Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2022 19:20 Fjöldi manns mætti á kynningu um orkunotkun Íslendinga í Hörpu í dag. Stöð 2/Egill Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Samorka fengu verkfræðistofuna Eflu til að taka saman upplýsingar um núverandi orkunotkun Íslendinga og tengja þær upplýsingar við markmið stjórnvalda varðandi orkuskipti. Í dag var kynnt heimasíða þar sem þessar upplýsingar eru settar fram með myndrænum hætti. Olían sem Íslendingar brenna samsvarar 12 teravattsstundum, hitaveitur 43 teravattsstundum og 20 teravattsstundir koma frá raforkuframleiðslu. Í megindráttum þyrftu Íslendingar að framleið 16 teravött til viðbótar af raforku til að skipta olíunni út miðað við núverandi notkun. En í dag framleiða Íslendingar um 20 teravött af raforku. Sigríður Mogensen segir mikilvægt að þjóðin hafi aðgang að skýrt fram settum upplýsingum um orkumálin.Stöð 2/Egill Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir mikilvægt að safna þessum upplýsingum saman á aðgengilegan hátt fyrir allan almenning. „Orkuskiptin sem eru framundan eru sennilega eitt stræsta hagsmunamál þjóðarinnar. Við þurfum að byggja samtalið um þetta stóra mál á staðreyndum og réttum upplýsingum. Að setja þetta fram á mannamáli skiptir sköpum þannig að þjóðin geti hafið þetta samtal,“ segir Sigríður. Kaup Íslendinga á olíu náðu hámarki árið 2018 þegar keypt voru 1,5 milljónir tonna. Samkvæmt þessum upplýsingum nota Íslendingar um milljón tonn af olíu á ári sem kosta um 100 milljarða króna. Það samsvarar verðimæti sex mánaða útflutnings sjávarafurða að sögn Sigríðar. Hér sést hvert olían sem Íslendingar flytja inn fer. Ríflega helmingur olíunnar fer á flugvélar, 26 prósent á skip, 15 prósent á stærri tæki og 7 prósent á bílaflotann. Vegna orkuskipta fyrri tíma framleiða Íslendingar 60 prósent frumorkunnar með jarðhita til húshitunar og annarra þarfa. „Staðreyndin er að 40 prósent af þeirri orku sem knýr þá hagkerfið áfram og samfélagið án húshitunar er olía. Þannig að við erum í rauninni nettó innflytjendur á orku en ekki með gnótt af orku hér eins og oft hefur verið haldið fram,“ segir Sigríður. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040 eða eftir aðeins átján ár. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- auðinda og loftslagsráðherra segir að nú væru um 1,4 teravött í nýtingarflokki rammaáætlunar. Hann segir gott að upplýsingar um stöðuna liggi fyrir. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- auðlinda- og loftslagsráðherra segir alla sammála um það nú að fyrri orkuskipti með lagningu hitaveitna hafi verið gæfuspor. Það hafi samt verið erfiðar ákvarðanir á sínum tíma.Stöð 2/Egill „Vegna þess að það liggur alveg fyrir að þau verkefni sem eru framundan í loftslagsmálum muni kalla á meiri græna orku. Það er hins vegar ekki sama hvernig það er gert og það er mjög mikilvægt að við ræðum okkur að niðurstöðu,“ segir ráðherra. Þjóðin þyrfi öll að taka þátt í umræðunni með mælanlegum markmiðum. Í dag væri væntanlega enginn á móti fyrri orkuskiptum með lagningu hitaveitna, sem byggðar hafi verið á erfiðum ákvörðunum á sínum tíma. Orkuskipti væru því gerleg og flestir sammála um markmiðin. „En við skulum bara tala um hlutina eins og þeir eru. Hver einasti Íslendingur hefur skoðanir á vindorku og hvar hún getur verið. Sömuleiðis vatnsaflið og jarðvarminn en það eru fleiri orkumöguleikar líka. Við þurfum bara að ræða okkur niður á það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Bensín og olía Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Vindorka Tengdar fréttir Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23 Mikilvægt að stuðla að því að allir geti eignast vistvæna bifreið Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki standa til að hætta að styðja við kaup á rafbílum. Markmiðin um orkuskipti til að ná markmiðum í loftslagsmálum séu afar mikilvæg. 16. september 2022 06:34 Notendagjöld í umferðinni Sem hluti af loftlagsstefnu hafa stjórnvöld nú lagt aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum. Samliða orkuskiptunum verður þó ekki litið fram hjá að huga þarf að breyttri gjaldtöku í umferðinni, en núverandi gjaldtaka hér á landi er mest í formi eldsneytisgjalds. 24. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Samorka fengu verkfræðistofuna Eflu til að taka saman upplýsingar um núverandi orkunotkun Íslendinga og tengja þær upplýsingar við markmið stjórnvalda varðandi orkuskipti. Í dag var kynnt heimasíða þar sem þessar upplýsingar eru settar fram með myndrænum hætti. Olían sem Íslendingar brenna samsvarar 12 teravattsstundum, hitaveitur 43 teravattsstundum og 20 teravattsstundir koma frá raforkuframleiðslu. Í megindráttum þyrftu Íslendingar að framleið 16 teravött til viðbótar af raforku til að skipta olíunni út miðað við núverandi notkun. En í dag framleiða Íslendingar um 20 teravött af raforku. Sigríður Mogensen segir mikilvægt að þjóðin hafi aðgang að skýrt fram settum upplýsingum um orkumálin.Stöð 2/Egill Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir mikilvægt að safna þessum upplýsingum saman á aðgengilegan hátt fyrir allan almenning. „Orkuskiptin sem eru framundan eru sennilega eitt stræsta hagsmunamál þjóðarinnar. Við þurfum að byggja samtalið um þetta stóra mál á staðreyndum og réttum upplýsingum. Að setja þetta fram á mannamáli skiptir sköpum þannig að þjóðin geti hafið þetta samtal,“ segir Sigríður. Kaup Íslendinga á olíu náðu hámarki árið 2018 þegar keypt voru 1,5 milljónir tonna. Samkvæmt þessum upplýsingum nota Íslendingar um milljón tonn af olíu á ári sem kosta um 100 milljarða króna. Það samsvarar verðimæti sex mánaða útflutnings sjávarafurða að sögn Sigríðar. Hér sést hvert olían sem Íslendingar flytja inn fer. Ríflega helmingur olíunnar fer á flugvélar, 26 prósent á skip, 15 prósent á stærri tæki og 7 prósent á bílaflotann. Vegna orkuskipta fyrri tíma framleiða Íslendingar 60 prósent frumorkunnar með jarðhita til húshitunar og annarra þarfa. „Staðreyndin er að 40 prósent af þeirri orku sem knýr þá hagkerfið áfram og samfélagið án húshitunar er olía. Þannig að við erum í rauninni nettó innflytjendur á orku en ekki með gnótt af orku hér eins og oft hefur verið haldið fram,“ segir Sigríður. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040 eða eftir aðeins átján ár. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- auðinda og loftslagsráðherra segir að nú væru um 1,4 teravött í nýtingarflokki rammaáætlunar. Hann segir gott að upplýsingar um stöðuna liggi fyrir. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- auðlinda- og loftslagsráðherra segir alla sammála um það nú að fyrri orkuskipti með lagningu hitaveitna hafi verið gæfuspor. Það hafi samt verið erfiðar ákvarðanir á sínum tíma.Stöð 2/Egill „Vegna þess að það liggur alveg fyrir að þau verkefni sem eru framundan í loftslagsmálum muni kalla á meiri græna orku. Það er hins vegar ekki sama hvernig það er gert og það er mjög mikilvægt að við ræðum okkur að niðurstöðu,“ segir ráðherra. Þjóðin þyrfi öll að taka þátt í umræðunni með mælanlegum markmiðum. Í dag væri væntanlega enginn á móti fyrri orkuskiptum með lagningu hitaveitna, sem byggðar hafi verið á erfiðum ákvörðunum á sínum tíma. Orkuskipti væru því gerleg og flestir sammála um markmiðin. „En við skulum bara tala um hlutina eins og þeir eru. Hver einasti Íslendingur hefur skoðanir á vindorku og hvar hún getur verið. Sömuleiðis vatnsaflið og jarðvarminn en það eru fleiri orkumöguleikar líka. Við þurfum bara að ræða okkur niður á það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Bensín og olía Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Vindorka Tengdar fréttir Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23 Mikilvægt að stuðla að því að allir geti eignast vistvæna bifreið Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki standa til að hætta að styðja við kaup á rafbílum. Markmiðin um orkuskipti til að ná markmiðum í loftslagsmálum séu afar mikilvæg. 16. september 2022 06:34 Notendagjöld í umferðinni Sem hluti af loftlagsstefnu hafa stjórnvöld nú lagt aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum. Samliða orkuskiptunum verður þó ekki litið fram hjá að huga þarf að breyttri gjaldtöku í umferðinni, en núverandi gjaldtaka hér á landi er mest í formi eldsneytisgjalds. 24. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23
Mikilvægt að stuðla að því að allir geti eignast vistvæna bifreið Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki standa til að hætta að styðja við kaup á rafbílum. Markmiðin um orkuskipti til að ná markmiðum í loftslagsmálum séu afar mikilvæg. 16. september 2022 06:34
Notendagjöld í umferðinni Sem hluti af loftlagsstefnu hafa stjórnvöld nú lagt aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum. Samliða orkuskiptunum verður þó ekki litið fram hjá að huga þarf að breyttri gjaldtöku í umferðinni, en núverandi gjaldtaka hér á landi er mest í formi eldsneytisgjalds. 24. ágúst 2022 09:31