Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2022 07:01 Guðrún Frímannsdóttir. Von hennar er sú að ýmsar fagstéttir sem Elspa hefur átt í samskiptum í gegnum tíðina við lesi bókina og og dragi af lærdóm. vísir/vilhelm Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun. Þar var tónninn gefinn fyrir það sem koma skyldi. Elspa mátti á fullorðinsárum upplifa barnsmissi, forræðissviptingu og róstursöm hjónabönd. Hún sat af sér í gæsluvarðhaldi og dvaldi á geðdeild oftar en einu sinni. „Á bak við myndirnar á bókakápunni er handskrifaður texti sem Elspa skrifar í fangaklefa á Akureyri, eftir tilraun hennar til manndráps. Þarna rekur hún ævi sína allt frá því er hún er lítið barn. Þessi texti er rauður þráður í gegnum alla bókina,“ segir Guðrún við blaðamann Vísis sem veit varla hvar á að byrja með spurningar sínar til Guðrúnar. Slík eru ósköpin sem eru undir. Um er að ræða afar hispurslausa, einlæga og opinskáa frásögn. Og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. Elspa – saga konu er nú þegar orðin fjórða á lista Storytel yfir þær íslensku bækur sem mest hefur verið hlustað á en Storytel á Íslandi hefur starfað í fimm ár. Búið er að prenta bókina tvisvar og stefnir í þriðju prentun. Útgefandi vildi tvær milljónir fyrir að gefa bókina út Um er að ræða fyrstu bók Guðrúnar og ekki úr vegi að spyrja hana hvort hún hafi búist við þessum miklu viðtökum? „Nei, það hvarflaði aldrei að mér að viðtökurnar yrðu slíkar, þær eru langt umfram það sem mér datt nokkurn tíma til hugar,“ segir Guðrún og rifjar upp hvernig það gekk fyrir sig að koma bókinni sjálfri á koppinn. „Ég átti fyrir það fyrsta ekki von á að nokkurt forlag vildi gefa bókina út, þannig að þegar Tómas Hermannsson og Anna Margrét Marínósdóttir hjá Sögum sögðust tilbúin til að gefa bókina út varð ég gapandi hissa.“ Guðrún segir að hinar miklu viðtökur sem bók hennar hefur fengið hafi komið sér á óvart.vísir/vilhelm Ekki var að Guðrún hefði ekki trú á sögunni, heldur það að hún hafði ástæðu til að ætla að útgefendur myndu ekkert endilega taka henni opnum örmum. „Mér var fyrst bent á forlag sem gæfi gjarnan út bækur um fólk á Norðurlandi og hafði samband við eigandann og sá vildi ekki hitta mig né heyra neitt um bókina. Sagði bara að ég gæti lagt með mér tvær milljónir skyldi hann gefa bókina út, annars ekki.“ Þess vegna varð Guðrún standi hissa þegar hún fékk fund með þeim hjá Sögum útgáfu, las fyrir þau þar inngang bókarinnar og svarið var umsvifalaust: Já, við gefum þessa bók út. Þau hjón hafa reyndar margoft sýnt það og sannað að þau eru fundvís á gott og áhugavert efni. „Það hefur verið tær snilld að eiga í samstarfi við þau.“ Þú getur hirt þessar stelpur Guðrún greinir frá því í inngangi þegar hún sá Elspu fyrst, árið 1979, en Guðrún var þá rétt rúmlega tvítug og starfaði sem ritari hjá Félagsmálastofnun Akureyrar. Hún var á skrifstofu sem er á fjórðu hæð gamla Búnaðarbankahússins og sá vel yfir Ráðhústorgið. Það er sól og fallegt veður. „Það er nákvæmlega á því augnabliki sem ég sé Elspu Sigríði Salberg Olsen í fyrsta skipti og er auðvitað grunlaus um það þá að hún á eftir að gjörbreyta lífi mínu. Elspa í dag. Guðrún segir það furðu sæta að hún skuli vera uppistandandi miðað við allt það sem gengið hefur á í hennar lífi.sögur Þarna stendur hún við einn langferðarbílinn, stuttklippt með áberandi gleraugu, frekar mikil um sig, í víðri fráhnepptri kápu og pilsi sem náði niður á mið læri. Með henni voru tvær litlar stúlkur, dætur hennar þriggja og fimm ára gamlar. Elspa talar mjög hátt og reiðilega en ég greini ekki orðaskil,“ skrifar Guðrún. Hún sér Elspu koma stormandi að húsinu með stelpurnar í eftirdragi, upp stigann og hrindir upp hurðinni: „Elspa snarar sér mikilúðleg í fasi inn á gólfið með dætur sínar tvær. Hún sleppir höndunum af stúlkunum, ýtir þeim frá sér og snýr sér hranalega að mér með þeim háværu skilaboðum að hún sé farin til Reykjavíkur. Segir að ég geti hirt þessar stelpur; hún sé búin að fá nóg af þeim eins og öllu öðru.