6. umferð CS:GO lokið: ekkert Nuke á Ofurlaugardegi, Dusty töpuðu sínum fyrsta leik. Snorri Rafn Hallsson skrifar 16. október 2022 13:01 Heil umferð var leikin í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi og voru viðureignirnar ekki af verri endanum. Leikir vikunnar Breiðablik 16 - 11 NÚ Furious var allt í öllu þegar Breiðablik tók á móti NÚ í Inferno kortinu. Sókn Breiðabliks var beitt á meðan NÚ lék klaufalega og náði aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn í fyrri hálfleik. Staðan var því 12–3 fyrir Breiðablik þegar liðin skiptu um hlutverk en þá lifnaði yfir leikmönnum NÚ. Pandaz hafði varla sést fram að því en reyndist mikilvægur hlekkur í endurkomu NÚ. Verkefnið reyndist að lokum of stórt, Inferno kortið er ekki sterka hlið NÚ og Breiðablik hafði betur. TEN5ION 14 – 16 Viðstöðu TEN5ION hefur leikið vel á tímabilinu, náð sér í margar lotur og farið langt með sterkari lið en ekki tekist að vinna leik hingað til. Á því varð engin breyting í Ancient í gær. TEN5ION tók forystuna snemma með góðum endurtökum en um miðbik hálfleiksins tók lið Viðstöðu við sér og komst yfir. Undir lokin tryggði TEN5ION sér þó ágætis forskot en tókst ekki að halda því þegar komið var í síðari hálfleikinn. Þegar Mozar7 og Blazter voru komnir á bragðið hjá Viðstöðu var ekkert sem gat stoppað þá og TEN5ION því enn og aftur án sigurs í deildinni. Þór 16 – 12 Ármann Þór og Ármann tókust á í hinu sígilda Dust 2 korti. Þór hafði algjöra stjórn í fyrri hálfleik þar sem Minidegreez hélt vörninni uppi með vappanum á meðan J0n og Rean sóttu mun fleiri fellur en þeir eru vanir að gera. Stemningin hjá Ármanni var í algjöru lágmarki og aðgerðir þeirra marklausar eftir því. Staðan var því 13–2 fyrir Þór í hálfleik og allt útlit fyrir að lítið væri eftir af leiknum. Ármann setti hins vegar saman gríðarsterka vörn með Varg og Ofvirkan í fantastuði allt í einu og tókst að vinna 10 lotur áður en Þórsarar gerðu á endanum út af við þá. Saga 16 – 8 Fylkir SAGA lék á als oddi gegn Fylki í Ancient og kom sprengjunni fyrir í nánast hverri einustu lotu. Fylkismenn voru blankir og vængbrotnir og réðu ekkert við andstæðingana í fyrri hálfleik. Staðan var því 12–3 SAGA í vil þegar liðin skipu um hlutverk en Fylkir gerði virðingarverða tilraun til að snúa blaðinu við. Unnu þeir nokkrar lotur snemma í síðari hálfleik en það var stutt í land fyrir SAGA sem vann leikinn um leið og vörnin hjá þeim fór að ganga upp. Dusty 12 - 16 LAVA Lokaleikur kvöldsins var viðureign Dusty og LAVA sem kepptu í Inferno. LAVA hóf leikinn í sókn og náði sér snemma í þrjár lotur. Mikill stígandi var hins vegar með Dusty sem ekki bara jafnaði snarlega heldur flaug hreinlega fram úr LAVA. Eddezennn og StebbiC0C0 fóru sem eldur í sinu um kortið, Th0r náði í ás í níundu lotu og góðar grensur og mollar héldu LAVA í skefjum. Staðan í hálfleik var því 11–4 fyrir Dusty og sigurinn nánast í höfn. LAVA hélt hins vegar ró sinni í síðari hálfleik og lék mun öruggar í vörninni en þeir höfðu gert í sókninni. í 22. lotu jafnaði Spike leikinn í 11–11 en Eddezennn kom Dusty aftur yfir strax í næstu lotu á eftir. Það varð að lokum eina stigið sem Dusty fékk í síðari hálfleik því LAVA vann allar loturnar sem eftir voru, sumar lipurlega en aðrar með herkjum. LAVA er því enn sem komið er eina liðið sem tekist hefur að sjá við Dusty á þessu tímabili og er það ekki síst frábærum fléttum Instant að þakka. Staðan Dusty heldur stöðu sinni á toppnum en Þórsarar hafa jafnað þá að stigum á ný. Ofarlega og fyrir miðju töflunnar er stutt á milli liða þar sem NÚ og LAVA eru einungis einum sigri á eftir toppliðunum og Ármann, SAGA og Breiðablik fylgja fast á hælana á þeim. Viðstöðu hefur aðeins styrkt stöðu sína en Fylkir og TEN5ION hafa átt erfitt uppdráttar og reka lestina. Næstu leikir 7. umferð fer fram daga 25. og 27. október og er dagskráin eftirfarandi: Dusty – NÚ, þriðjudaginn 25/10, klukkan 19:30. Breiðablik – SAGA, þriðjudaginn 25/10, klukkan 20:30. LAVA – Ármann, fimmtudaginn 27/10, klukkan 19:30. TEN5ION – Þór, fimmtudaginn 27/10, klukkan 20:30. Fylkir – Viðstöðu, fimmtudaginn 27/10, klukkan 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Fylkir Breiðablik Þór Akureyri Tengdar fréttir Furious fantagóður í sigri Breiðabliks á NÚ Fyrsti Ofurlaugardagur Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hófst á viðureign Breiðabliks og NÚ. Breiðablik var í sjöunda sæti deildarinnar en NÚ í öðru. 15. október 2022 18:06 Kröftugur Klassy skilaði Viðstöðu sigri Hart var barist á botni Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO þegar lið TEN5ION og Viðstöðu mættust fyrr í kvöld. 15. október 2022 19:19 Dabbehhh bjargaði Þór frá því að tapa unnum leik Það var til mikils að vinna fyrir Þór og Ármann þegar liðin mættust í kvöld en þau hafa bæði látið finna fyrir sér í toppbaráttunni. 15. október 2022 20:21 Sigur SAGA aldrei í hættu með vel spilandi WZRD innanborðs SAGA mætti Fylki í næst síðasta leik Ofurlaugardagsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO. 15. október 2022 21:09 LAVA lagði Dusty! Dusty og LAVA settu endapunktinn við þennan fyrsta Ofurlaugardag Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 15. október 2022 22:21 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti
Leikir vikunnar Breiðablik 16 - 11 NÚ Furious var allt í öllu þegar Breiðablik tók á móti NÚ í Inferno kortinu. Sókn Breiðabliks var beitt á meðan NÚ lék klaufalega og náði aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn í fyrri hálfleik. Staðan var því 12–3 fyrir Breiðablik þegar liðin skiptu um hlutverk en þá lifnaði yfir leikmönnum NÚ. Pandaz hafði varla sést fram að því en reyndist mikilvægur hlekkur í endurkomu NÚ. Verkefnið reyndist að lokum of stórt, Inferno kortið er ekki sterka hlið NÚ og Breiðablik hafði betur. TEN5ION 14 – 16 Viðstöðu TEN5ION hefur leikið vel á tímabilinu, náð sér í margar lotur og farið langt með sterkari lið en ekki tekist að vinna leik hingað til. Á því varð engin breyting í Ancient í gær. TEN5ION tók forystuna snemma með góðum endurtökum en um miðbik hálfleiksins tók lið Viðstöðu við sér og komst yfir. Undir lokin tryggði TEN5ION sér þó ágætis forskot en tókst ekki að halda því þegar komið var í síðari hálfleikinn. Þegar Mozar7 og Blazter voru komnir á bragðið hjá Viðstöðu var ekkert sem gat stoppað þá og TEN5ION því enn og aftur án sigurs í deildinni. Þór 16 – 12 Ármann Þór og Ármann tókust á í hinu sígilda Dust 2 korti. Þór hafði algjöra stjórn í fyrri hálfleik þar sem Minidegreez hélt vörninni uppi með vappanum á meðan J0n og Rean sóttu mun fleiri fellur en þeir eru vanir að gera. Stemningin hjá Ármanni var í algjöru lágmarki og aðgerðir þeirra marklausar eftir því. Staðan var því 13–2 fyrir Þór í hálfleik og allt útlit fyrir að lítið væri eftir af leiknum. Ármann setti hins vegar saman gríðarsterka vörn með Varg og Ofvirkan í fantastuði allt í einu og tókst að vinna 10 lotur áður en Þórsarar gerðu á endanum út af við þá. Saga 16 – 8 Fylkir SAGA lék á als oddi gegn Fylki í Ancient og kom sprengjunni fyrir í nánast hverri einustu lotu. Fylkismenn voru blankir og vængbrotnir og réðu ekkert við andstæðingana í fyrri hálfleik. Staðan var því 12–3 SAGA í vil þegar liðin skipu um hlutverk en Fylkir gerði virðingarverða tilraun til að snúa blaðinu við. Unnu þeir nokkrar lotur snemma í síðari hálfleik en það var stutt í land fyrir SAGA sem vann leikinn um leið og vörnin hjá þeim fór að ganga upp. Dusty 12 - 16 LAVA Lokaleikur kvöldsins var viðureign