Svandís fari með fleipur um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2022 15:48 Jóhannes Sturlaugsson varð furðu lostinn þegar hann sá í Fréttablaðinu það haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að ekki liggi fyrir staðfest erfðablöndun milli villtra laxa og eldislaxa. Það er einfaldlega rangt. vísir/vilhelm/aðsend Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, sérfræðingur um laxfiska, segir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hreinlega fara með rangt mál þegar hún heldur því fram að ekki liggi fyrir staðfest erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa. Jóhannes rak upp stór augu þegar hann las frétt Fréttablaðsins undir þessari fyrirsögn: „Ekki staðfest erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum“ þá með vísan til svara Svandísar þar um á þinginu. Jóhannes hefur ritað Svandísi afdráttarlaust bréf vegna málsins og farið fram á fund með ráðherra. Í bréfi hans segir að þarna sé „ranglega farið með staðreyndir“ og meðfylgjandi er skýrsla frá í febrúar á þessu ári „Stofngerð laxastofna og hlutdeild eldislaxa úr sjókvíaeldi í Fífustaðadalsá og Selárdalsá - Greinargerð til Fiskræktarsjóðs". Skýrsluna má finna hér neðar í „tengdum skjölum“. Ótrúlegar fréttir um þekkingarleysi ráðherra Jóhannes furðar sig á því sem vinnubrögðum sem hann segir búa að baki rangri fullyrðingu Svandísar, að vegna þess að ekki hafi verið skráðir stofnar á tilteknu svæði þá séu þeir ekki til. Í samtali við Vísi segir hann að þessu megi líkja við það ef ekki hefðu verið til staðar talningar á örnum á Íslandi á sínum tíma þá væri niðurstaðan sú að ekki tæki því að vernda arnastofninn. „Þetta eru galin vísindi. Ef mönnum er alveg sama um laxastofninn þá verða menn bara að segja það og koma til dyranna eins og þeir eru klæddir,“ segir Jóhannes. Sjókvíaeldið verður umdeildara og umdeildara. Jóhannes segir að menn verði bara að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Ef mönnum stendur á sama um villta laxastofninn, þá eigi þeir að segja það því erfðablöndun er einfaldlega staðreynd.vísir/vilhelm Í bréfi hans til Svandísar tæpir hann á niðurstöðum skýrslunnar sem staðfesta erfðablöndun í íslenskum ám á milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum. Skýrslan hafði ekki verið gerð aðgengileg á vefnum þar sem unnið var að ritrýndum greinaskrifum á grunni þeirra niðurstaðna sem fjallað er um í henni. „Í ljósi ótrúlegra frétta dagsins sem birtar eru í Fréttablaðinu þar sem staðhæft er að slík erfðablöndun sé ekki til staðar í ám hérlendis þá er hér brugðist við með því að koma umræddum niðurstöðum á framfæri sem vitna um hið gagnstæða,“ segir Jóhannes í bréfi til ráðherra. Vill leiðrétta rangfærslur í ráðuneytinu Jóhannes segir jafnframt fróðlegt að benda á tilvik úr sömu rannsókn; þar sem stofngerð uppvaxandi laxaseiðis í Selá í Steingrímsfirði vitnaði um að báðir foreldrarnir reyndust hafa verið eldislaxar. „Þetta sýnir að í íslenskum ám sem fóstra villta laxastofna er nú þegar að finna erfðablandaða laxa og hreina eldislaxa frá hrygningu í þeim ám.“ Í bréfinu óskar Jóhannes eftir fundi með Svandísi vegna þess forsvars sem hún hefur að gegna í málaflokknum þá með það fyrir augum að koma á framfæri upplýsingum um hvernig bæta megi opinbera stjórnsýslu er tekur til eldis á laxi í opnum sjókvíum hér við land. Tengd skjöl Stofngerð_laxastofna_og_hlutdeild_eldislaxa_-_Fifustadalsa_og_Selardalsa_-greinargerd_februar_2022PDF506KBSækja skjal Alþingi Lax Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til. 5. nóvember 2021 16:25 Óþolandi refhvörf í laxeldinu Fyrirtækjunum Norðanfiski og Fisherman hefur, samkvæmt úrskurði Neytendastofu, verið bannað að nota villandi fullyrðingar í markaðssetningu á vöru sinni þess efnis að um sé að ræða vistvæna framleiðslu. Þau geti ekki sýnt fram á neitt slíkt. 23. september 2022 16:24 Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins. 2. september 2021 11:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira
Jóhannes rak upp stór augu þegar hann las frétt Fréttablaðsins undir þessari fyrirsögn: „Ekki staðfest erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum“ þá með vísan til svara Svandísar þar um á þinginu. Jóhannes hefur ritað Svandísi afdráttarlaust bréf vegna málsins og farið fram á fund með ráðherra. Í bréfi hans segir að þarna sé „ranglega farið með staðreyndir“ og meðfylgjandi er skýrsla frá í febrúar á þessu ári „Stofngerð laxastofna og hlutdeild eldislaxa úr sjókvíaeldi í Fífustaðadalsá og Selárdalsá - Greinargerð til Fiskræktarsjóðs". Skýrsluna má finna hér neðar í „tengdum skjölum“. Ótrúlegar fréttir um þekkingarleysi ráðherra Jóhannes furðar sig á því sem vinnubrögðum sem hann segir búa að baki rangri fullyrðingu Svandísar, að vegna þess að ekki hafi verið skráðir stofnar á tilteknu svæði þá séu þeir ekki til. Í samtali við Vísi segir hann að þessu megi líkja við það ef ekki hefðu verið til staðar talningar á örnum á Íslandi á sínum tíma þá væri niðurstaðan sú að ekki tæki því að vernda arnastofninn. „Þetta eru galin vísindi. Ef mönnum er alveg sama um laxastofninn þá verða menn bara að segja það og koma til dyranna eins og þeir eru klæddir,“ segir Jóhannes. Sjókvíaeldið verður umdeildara og umdeildara. Jóhannes segir að menn verði bara að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Ef mönnum stendur á sama um villta laxastofninn, þá eigi þeir að segja það því erfðablöndun er einfaldlega staðreynd.vísir/vilhelm Í bréfi hans til Svandísar tæpir hann á niðurstöðum skýrslunnar sem staðfesta erfðablöndun í íslenskum ám á milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum. Skýrslan hafði ekki verið gerð aðgengileg á vefnum þar sem unnið var að ritrýndum greinaskrifum á grunni þeirra niðurstaðna sem fjallað er um í henni. „Í ljósi ótrúlegra frétta dagsins sem birtar eru í Fréttablaðinu þar sem staðhæft er að slík erfðablöndun sé ekki til staðar í ám hérlendis þá er hér brugðist við með því að koma umræddum niðurstöðum á framfæri sem vitna um hið gagnstæða,“ segir Jóhannes í bréfi til ráðherra. Vill leiðrétta rangfærslur í ráðuneytinu Jóhannes segir jafnframt fróðlegt að benda á tilvik úr sömu rannsókn; þar sem stofngerð uppvaxandi laxaseiðis í Selá í Steingrímsfirði vitnaði um að báðir foreldrarnir reyndust hafa verið eldislaxar. „Þetta sýnir að í íslenskum ám sem fóstra villta laxastofna er nú þegar að finna erfðablandaða laxa og hreina eldislaxa frá hrygningu í þeim ám.“ Í bréfinu óskar Jóhannes eftir fundi með Svandísi vegna þess forsvars sem hún hefur að gegna í málaflokknum þá með það fyrir augum að koma á framfæri upplýsingum um hvernig bæta megi opinbera stjórnsýslu er tekur til eldis á laxi í opnum sjókvíum hér við land. Tengd skjöl Stofngerð_laxastofna_og_hlutdeild_eldislaxa_-_Fifustadalsa_og_Selardalsa_-greinargerd_februar_2022PDF506KBSækja skjal
Alþingi Lax Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til. 5. nóvember 2021 16:25 Óþolandi refhvörf í laxeldinu Fyrirtækjunum Norðanfiski og Fisherman hefur, samkvæmt úrskurði Neytendastofu, verið bannað að nota villandi fullyrðingar í markaðssetningu á vöru sinni þess efnis að um sé að ræða vistvæna framleiðslu. Þau geti ekki sýnt fram á neitt slíkt. 23. september 2022 16:24 Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins. 2. september 2021 11:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira
Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til. 5. nóvember 2021 16:25
Óþolandi refhvörf í laxeldinu Fyrirtækjunum Norðanfiski og Fisherman hefur, samkvæmt úrskurði Neytendastofu, verið bannað að nota villandi fullyrðingar í markaðssetningu á vöru sinni þess efnis að um sé að ræða vistvæna framleiðslu. Þau geti ekki sýnt fram á neitt slíkt. 23. september 2022 16:24
Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins. 2. september 2021 11:30