Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 10:18 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi en í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að réttindi þeirra sem fá synjun um alþjóðlega vernd falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa örlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Kristrún telur frumvarpið ekki til bóta. „Ég held að stóra myndin sé sú að þetta frumvarp tekur einfaldlega ekki á þeim áskorunum sem við erum að eiga við í dag. Við tókum þá eðlilegu ákvörðun að taka á móti hópi fólks á flótta hér í dag, meðal annars út af stríði í Evrópu, og forgangsatriðið á auðvitað að vera að sinna þeirri skuldbindingu vel; til að mynda að styrkja innviðina til þess að taka nógu vel á móti þessum hópi,“ segir Kristrún Hún segir frumvarpið ekki styrkja þá innviði og klári til að mynda ekki rammasamning ríkis við sveitarfélög, sem fjölgi sveitarfélögum sem tekið geta á móti fólki á flótta. „Mér finnst mjög eðlilegt að þjóðin og almenningur vilji vitræna og raunsæja umræðu um þennan málaflokk til lengri tíma. En þessi akút-vandi sem er verið að lýsa í dag, hann verður ekki leystur með þessu frumvarpi. Mér finnst aðalmálið að áherslurnar séu á réttum stöðum þessa dagana – ekki á sérstökum tillögum sem kannski erfitt hefur verið að koma í gegnum þingið – heldur að við setjum áhersluna á þar sem vandinn hefur verið í dag og leysum það innviðamegin,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi en í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að réttindi þeirra sem fá synjun um alþjóðlega vernd falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa örlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Kristrún telur frumvarpið ekki til bóta. „Ég held að stóra myndin sé sú að þetta frumvarp tekur einfaldlega ekki á þeim áskorunum sem við erum að eiga við í dag. Við tókum þá eðlilegu ákvörðun að taka á móti hópi fólks á flótta hér í dag, meðal annars út af stríði í Evrópu, og forgangsatriðið á auðvitað að vera að sinna þeirri skuldbindingu vel; til að mynda að styrkja innviðina til þess að taka nógu vel á móti þessum hópi,“ segir Kristrún Hún segir frumvarpið ekki styrkja þá innviði og klári til að mynda ekki rammasamning ríkis við sveitarfélög, sem fjölgi sveitarfélögum sem tekið geta á móti fólki á flótta. „Mér finnst mjög eðlilegt að þjóðin og almenningur vilji vitræna og raunsæja umræðu um þennan málaflokk til lengri tíma. En þessi akút-vandi sem er verið að lýsa í dag, hann verður ekki leystur með þessu frumvarpi. Mér finnst aðalmálið að áherslurnar séu á réttum stöðum þessa dagana – ekki á sérstökum tillögum sem kannski erfitt hefur verið að koma í gegnum þingið – heldur að við setjum áhersluna á þar sem vandinn hefur verið í dag og leysum það innviðamegin,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34
Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41
Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00