Annar stórsigur Börsunga í röð Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. október 2022 21:00 Robert Lewandowski. Getty/Alex Caparros Barcelona hefur svarað tapinu gegn Real Madrid á dögunum af krafti í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í kvöld fengu Börsungar heimsókn frá Athletic Bilbao en Barcelona vann Villarreal í vikunni, 3-0. Heimamenn gáfu strax tóninn því á tólftu mínútu opnaði Ousmane Dembele markareikninginn eftir stoðsendingu Robert Lewandowski. Sergi Roberto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar eftir undirbúning Dembele og á 22.mínútu var komið að Lewandowski að skora eftir stoðsendingu frá Dembele. Dembele fullkomnaði stoðsendingaþrennu sína í síðari hálfleik þegar hann lagði upp fjórða mark Barcelona fyrir Ferran Torres. Lokatölur 4-0 fyrir Barcelona sem er þremur stigum á eftir Real Madrid. Spænski boltinn
Barcelona hefur svarað tapinu gegn Real Madrid á dögunum af krafti í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í kvöld fengu Börsungar heimsókn frá Athletic Bilbao en Barcelona vann Villarreal í vikunni, 3-0. Heimamenn gáfu strax tóninn því á tólftu mínútu opnaði Ousmane Dembele markareikninginn eftir stoðsendingu Robert Lewandowski. Sergi Roberto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar eftir undirbúning Dembele og á 22.mínútu var komið að Lewandowski að skora eftir stoðsendingu frá Dembele. Dembele fullkomnaði stoðsendingaþrennu sína í síðari hálfleik þegar hann lagði upp fjórða mark Barcelona fyrir Ferran Torres. Lokatölur 4-0 fyrir Barcelona sem er þremur stigum á eftir Real Madrid.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti