Rafmagnslaust eftir áframhaldandi loftárásir Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 08:44 Götutónlistarmenn iðka list sína á torgi í Kænugarði þar sem slökkt hefur verið á raflýsingu. Rafmagnsleysi hrjáir stóran hluta Úkraínu vegna loftárása Rússa á orkuinnviði. AP/Emilio Morenatti Fjöldi bæja og þorpa og hluti tveggja borga eru án rafmagns eftir áframhaldandi flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði síðasta sólarhringinn. Volodýmýr Selenskíj forseti hvatti landsmenn til þess að spara orku eins og þeir gætu í gærkvöldi. Rússar hafa haldið uppi stöðugum loftárásum á grunninnviði í Úkraínu eftir að Kertsj-brúin sem tengir Krímskaga við Rússland var sprengd í loft upp um þar síðustu helgi. Á meðal skotmarkanna eru spennistöðvar og raflínur. Rafmagns- og vatnslaust er í hluta borgarinnar Enerhodar nærri Saporisjía-kjarnorkuverinu eftir sprengjuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá hæfðu flugskeyti orkuinnviði nærri borginni Kryvíj Rih í Miðsuður-Úkraínu. Tjónið olli rafmagnsleysi í þorpum, bæjum og einu hverfi borgarinnar, að sögn héraðsstjórans þar. Selenskíj forseti fullyrti í tísti í gær að nærri því þriðjungur orkuvera landsins væru eyðilagðar eftir spengjuárásir Rússa frá 10. október. Það hafi valdið meiriháttar rafmagnsleysi. Í daglegu sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöldi hvatti Selenskíj landa sína til þess að slökkva á raftækjum og að fara almennt sparlega með rafmagn á háannatíma til að hjálpa öllu landinu. Vestræn ríki hafa lofað Úkraínumönnum loftvarnarkerfum til þess að verjast árásum Rússa. Selenskíj sagði í ávarpinu að þýskt kerfi sem væri nýkomið í notkun gæfi nú þegar góða raun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Rússar hafa haldið uppi stöðugum loftárásum á grunninnviði í Úkraínu eftir að Kertsj-brúin sem tengir Krímskaga við Rússland var sprengd í loft upp um þar síðustu helgi. Á meðal skotmarkanna eru spennistöðvar og raflínur. Rafmagns- og vatnslaust er í hluta borgarinnar Enerhodar nærri Saporisjía-kjarnorkuverinu eftir sprengjuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá hæfðu flugskeyti orkuinnviði nærri borginni Kryvíj Rih í Miðsuður-Úkraínu. Tjónið olli rafmagnsleysi í þorpum, bæjum og einu hverfi borgarinnar, að sögn héraðsstjórans þar. Selenskíj forseti fullyrti í tísti í gær að nærri því þriðjungur orkuvera landsins væru eyðilagðar eftir spengjuárásir Rússa frá 10. október. Það hafi valdið meiriháttar rafmagnsleysi. Í daglegu sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöldi hvatti Selenskíj landa sína til þess að slökkva á raftækjum og að fara almennt sparlega með rafmagn á háannatíma til að hjálpa öllu landinu. Vestræn ríki hafa lofað Úkraínumönnum loftvarnarkerfum til þess að verjast árásum Rússa. Selenskíj sagði í ávarpinu að þýskt kerfi sem væri nýkomið í notkun gæfi nú þegar góða raun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19
Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17