Forsetinn segir rússneskar sveitir hafa komið fyrir sprengjum við stífluna og allt áveitukerfið, sem spannar um 400 kílómetra, sé í hættu. Ef Rússum tækist ætlunarverk sitt væri úti um Norður-Krímskaga skurðinn, sem myndi hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér.
Selenskí segir eyðileggingu vatnsaflsvirkjunarinnar og stíflunar jafngilda notkun kjarnorkuvopna.
Breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegri stöðuuppfærslu um átökin í Úkraínu að yfirlýsingar Rússa og Hvít-Rússa um aukinn viðbúnað á landamærunum að Úkraínu hafi líklega verið ætlað að fá Úkraínumenn til að dreifa liðsafla sínum og senda fleiri sveitir að landamærunum.
Þá hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að Íranir komi nú að átökunum með beinum hætti, með því að hafa sent mannafla til Krímskaga til að þjálfa Rússa í notkun íranskra dróna og veita þeim tæknilegan stuðning. Þeir telja þó ekki að Íranir séu bókstaflega að fljúga drónunum.
Today hundreds of Iranian drones are undergoing "test runs" on our land,killing civilians.
— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 20, 2022
These drones were not intended for use against .
To have a strategic advantage over its enemy, Israel should conduct a test run of its air defenses. #UAarmy is the best testing ground.