Leikurinn var í jafnvægi í upphafi áður en KA/Þór tóku völdin og leiddur með þremur mörkum í hálfleik, 16-13.
Heimakonur gáfu í eftir leikhlé og létu forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik en KA/Þór vann að lokum fimm marka sigur, 27-22.
Katla María Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, var markahæsti leikmaður vallarins með átta mörk. Júlía Björnsdóttir og Hildur Lilja Jónsdóttir voru markahæstar hjá KA/Þór með fimm mörk hvor.
KA/Þór fer með sigrinum í fjögur stig og er í 5. sæti deildarinnar á meðan Selfoss er í 7. og næst neðsta sæti deildarinnar með tvö stig eftir fjórar umferðir.