Áskorun um auknar selaveiðar og bann við innflutningi áfengis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. október 2022 22:31 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands rýndi í gömul þingmál ásamt fréttamanni. Vísir Þúsundir kvenna hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um bann við innflutningi áfengis og bændur í Breiðafirði vilja fá að skjóta fleiri seli. Þetta eru dæmi um þau mál sem Alþingi varð að taka fyrir í lok 19. aldar. Mörg þúsund síður af gömlum alþingismálum hafa nú verið gerðar aðgengilegar almenningi. Farið var í vinnu við að skanna dagbækur Alþingis frá árinu 1845 til 1913 inn á netið fyrir rúmu ári síðan og er þeirri vinnu nú lokið. „Þetta er gríðarlega spennandi. Það er náttúrulega gaman að fá að gramsa í skjölunum sjálfum. Þetta eru hins vegar þjóðardýrgripir sem verður að fara mjög vel með en nú er þetta allt á netinu og hægt að skoða þar. Og það er alveg heillandi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Við fengum Ólaf til að kíkja með okkur á skjalasafn Alþingis og skoða bækurnar. Þar er margt skrýtið og skemmtilegt en Ólafur er sérstaklega spenntur fyrir svokölluðum bænaskrám. „Þetta er í raun svona lýðræðislegur farvegur fyrir almenning að koma áhyggjuefnum sínum af ýmsu tagi til Alþingis.“ Hér koma nokkur dæmi: Ekkja Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara biður þingið um að stofna „Vitfirringaspítala“ árið 1897, þúsundir kvenna skora á þingið að banna innflutning á áfengi 1895 og í bók frá 1885 má finna fjöldann allan af styrkbeiðnum. Til dæmis eina frá embættismanni sem er hættur að starfa og vill 100 krónu viðbót við eftirlaun sín. Áskorun um bann við innflutningi áfengis.Vísir „Að ég er ekki fær um að starfa neitt það er teljandi sé og mér til hagræðis,“ segir í skjali þar sem embættismaðurinn virðist óska eftir örorkubótum á tíma þegar slíkar bætur voru almennt ekki veittar. „Þingið var í rauninni að fást við miklu persónulegri mál. Það var verið að ákveða sérstaklega til dæmis eftirlaun embættismanna. Ekki almennt heldur fyrir hvern embættismann sérstaklega,“ segir Ólafur. Dásamlegt að upplifa tíðarandann Þetta er tja, kannski lýðræðislegra að einhverju leyti? „Ja, þetta er allavega skemmtilegra,“ svarar Ólafur. Hann er þó ekki á því að taka ætti bænaskrárnar upp að nýju. „Ekki nema það hefur skemmtigildi. En það er hins vegar dásamlegt að fá að glugga í þessar gömlu bækur og upplifa tíðaranda 19. aldar.“ Við lendum þó fljótlega á vegg þegar við flettum í gegnum bækurnar. Eða, við er kannski ekki rétta orðið. Það er nú erfitt að lesa þetta oft. „Já, sérstaklega fyrir hina yngri kynslóð sem kann eiginlega ekki að lesa skrifstafi. Ég á nú ekkert í miklum vandræðum með að lesa þetta,“ segir Ólafur og hlær. Nú er hægt að nálgast öll þessi mál á netinu og fletta í gegnum þau sem margir munu eflaust gera. Enda ótvírætt skemmtanagildi sem felst í þessu eins og Ólafur benti á. Alþingi Einu sinni var... Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Mörg þúsund síður af gömlum alþingismálum hafa nú verið gerðar aðgengilegar almenningi. Farið var í vinnu við að skanna dagbækur Alþingis frá árinu 1845 til 1913 inn á netið fyrir rúmu ári síðan og er þeirri vinnu nú lokið. „Þetta er gríðarlega spennandi. Það er náttúrulega gaman að fá að gramsa í skjölunum sjálfum. Þetta eru hins vegar þjóðardýrgripir sem verður að fara mjög vel með en nú er þetta allt á netinu og hægt að skoða þar. Og það er alveg heillandi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Við fengum Ólaf til að kíkja með okkur á skjalasafn Alþingis og skoða bækurnar. Þar er margt skrýtið og skemmtilegt en Ólafur er sérstaklega spenntur fyrir svokölluðum bænaskrám. „Þetta er í raun svona lýðræðislegur farvegur fyrir almenning að koma áhyggjuefnum sínum af ýmsu tagi til Alþingis.“ Hér koma nokkur dæmi: Ekkja Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara biður þingið um að stofna „Vitfirringaspítala“ árið 1897, þúsundir kvenna skora á þingið að banna innflutning á áfengi 1895 og í bók frá 1885 má finna fjöldann allan af styrkbeiðnum. Til dæmis eina frá embættismanni sem er hættur að starfa og vill 100 krónu viðbót við eftirlaun sín. Áskorun um bann við innflutningi áfengis.Vísir „Að ég er ekki fær um að starfa neitt það er teljandi sé og mér til hagræðis,“ segir í skjali þar sem embættismaðurinn virðist óska eftir örorkubótum á tíma þegar slíkar bætur voru almennt ekki veittar. „Þingið var í rauninni að fást við miklu persónulegri mál. Það var verið að ákveða sérstaklega til dæmis eftirlaun embættismanna. Ekki almennt heldur fyrir hvern embættismann sérstaklega,“ segir Ólafur. Dásamlegt að upplifa tíðarandann Þetta er tja, kannski lýðræðislegra að einhverju leyti? „Ja, þetta er allavega skemmtilegra,“ svarar Ólafur. Hann er þó ekki á því að taka ætti bænaskrárnar upp að nýju. „Ekki nema það hefur skemmtigildi. En það er hins vegar dásamlegt að fá að glugga í þessar gömlu bækur og upplifa tíðaranda 19. aldar.“ Við lendum þó fljótlega á vegg þegar við flettum í gegnum bækurnar. Eða, við er kannski ekki rétta orðið. Það er nú erfitt að lesa þetta oft. „Já, sérstaklega fyrir hina yngri kynslóð sem kann eiginlega ekki að lesa skrifstafi. Ég á nú ekkert í miklum vandræðum með að lesa þetta,“ segir Ólafur og hlær. Nú er hægt að nálgast öll þessi mál á netinu og fletta í gegnum þau sem margir munu eflaust gera. Enda ótvírætt skemmtanagildi sem felst í þessu eins og Ólafur benti á.
Alþingi Einu sinni var... Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira