Við hefjum leik á viðureign LAVA og SAGA klukkan 19:30, en liðin eru jöfn í 5.-6. sæti deildarinnar. Sigurliðið í kvöld lyftir sér upp að hlið NÚ, Ármanns og Þórs í 2.-4. sæti.
Síðari leikur kvöldsins er svo viðureign Breiðabliks og Ten5ion klukkan 20:30. Breiðablik hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu, en Ten5ion er eina liðið sem á enn eftir að vinna leik því er um algjöran botnslag að ræða.
Hægt er að fylgjast með Ljósleiðaradeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.