“ Þurfti að sannfæra Elspu um að saga hennar ætti erindi Þessi atburður reyndist vendipunktur í lífi Guðrúnar. Hún fann þörf fyrir dýpri skilningi á mannlegu eðli og löngun til að læra um þann félagslega vanda sem gjarnan berst milli kynslóða. Bókaskrifin hafa þannig í raun verið lengi á dagskrá en hversu lengi var hún að skrifa bókina, eiginlega? „Við Elspa tókum ákvörðun sumarið 2010 varðandi það að skrifa bókina. Skömmu síðar bauðst mér að koma til Egilsstaða og gerast þar félagsmálastjóri fyrir fimm sveitarfélög og lagði þá gerð bókarinnar á ís. Elspa minnti mig nokkrum sinnum á að ef ég ætlaði að gera þetta yrði það að gerast áður en hún færi að tapa minni. Síðan var það í byrjun árs 2019 að ég byrjaði að skrifa. Bókin var síðan tilbúin til lesenda 6. ágúst 2022.“ Guðrún sinnti öðrum verkefnum samhliða skrifunum en segja má að bókin hafi verið í smíðum í um tvö og hálft til þrjú ár. Guðrún segir að um hafi verið að ræða óhemju tímafreka vinnu, hún styðst við margar heimildir bæði í formi skriflegra gagna og símtala hingað og þangað. Þegar hafa þrír aðilar sett sig í samband við Guðrúnu með þá frómu ósk að hún riti ýmist sögu sína eða aðstandenda. Guðrún hefur hingað til vísað því frá sér, hvað svo sem síðar verður.vísir/vilhelm Elspa hefur þá verið áfram um að þú segðir sögu hennar? „Nei, hugmyndin að bókinni er alfarið mín. Ég þurfti að sannfæra Elspu um að saga hennar ætti erindi til annarra.“ Sko, eilítið varðandi frásagnarhátt. Þú kemur reyndar aðeins inná þetta í inngangi bókar en þú ákvaðst að hafa söguna í 1. persónu. Það hefur ekki verið sjálfgefið, eða hvað? „Ég hafði reynslubolta á bak við mig sem ráðlagði mér að skrifa allt í 1. persónu. Það var nokkuð krefjandi á köflum. Frásögn Elspu um hennar persónulega líf var auðvelt að skrifa í 1. persónu. Ég safnaði hins vegar margvíslegra upplýsinga um bæjarfélagið, húsin í bænum, mannlífið á þessum tíma og fleira og fleira. Settist í framhaldinu niður með Elspu og fór í smáatriðum yfir allar þessar upplýsingar og síðan var textinn skrifaður á þann hátt að við værum báðar sáttar.“ Vonar að fagaðilar láti sér söguna að kenningu verða Guðrún hefur starfað nánast alla sína starfsævi innan velferðarþjónustu, bæði hér á landi sem og erlendis. „Ég hef starfað nánast alla mína starfsævi innan velferðarþjónustu bæði hér á landi sem og erlendis. Það að fá upplifun einstaklings sem hefur verið neytandi opinberrar þjónustu upp á yfirborðið er einstakt. Hún segir frá samskiptum sínum við til dæmis félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, hina ýmsu sérgreina lækna, lögfræðinga, dómara og fangaverði svo eitthvað sé nefnt,“ segir Guðrún og bætir við: „Hennar upplifun af þjónustunni sem hún fékk og ekki fékk er að mínu mati ómetanlegur fjársjóður fyrir fagfólk innan þessara fagstétta.“ Guðrún með hunda sína við Elliðavatn. Mikil vinna býr að baki skrifunum, hún aflaði sér gagna víða og þegar hún fór yfir þau með Elspu þurftu þær oft að gera hlé, upplýsingarnar voru of erfiðar fyrir Elspu til að meðtaka.vísir/vilhelm Guðrún segir það vera sína einlægu von að upplifun Elspu geti orðið til þess að téðar fagstéttir lesi bókina og velti fyrir sér; hvernig er staðan í dag, er verið að veita sambærilega þjónustu í dag, hefur eitthvað breyst, getum við gert betur og þá hvað? Og ónefnd eru samskipti Elspu við kirkjuna: „Séra Pétur Sigurgeirsson, síðar biskup, kom mjög oft að málum hjá Elspu. Framkoma hans varð síðar til þess að hún klagaði til séra Sigurbjörns Einarssonar biskups og sagði sig síðar úr Þjóðkirkjunni. En þessu er öllu lýst í bókinni,“ segir Guðrún. Tók heldur betur á að skrifa þessa sögu Frásögnin er opinská og einlæg og þar er farið yfir þætti á borið við þá að búa við sára fátækt, alkóhólisma, ofbeldi og kynferðislega misnotkun. Þetta er kannski kjánaleg spurning en ég læta hana flakka samt: Var erfitt að skrifa þetta? Sárt? Tók það á? „Elspa kallaði eftir opinberum gögnum frá hinum ýmsu aðilum. Ég las þetta allt upphátt fyrir okkur báðar. Þessi lestur reyndist henni á stundum mjög erfiður og fyrir kom að hún bað mig um að hætta, hún gæti ekki hlustað á þetta. Það var Elspu erfitt að rifja þetta allt upp. Sjálfri fannst mér vont að upplifa sársauka hennar og meðtaka allt það sem hún hefur mátt þola. Elspa ákvað hún að segja sögu sína þrátt fyrir að einstaka ættingjar hennar hafi hoppað hæð sína í loft upp og látið í sér heyra þegar sú ákvörðun barst þeim til eyrna.vísir/vilhelm Ég hef í mínu starfi ítrekað hitt fyrir fólk sem er að takast á við alls konar erfiða hluti í lífinu. Það sem var hins vegar öðruvísi í samstarfi okkar Elspu var að hér var ég að fá innsýn í hörmungar heillar ævi, þar sem fátækt, vanræksla og hverskyns ofbeldi hafði einkennt allt hennar líf. Hana skorti í raun allt það sem þarf að vera til staðar í uppeldi barns.“ Ég hugsa að margir furði sig á því, eða að það komi þeim í opna skjöldu í þessu litla samfélagi, hversu opinská sagan er? „Elspa sagði strax að ef hún ætti að segja sögu sína yrði það að vera gert af heiðarleika. Hún heldur þó til baka ýmsu sem hún gat ekki hugsað sér að færi á prent.“ Var viðbúin neikvæðum viðbrögðum ættingja Ævisögur eru athyglisvert fyrirbæri í útgáfusögu á Íslandi. Þær hafa reyndar á stundum tröllriðið sölulistum. Ævisögur eru vitaskuld af ýmsum stærðum og gerðum; ýkjur, grobbsögur og lygimál slarksamra og fyrirferðarmikilla karla sem líta yfir farinn veg og snurfusa ímynd sína er ein tegund sem margir tengja við fyrirbærið. Þessi saga er úr allt annarri átt, opinská og sögumaður hlífir sér hvergi. Eina leiðin til að skrifa ævisögu er að einsetja sér nákvæmlega þetta, að hún sé heiðarleg. Lesendur eru fljótir að átta sig á því ef svo er ekki. Guðrún tekur undir það. „Eins og Elspa segir í byrjun bókarinnar ákvað hún að segja sögu sína þrátt fyrir að einstaka ættingjar hennar hafi hoppað hæð sína í loft upp og látið í sér heyra þegar sú ákvörðun barst þeim til eyrna. En þetta er hennar saga, hennar upplifun, hennar minningar sem hún og engin annar á.“ Þó flestir hafi tekið hinni hreinskiptnu frásögn vel eru ekki allir sem taka bókinni fagnandi. Nokkrir ættingjar sendur frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu bókina. Elspa var því viðbúin þó henni hafi komið þar nöfn á óvart.vísir/vilhelm Fyrst þú nefnir þetta verður eiginlega ekki hjá því komist að spyrja þig út í viðbrögðin úr þeirri áttinni sem rötuðu í fréttir. En þetta hafa þá verið fyrirsjáanleg viðbrögð? „Elspa hefur alla tíð sagt að hún ætti von á neikvæðum viðbrögðum frá ákveðnum einstaklingum innan fjölskyldunnar vegna bókarinnar og því sem þar kemur fram. Elspa er alvön skítkasti frá ákveðnum hópi innan fjölskyldunnar og er löngu hætt að taka slíkt inn á sig. Hún hefur alist upp við þess háttar framkomu frá blautu barnsbeini.“ Nokkrir ættingjar, eða þrettán talsins sendu frá sér yfirlýsingu vegna bókarinnar en það var nokkuð sem Elspa bjóst allt eins við. „Hún kippti sér ekki upp við það. Hún undraði sig reyndar á því að einn þessara ættingja sem þarna skrifa undir á kafla í bókinni þar sem Elspa er dásömuð og fullum stuðningi lýst yfir varðandi gerð bókarinnar. Elspa tók hins vegar nærri sér að vegið væri að mér og mínum störfum í þessari yfirlýsingu, ég sökuð um trúnaðarbrot og fleira. Satt best að segja var Elspa miður sín vegna þessa.