Lárus Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir Vísi að niðurföll hafi ekki undan í vatnsveðrinu og að flætt hafi inn á þrjá staði vestan Snorrabrautar í Reykjavík. Auk BSÍ flæddi inn í hús við Ægisíðu og Hagamel í Vesturbænum.
Ekki er vitað nánar um tjón á þessari stundu.

