kílómetra múrinn og tók þátt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum þar sem hún fór 20 hringi, 134 kílómetra. Hún telur sig reynslumeiri nú og ætlar lengra. Hennar mantra fyrir hlaup er „Ég get náð þeim árangri sem ég stefni á.“ Adam Komorowski. Keppandi 9 Adam Komorowski er 45 ára lagerstjóri í Reykjavík og tveggja barna faðir frá Wałbrzych í Póllandi. Hann byrjaði að hlaupa af krafti fyrir fimm árum og nýtur þess að fara lengra en hann hefur áður gert. Adam stofnaði góðgerðasamtökin Zabiegani's Reykjavík sem hjálpa langveikum börnum. Samtökin hvetja Pólverja sem eru búsettir á Íslandi til að hreyfa sig og láta gott af sér leiða. Adam stefnir á að hafa gaman af hlaupinu og gera eins vel og hann getur. Jón Gunnar Gunnarsson. Keppandi 8 Jón Gunnar Gunnarsson er 29 ára starfsmaður í aðhlynningu frá Kópavogi. Hann hefur stundað hlaup í tvö ár og heillast af andlega hluta hlaupanna. Þegar líkaminn vill gefast upp en hugurinn heldur honum gangandi. Markmið hans um helgina er að halda áfram, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Mantra Jóns fyrir hlaupið er „Hvað ef ég get orðið það sem enginn bjóst við að ég gæti?“ Birgir Sævarsson. Keppandi 7 Birgir Sævarsson er fimmtugur sérfræðingur í upplýsingatækni frá Hafnarfirði. Hann hefur hlaupið í tuttugu ár og einbeitti sér að maraþoni fyrst um sinn. Hann færði sig síðan yfir í utanvegahlaup og hefur klárað nokkur 100 mílna hlaup. Árið 2019 hljóp hann til dæmis 330 kílómetra í Tor des Géants hlaupinu á Ítalíu þar sem hækkunin er einnig 24.000 metrar. Birgir segir bakgarðshlaupin vera póker hlaupanna, allir eiga möguleika á því að standa síðastir. Hann segist ætla að hlaupa eins og gullfiskur, einbeita sér að einum hring í einu, þar til hann er eini fiskurinn í tjörninni. Í stað þess að vera með möntru fyrir hlaupið segist hann tengja við Phil Collins lagið One More Night og ætlar að syngja með sjálfum sér „Einn hring enn“. Sigurjón Ernir Sturluson. Keppandi 6 Sigurjón Ernir Sturluson er 32 ára fjölskyldufaðir úr Hvalfjarðasveit. Hann er aðalþjálfari og einn eigenda æfingastöðvarinnar UltraForm í Grafarholti. Hann hefur stundað hlaup frá fimmtán ára aldri og er einn hraðasti hlaupari landsins. Sigurjón hefur áður tekið þátt í bakgarðshlaupi og fór þá 24 hringi, um 161 kílómeter. Mantra Sigurjóns fyrir hlaupið er „Því meira sem þú erfiðar og því betri sem þú verður, því auðveldara verður lífið.“ Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Sjá meira
Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Í gær voru fyrstu fimm kynntir og á morgun birtum við kynningu á fleiri keppendum. Hildur Aðalsteinsdóttir. Keppandi 10 Hildur Aðalsteinsdóttir er 38 ára félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og tveggja barna móðir. Hildur hefur stundað hlaup frá 2012 og utanvegahlaup frá 2016. Hún hefur nokkrum sinnum rofið 100 kílómetra múrinn og tók þátt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum þar sem hún fór 20 hringi, 134 kílómetra. Hún telur sig reynslumeiri nú og ætlar lengra. Hennar mantra fyrir hlaup er „Ég get náð þeim árangri sem ég stefni á.“ Adam Komorowski. Keppandi 9 Adam Komorowski er 45 ára lagerstjóri í Reykjavík og tveggja barna faðir frá Wałbrzych í Póllandi. Hann byrjaði að hlaupa af krafti fyrir fimm árum og nýtur þess að fara lengra en hann hefur áður gert. Adam stofnaði góðgerðasamtökin Zabiegani's Reykjavík sem hjálpa langveikum börnum. Samtökin hvetja Pólverja sem eru búsettir á Íslandi til að hreyfa sig og láta gott af sér leiða. Adam stefnir á að hafa gaman af hlaupinu og gera eins vel og hann getur. Jón Gunnar Gunnarsson. Keppandi 8 Jón Gunnar Gunnarsson er 29 ára starfsmaður í aðhlynningu frá Kópavogi. Hann hefur stundað hlaup í tvö ár og heillast af andlega hluta hlaupanna. Þegar líkaminn vill gefast upp en hugurinn heldur honum gangandi. Markmið hans um helgina er að halda áfram, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Mantra Jóns fyrir hlaupið er „Hvað ef ég get orðið það sem enginn bjóst við að ég gæti?“ Birgir Sævarsson. Keppandi 7 Birgir Sævarsson er fimmtugur sérfræðingur í upplýsingatækni frá Hafnarfirði. Hann hefur hlaupið í tuttugu ár og einbeitti sér að maraþoni fyrst um sinn. Hann færði sig síðan yfir í utanvegahlaup og hefur klárað nokkur 100 mílna hlaup. Árið 2019 hljóp hann til dæmis 330 kílómetra í Tor des Géants hlaupinu á Ítalíu þar sem hækkunin er einnig 24.000 metrar. Birgir segir bakgarðshlaupin vera póker hlaupanna, allir eiga möguleika á því að standa síðastir. Hann segist ætla að hlaupa eins og gullfiskur, einbeita sér að einum hring í einu, þar til hann er eini fiskurinn í tjörninni. Í stað þess að vera með möntru fyrir hlaupið segist hann tengja við Phil Collins lagið One More Night og ætlar að syngja með sjálfum sér „Einn hring enn“. Sigurjón Ernir Sturluson. Keppandi 6 Sigurjón Ernir Sturluson er 32 ára fjölskyldufaðir úr Hvalfjarðasveit. Hann er aðalþjálfari og einn eigenda æfingastöðvarinnar UltraForm í Grafarholti. Hann hefur stundað hlaup frá fimmtán ára aldri og er einn hraðasti hlaupari landsins. Sigurjón hefur áður tekið þátt í bakgarðshlaupi og fór þá 24 hringi, um 161 kílómeter. Mantra Sigurjóns fyrir hlaupið er „Því meira sem þú erfiðar og því betri sem þú verður, því auðveldara verður lífið.“
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Sjá meira
Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59