Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 17:10 Auðjöfurinn Elon Musk ætlar að kaupa Twitter og taka fyrirtækið af markaði. Getty/Muhammed Selim Korkutata Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. Stjórnendum Twitter hefur reynst erfitt í gegnum árin að fá það til að skila hagnaði. Verði af sameiningunni og gangi spár greinenda eftir, mun það þó verða mun erfiðara þar sem árlegar vaxtagreiðslur Twitter munu fara úr rúmlegan milljarð dala á ári hverju en fyrirtækið greiddi um 51 milljón dala í vaxtagreiðslur árið 2021, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Vaxtagreiðslurnar gætu orðið hærri vegna hækkandi vaxta en síðustu fimm ár hefur hagnaður Twitter, fyrir skatta, verið um sjö hundruð milljónir dala. Auknar vaxtagreiðslur munu líklegast leiða til þess að fyrirtækið þurfi að leita nýrra tekjuleiða en í frétt WSJ segir að rekstrarumhverfi Twitter og annarra samfélagsmiðlafyrirtækja hafi versnað. Slík fyrirtæki hafi mætt mótvindi varðandi netauglýsingar. Elon Musk hefur sagt að hann hafi áhyggjur af því að kostnaður verði hærri en tekjur Twitter eftir yfirtökuna en hann stefnir á að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Þá hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt að til standi að fækka starfsfólki Twitter töluvert. Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Auðjöfurinn sagði að þær upplýsingar væru nauðsynlegar svo hann gæti metið raunverulegt verðmæti Twitter. Þetta gerði hann þó eftir að hafa skrifað undir kaupsamning og hófust málaferli. Skömmu eftir að þau hófust lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að standa við samninginn. Twitter Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Sjá meira
Stjórnendum Twitter hefur reynst erfitt í gegnum árin að fá það til að skila hagnaði. Verði af sameiningunni og gangi spár greinenda eftir, mun það þó verða mun erfiðara þar sem árlegar vaxtagreiðslur Twitter munu fara úr rúmlegan milljarð dala á ári hverju en fyrirtækið greiddi um 51 milljón dala í vaxtagreiðslur árið 2021, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Vaxtagreiðslurnar gætu orðið hærri vegna hækkandi vaxta en síðustu fimm ár hefur hagnaður Twitter, fyrir skatta, verið um sjö hundruð milljónir dala. Auknar vaxtagreiðslur munu líklegast leiða til þess að fyrirtækið þurfi að leita nýrra tekjuleiða en í frétt WSJ segir að rekstrarumhverfi Twitter og annarra samfélagsmiðlafyrirtækja hafi versnað. Slík fyrirtæki hafi mætt mótvindi varðandi netauglýsingar. Elon Musk hefur sagt að hann hafi áhyggjur af því að kostnaður verði hærri en tekjur Twitter eftir yfirtökuna en hann stefnir á að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Þá hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt að til standi að fækka starfsfólki Twitter töluvert. Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Auðjöfurinn sagði að þær upplýsingar væru nauðsynlegar svo hann gæti metið raunverulegt verðmæti Twitter. Þetta gerði hann þó eftir að hafa skrifað undir kaupsamning og hófust málaferli. Skömmu eftir að þau hófust lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að standa við samninginn.
Twitter Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Sjá meira