Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 13:03 Rishi Sunak, mun taka við embætti forsætisráðherra Bretlands. AP/Aberto Pezzali Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig til hlés í gær. Mordaunt tókst ekki að verða sér út um stuðning þeirra hundrað þingmanna flokksins sem þarf til að eiga möguleika á því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Sky News segir fáa þingmenn hafa viljað lýsa yfir stuðningi við hana en að stuðningsmönnum Sunaks hafi fjölgað í morgun. Sjá einnig: Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Í yfirlýsingu sem Mordaunt sendi frá sér í hádeginu sagði hún Breta ganga í gegnum fordæmalausa tíma. Ljóst væri að þingmönnum fyndist þörf á stöðugleika. pic.twitter.com/w76rEvJdyQ— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 24, 2022 Einungis sjö vikur eru síðan sambærileg barátta um leiðtogaembættið fór fram innan Íhaldsflokksins. Þá sigraði Liz Truss Sunak með miklum yfirburðum. Forsætisráðherratíð hennar varði ekki lengi. Truss lét af embætti þegar henni varð ljóst að efnahagsaðgerðir sem hún vildi fara í nutu mjög lítillar hylli innan Íhaldsflokksins og meðal bresku þjóðarinnar. Sjá einnig: Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Truss varð þar með sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Sjá einnig: Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Sunak er 42 ára gamall og foreldrar hans voru af indverskum uppruna. Hann verður því fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem á rætur að rekja til Indlands og um leið fyrsti forsætisráðherrann sem er ekki hvítur á hörund. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnsons. Hann tók við því embætti um vorið 2020 og var því við stjórnina í fjármálaráðuneytinu gegnum versta tíma faraldurs Covid. BBC segir að þá hafi vinsældir hans aukist nokkuð á landsvísu. Það voru Sunak og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sem voru fyrstir til að segja af sér úr þeirri ríkisstjórn vegna ítrekaðra hneykslismála Johnsons. Sunak og Akshata Murty, eiginkona hans, eru mjög auðug. Sunak hefur verið gagnrýndur vegna þessa og þá sérstaklega með tilliti til þess að hann er sagður eiga erfitt með að setja sig í spor almennings varðandi hækkandi verð í Bretlandi. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15 Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53 Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig til hlés í gær. Mordaunt tókst ekki að verða sér út um stuðning þeirra hundrað þingmanna flokksins sem þarf til að eiga möguleika á því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Sky News segir fáa þingmenn hafa viljað lýsa yfir stuðningi við hana en að stuðningsmönnum Sunaks hafi fjölgað í morgun. Sjá einnig: Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Í yfirlýsingu sem Mordaunt sendi frá sér í hádeginu sagði hún Breta ganga í gegnum fordæmalausa tíma. Ljóst væri að þingmönnum fyndist þörf á stöðugleika. pic.twitter.com/w76rEvJdyQ— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 24, 2022 Einungis sjö vikur eru síðan sambærileg barátta um leiðtogaembættið fór fram innan Íhaldsflokksins. Þá sigraði Liz Truss Sunak með miklum yfirburðum. Forsætisráðherratíð hennar varði ekki lengi. Truss lét af embætti þegar henni varð ljóst að efnahagsaðgerðir sem hún vildi fara í nutu mjög lítillar hylli innan Íhaldsflokksins og meðal bresku þjóðarinnar. Sjá einnig: Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Truss varð þar með sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Sjá einnig: Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Sunak er 42 ára gamall og foreldrar hans voru af indverskum uppruna. Hann verður því fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem á rætur að rekja til Indlands og um leið fyrsti forsætisráðherrann sem er ekki hvítur á hörund. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnsons. Hann tók við því embætti um vorið 2020 og var því við stjórnina í fjármálaráðuneytinu gegnum versta tíma faraldurs Covid. BBC segir að þá hafi vinsældir hans aukist nokkuð á landsvísu. Það voru Sunak og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sem voru fyrstir til að segja af sér úr þeirri ríkisstjórn vegna ítrekaðra hneykslismála Johnsons. Sunak og Akshata Murty, eiginkona hans, eru mjög auðug. Sunak hefur verið gagnrýndur vegna þessa og þá sérstaklega með tilliti til þess að hann er sagður eiga erfitt með að setja sig í spor almennings varðandi hækkandi verð í Bretlandi.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15 Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53 Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15
Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53
Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02