„Ef við gleymum að tala til barna og unglinga þá staðnar kirkjan“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 12:23 Drífa Hjartardóttir er forseti kirkjuþings. Vísir/Vilhelm/Þjóðkirkjan Kirkjuþing var sett við sérstaka athöfn í þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar klukkan 10 í morgun. Nýtt tímabil er að hefjast sem mun standa yfir í fjögur ár. Forseti kirkjuþings segir mestu máli skipta að virkja unga fólkið. Sautján nýir þingfulltrúar koma nú saman í fyrsta sinn á tímabilinu en þingið samanstendur af 29 þingfulltrúum. Þingið fer yfirleitt fram í tveimur lotum á ári, á vorin og á haustin, og stendur yfir í þrjá eða fjóra daga í senn. Það fer meðal annars með fjárstjórnarvald, mótar stefnu kirkjunnar og setur reglur. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings leggur mesta áherslu á æskulýðsmálin. „Þau eru náttúrulega svo mikilvæg af því að ef við gleymum að tala til barna og unglinga og ungra fjölskyldna þá staðnar kirkjan. Því að kirkjan verður að vera lifandi og við verðum að uppfræða unga sem aldna, en fræðsla fyrir ungt fólk og börn er það mikilvægasta í dag að mínu mati,“ segir Drífa. Virkja þurfi kirkjuna Hún segir mikilvægt að kirkjan verði áberandi í samfélaginu; að virkja þurfi kirkjuna. „Ég vil að kirkjan taki þátt í samfélagsumræðunni. Ef að okkur misbýður eitthvað þá eigum við að skipta okkur af því. Kirkjan er lifandi samfélag og í kirkjunni erum við yfir 200 þúsund og kirkjan hefur margar raddir. Það er ekki ein rödd, hún hefur margar raddir, og þessar raddir verða að fá að heyrast. Ég legg mikla áherslu á það að fólk veigri sér ekki við því að viðurkenna að það sé kristið og vilji taka þátt í kristilegu samfélagi,“ segir Drífa. Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Sautján nýir þingfulltrúar koma nú saman í fyrsta sinn á tímabilinu en þingið samanstendur af 29 þingfulltrúum. Þingið fer yfirleitt fram í tveimur lotum á ári, á vorin og á haustin, og stendur yfir í þrjá eða fjóra daga í senn. Það fer meðal annars með fjárstjórnarvald, mótar stefnu kirkjunnar og setur reglur. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings leggur mesta áherslu á æskulýðsmálin. „Þau eru náttúrulega svo mikilvæg af því að ef við gleymum að tala til barna og unglinga og ungra fjölskyldna þá staðnar kirkjan. Því að kirkjan verður að vera lifandi og við verðum að uppfræða unga sem aldna, en fræðsla fyrir ungt fólk og börn er það mikilvægasta í dag að mínu mati,“ segir Drífa. Virkja þurfi kirkjuna Hún segir mikilvægt að kirkjan verði áberandi í samfélaginu; að virkja þurfi kirkjuna. „Ég vil að kirkjan taki þátt í samfélagsumræðunni. Ef að okkur misbýður eitthvað þá eigum við að skipta okkur af því. Kirkjan er lifandi samfélag og í kirkjunni erum við yfir 200 þúsund og kirkjan hefur margar raddir. Það er ekki ein rödd, hún hefur margar raddir, og þessar raddir verða að fá að heyrast. Ég legg mikla áherslu á það að fólk veigri sér ekki við því að viðurkenna að það sé kristið og vilji taka þátt í kristilegu samfélagi,“ segir Drífa.
Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira