Sýknuð af lyfjaakstri vegna ávísunar fra lækni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 13:12 Þjóðvegur 1. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið sýknuð af því að aka undir áhrifjum slævandi lyfja. Konan var sýknuð á þeim grundvelli að læknir hafði ávísað lyfinu, hún hafi byggt upp þol gagnvart því og að ósannað væri að konan hafi verið undir áhrifum umræddra lyfja við aksturinn. Málið má rekja til þess að konan var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur þann 1. september árið 2020. Varð hún fyrir því óhappi að velta bíl sínum. Var konan flutt af vettvangi slyssins á sjúkrahús í Reykjavík. Þar var tekið úr henni blóðsýni sem leiddi í ljós að í blóði hennar mátti finna lyfin Nordíazepam og Búprenorfín í blóði hennar. Í matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja og eiturefnafræðum vegna málsins kom fram að gera mætti ráð fyrir því að konan hafi ekki getað stjórnað bílnum öruggelga vegna áhrifa lyfjanna. Var konan ákærð fyrir akstur undir áhrifjum lyfja. Framburður lækna skipti sköpum Fyrir dómi neitaði konan sök. Sagði hún að frá árinu 2019 hafi hún tekið lyfið Suboxone, sem innihheldur búprenorfín að morgni hvers dags, auk annarra lyfja yfir daginn, öll skömmtuð af heimahjúkrun. Taldi hún sig ekki hafa fundið fyrir áhrifjum lyfja við aksturinn. Yfirlæknir á ótilgreindu sjúkrahúsi bar vitni fyrir dómi og sagði konuna vera skjólstæðing sinn. Hann hafi ávísað lyfinu sem ætti eitt og sér ekki að skerða akstursgetu þeirra sem taki það inn. Læknir sem kom á slysstað og sinnti ökumanninum bar einnig vitni og kom fram í máli hans að ökumaðurinn hafi verið ágætlega áttaður eftir slysið. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands er vísað í framburð læknis konunar um að búprenorfín hefði ekki áhrif á hæfni fólks til akstur þegar lyfið er tekið eftir ráðleggingum læknis. Þá var einnig vísað í framburð læknisins sem kom á slysstað og segir héraðsdómur að framburður hans bendi ekki til að konan hafi verið undir áhrifum lyfja. Var konan því sýknuð af akstri undir áhrifum lyfja í umrætt skipti. Samgöngur Dómsmál Samgönguslys Lyf Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Málið má rekja til þess að konan var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur þann 1. september árið 2020. Varð hún fyrir því óhappi að velta bíl sínum. Var konan flutt af vettvangi slyssins á sjúkrahús í Reykjavík. Þar var tekið úr henni blóðsýni sem leiddi í ljós að í blóði hennar mátti finna lyfin Nordíazepam og Búprenorfín í blóði hennar. Í matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja og eiturefnafræðum vegna málsins kom fram að gera mætti ráð fyrir því að konan hafi ekki getað stjórnað bílnum öruggelga vegna áhrifa lyfjanna. Var konan ákærð fyrir akstur undir áhrifjum lyfja. Framburður lækna skipti sköpum Fyrir dómi neitaði konan sök. Sagði hún að frá árinu 2019 hafi hún tekið lyfið Suboxone, sem innihheldur búprenorfín að morgni hvers dags, auk annarra lyfja yfir daginn, öll skömmtuð af heimahjúkrun. Taldi hún sig ekki hafa fundið fyrir áhrifjum lyfja við aksturinn. Yfirlæknir á ótilgreindu sjúkrahúsi bar vitni fyrir dómi og sagði konuna vera skjólstæðing sinn. Hann hafi ávísað lyfinu sem ætti eitt og sér ekki að skerða akstursgetu þeirra sem taki það inn. Læknir sem kom á slysstað og sinnti ökumanninum bar einnig vitni og kom fram í máli hans að ökumaðurinn hafi verið ágætlega áttaður eftir slysið. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands er vísað í framburð læknis konunar um að búprenorfín hefði ekki áhrif á hæfni fólks til akstur þegar lyfið er tekið eftir ráðleggingum læknis. Þá var einnig vísað í framburð læknisins sem kom á slysstað og segir héraðsdómur að framburður hans bendi ekki til að konan hafi verið undir áhrifum lyfja. Var konan því sýknuð af akstri undir áhrifum lyfja í umrætt skipti.
Samgöngur Dómsmál Samgönguslys Lyf Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira