Boris Johnson gefur ekki kost á sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. október 2022 20:15 Búist var við því að Boris Johnson gæfi kost á sér fyrir leiðtogakjörið, aðeins rúmum einum og hálfum mánuði eftir að hafa sagt af sér forsætisráðherraembættinu. EPA Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. Greint var frá því í kvöld að Johnson hafi beðið Penny Mordaunt að hætta við framboð sitt til leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt heimildarmönnum breskra fjölmiðla innan úr þingheimi hafnaði Mordaunt þeirri beiðni. Johnson hafði ekki formlega tilkynnt um framboð sitt en hann sneri snemma úr fríi á karabíska hafinu á föstudag til að kanna hvernig landið lægi fyrir leiðtogakjörið. Johnson hafði jafnframt kallað saman nokkra fyrrverandi ráðherra í stuðningslið hans, þar á meðal Jacob Rees Mogg, James Cleverley og Nadim Zahawi. Guardian greinir nú frá því að Johnson hafi aðeins notið stuðnings 60 þingmanna flokksins, nokkuð langt frá þeim 100 sem þarf til að vera tilnefndur af flokknum í sjálft leiðtogakjörið sem áformað er að fari fram eftir viku. Ætlar að sækja til sigurs árið 2024 Í yfirlýsingu segist Johnson þakklátur fyrir þann stuðning sem honum var sýndur á síðustu dögum. „Það var mjög freistandi að bjóða sig fram þar sem ég leiddi okkur til stórsigurs fyrir þremur árum, og því trúi ég að ég sé enn í kjörstöðu til að sigra kosningar á ný,“ segir í yfirlýsingu Johnsons. Johnson segist þá sjálfur hafa tryggt sér stuðning 102 þingmanna og segir góðar líkur á að hann myndi geta unnið kjörið og komist aftur í Downing stræti 10 á föstudag. „En á síðustu dögum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega ekki það rétta í stöðunni. Þú getur ekki stjórnað almennilega nema þú hafir sameinaðan flokk á bak við þig,“ segir Johnson en bætir við að hann ætli að leiða flokkinn til sigurs í almennum kosningum árið 2024. Reyndi sitt besta með Sunak og Mordaunt „Og þó ég hafi leitað til bæði Rishi (Sunak) og Penny (Mordaunt) - þar sem ég vonaðist til að við gætum sameinast, þjóðarhagsmuna vegna - höfum við ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.“ Því sé það best að láta ekki tilnefna sig og styðja fremur þann sem þarf á því að halda. „Ég hef margt fram að færa en ég trúi því að nú sé einfaldlega ekki rétti tíminn til þess,“ segir í lok yfirlýsingar. Sem stendur er Rishi Sunak sá eini sem hefur staðfest nægilega marga þingmenn á bak við sig. Samkvæmt BBC nýtur Sunak stuðnings 147 þingmanna en Penny Mordaunt aðeins 24 þingmanna. Hún mun því reyna sitt besta að ná stuðningsmönnum Johnsons á sitt band áður en tilnefningafrestur rennur út á morgun. Af framansögðu leiðir að Sunak á sigurinn vísan. Bretland Tengdar fréttir Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Greint var frá því í kvöld að Johnson hafi beðið Penny Mordaunt að hætta við framboð sitt til leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt heimildarmönnum breskra fjölmiðla innan úr þingheimi hafnaði Mordaunt þeirri beiðni. Johnson hafði ekki formlega tilkynnt um framboð sitt en hann sneri snemma úr fríi á karabíska hafinu á föstudag til að kanna hvernig landið lægi fyrir leiðtogakjörið. Johnson hafði jafnframt kallað saman nokkra fyrrverandi ráðherra í stuðningslið hans, þar á meðal Jacob Rees Mogg, James Cleverley og Nadim Zahawi. Guardian greinir nú frá því að Johnson hafi aðeins notið stuðnings 60 þingmanna flokksins, nokkuð langt frá þeim 100 sem þarf til að vera tilnefndur af flokknum í sjálft leiðtogakjörið sem áformað er að fari fram eftir viku. Ætlar að sækja til sigurs árið 2024 Í yfirlýsingu segist Johnson þakklátur fyrir þann stuðning sem honum var sýndur á síðustu dögum. „Það var mjög freistandi að bjóða sig fram þar sem ég leiddi okkur til stórsigurs fyrir þremur árum, og því trúi ég að ég sé enn í kjörstöðu til að sigra kosningar á ný,“ segir í yfirlýsingu Johnsons. Johnson segist þá sjálfur hafa tryggt sér stuðning 102 þingmanna og segir góðar líkur á að hann myndi geta unnið kjörið og komist aftur í Downing stræti 10 á föstudag. „En á síðustu dögum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega ekki það rétta í stöðunni. Þú getur ekki stjórnað almennilega nema þú hafir sameinaðan flokk á bak við þig,“ segir Johnson en bætir við að hann ætli að leiða flokkinn til sigurs í almennum kosningum árið 2024. Reyndi sitt besta með Sunak og Mordaunt „Og þó ég hafi leitað til bæði Rishi (Sunak) og Penny (Mordaunt) - þar sem ég vonaðist til að við gætum sameinast, þjóðarhagsmuna vegna - höfum við ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.“ Því sé það best að láta ekki tilnefna sig og styðja fremur þann sem þarf á því að halda. „Ég hef margt fram að færa en ég trúi því að nú sé einfaldlega ekki rétti tíminn til þess,“ segir í lok yfirlýsingar. Sem stendur er Rishi Sunak sá eini sem hefur staðfest nægilega marga þingmenn á bak við sig. Samkvæmt BBC nýtur Sunak stuðnings 147 þingmanna en Penny Mordaunt aðeins 24 þingmanna. Hún mun því reyna sitt besta að ná stuðningsmönnum Johnsons á sitt band áður en tilnefningafrestur rennur út á morgun. Af framansögðu leiðir að Sunak á sigurinn vísan.
Bretland Tengdar fréttir Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21