Dusty og LAVA sem kepptu í Inferno. LAVA hóf leikinn í sókn og náði sér snemma í þrjár lotur. Mikill stígandi var hins vegar með Dusty sem ekki bara jafnaði snarlega heldur flaug hreinlega fram úr LAVA. Eddezennn og StebbiC0C0 fóru sem eldur í sinu um kortið, Th0r náði í ás í níundu lotu og góðar grensur og mollar héldu LAVA í skefjum. Staðan í hálfleik var því 11–4 fyrir Dusty og sigurinn nánast í höfn. LAVA hélt hins vegar ró sinni í síðari hálfleik og lék mun öruggar í vörninni en þeir höfðu gert í sókninni. í 22. lotu jafnaði Spike leikinn í 11–11 en Eddezennn kom Dusty aftur yfir strax í næstu lotu á eftir. Það varð að lokum eina stigið sem Dusty fékk í síðari hálfleik því LAVA vann allar loturnar sem eftir voru, sumar lipurlega en aðrar með herkjum. LAVA er því enn sem komið er eina liðið sem tekist hefur að sjá við Dusty á þessu tímabili og er það ekki síst frábærum fléttum Instant að þakka. Staðan Dusty heldur stöðu sinni á toppnum en Þórsarar hafa jafnað þá að stigum á ný. Ofarlega og fyrir miðju töflunnar er stutt á milli liða þar sem NÚ og LAVA eru einungis einum sigri á eftir toppliðunum og Ármann, SAGA og Breiðablik fylgja fast á hælana á þeim. Viðstöðu hefur aðeins styrkt stöðu sína en Fylkir og TEN5ION hafa átt erfitt uppdráttar og reka lestina. Næstu leikir 7. umferð fer fram daga 25. og 27. október og er dagskráin eftirfarandi: Dusty – NÚ, þriðjudaginn 25/10, klukkan 19:30. Breiðablik – SAGA, þriðjudaginn 25/10, klukkan 20:30. LAVA – Ármann, fimmtudaginn 27/10, klukkan 19:30. TEN5ION – Þór, fimmtudaginn 27/10, klukkan 20:30. Fylkir – Viðstöðu, fimmtudaginn 27/10, klukkan 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Fylkir Breiðablik Þór Akureyri Tengdar fréttir Furious fantagóður í sigri Breiðabliks á NÚ Fyrsti Ofurlaugardagur Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hófst á viðureign Breiðabliks og NÚ. Breiðablik var í sjöunda sæti deildarinnar en NÚ í öðru. 15. október 2022 18:06 Kröftugur Klassy skilaði Viðstöðu sigri Hart var barist á botni Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO þegar lið TEN5ION og Viðstöðu mættust fyrr í kvöld. 15. október 2022 19:19 Dabbehhh bjargaði Þór frá því að tapa unnum leik Það var til mikils að vinna fyrir Þór og Ármann þegar liðin mættust í kvöld en þau hafa bæði látið finna fyrir sér í toppbaráttunni. 15. október 2022 20:21 Sigur SAGA aldrei í hættu með vel spilandi WZRD innanborðs SAGA mætti Fylki í næst síðasta leik Ofurlaugardagsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO. 15. október 2022 21:09 LAVA lagði Dusty! Dusty og LAVA settu endapunktinn við þennan fyrsta Ofurlaugardag Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 15. október 2022 22:21 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti
Furious fantagóður í sigri Breiðabliks á NÚ Fyrsti Ofurlaugardagur Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hófst á viðureign Breiðabliks og NÚ. Breiðablik var í sjöunda sæti deildarinnar en NÚ í öðru. 15. október 2022 18:06
Kröftugur Klassy skilaði Viðstöðu sigri Hart var barist á botni Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO þegar lið TEN5ION og Viðstöðu mættust fyrr í kvöld. 15. október 2022 19:19
Dabbehhh bjargaði Þór frá því að tapa unnum leik Það var til mikils að vinna fyrir Þór og Ármann þegar liðin mættust í kvöld en þau hafa bæði látið finna fyrir sér í toppbaráttunni. 15. október 2022 20:21
Sigur SAGA aldrei í hættu með vel spilandi WZRD innanborðs SAGA mætti Fylki í næst síðasta leik Ofurlaugardagsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO. 15. október 2022 21:09
LAVA lagði Dusty! Dusty og LAVA settu endapunktinn við þennan fyrsta Ofurlaugardag Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 15. október 2022 22:21