“ Ótrúlegt að Elspa skuli vera uppistandandi Eins og fram hefur komið gerþekktir þú umfjöllunarefnið áður en þú hófst handa við ritun bókarinnar. En var eitthvað sem kom þér á óvart við skrifin? „Já það var margt sem kom mér á óvart. Ég þekkti bara brot af sögu Elspu þegar við byrjuðum. Þegar ég var að alast upp á Akureyri var ég oft að þvælast á vinnustað föður míns, Kaupfélagi Eyfirðinga, þar sem Eymundsson er í dag. Caroline Rest þar sem Elspa elst upp var um 50 metra ofar í Gilinu.“ Guðrún segist muna lætin og djöfulganginn sem barst frá þessu húsi en því að talað var um að þarna gengi mikið á. „En auðvitað vissi ég ekki hve alvarlegt það var. Það var vont að heyra Elspu lýsa lífi sínu á Restinni þegar hún var barn, hræðilegt að hlusta á það – öll sú frásögn kom mér á óvart en samræmist þó svo vel því sem opinber göng sýna. Það sem hefur líka komið mér verulega á óvart; að Elspa skuli vera uppistandandi og heil á geði eftir þetta allt saman. Hlustunin á bókina á Storytel hefur verið mikil og þar hafa margir sagt að saga Elspu minni sig á sína. Það segir Guðrún dapurlegt.vísir/vilhelm Styrkur Elspu hefur komið mér á óvart. Það hvernig henni tekst að brynja sig gegn neikvæðni nokkurra ættingja hefur líka komið mér á óvart. Henni tekst að horfa til baka og virkilega reyna að fyrirgefa samferðafólki sínu og sjálfri sér. Það hefur líka komið skemmtilega á óvart hvað trúfélagar hennar eru Elspu góðir, þau eru eins og klettar umhverfis hana. Virðist ekki vera til það sem þau vilja ekki fyrir hana gera.“ Dapurlegt hversu margir tengja við sögu Elspu En aðeins að þér sjálfri. Nú ertu komin í hóp rithöfunda, er það eitthvað sem þú hefur ætlað þér lengi? Að senda frá þér bók? „Nei, það hefur ekki verið neitt markmið hjá mér að gerast rithöfundur. Mér finnst gaman að setja saman texta og á frekar auðvelt með það. Hef reyndar alla mína starfsævi verið í þannig vinnu að textagerð hefur verið stór hluti af mínum störfum. Þegar hugmyndin vaknaði um að gera bók um Elspu fór ég á námskeið hjá Vigdísi Grímsdóttur um skapandi skrif. Þá var ég aðeins byrjuð að skrifa og Vigdís hvatti mig áfram og sagði mig vera með efni sem ætti erindi í bók. Vigdís er klók kona og ég tók að sjálfsögðu mark á hennar orðum og henti mér af fullum krafti í bókaskrifin.“ Guðrún vill ekkert gefa upp um hvað hún ætli að sér að skrifa til útgáfu næst. En þegar hafa þrír aðilar sett sig í samband við hana og óskað eftir því að hún segi sögu sína eða ættingja en hún hefur vísað því frá sér.vísir/vilhelm Og nú eru viðtökurnar þannig að þú kemst vart hjá því að senda frá þér aðra bók? „Úff,“ dæsir Guðrún. „Já, það er spurning. Ég hef hugleitt hvort ég eigi að þora að gera aðra tilraun til bókaskrifa, en veit ekki. Það hafa þrír einstaklingar haft samband við mig og óskað eftir að ég skrifi ýmist þeirra sögu eða nákomins ættingja, en ég hef vísað því frá mér. Ef ég skrifa aðra bók yrði það eitthvað allt annað, ekkert sambærilegt og saga Elspu, enda er hún einstök. Og ertu þá með eitthvað á prjónunum? „Já, en það er of snemmt að segja nokkuð um það, kannski verður það ekki af veruleika.“ Fjórða vinsælasta bókin frá upphafi á Storytel sem hefur verið starfrækt í fimm ár á Íslandi? „Já, þetta er ótrúlega mikil hlustun. Margir á Storytel tala um að æska Elspu minni á þeirra eigin sem mér finnst vera dapurt.“ Höfundatal Bókaútgáfa Félagsmál Bókmenntir Menning Akureyri Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Þar var tónninn gefinn fyrir það sem koma skyldi. Elspa mátti á fullorðinsárum upplifa barnsmissi, forræðissviptingu og róstursöm hjónabönd. Hún sat af sér í gæsluvarðhaldi og dvaldi á geðdeild oftar en einu sinni. „Á bak við myndirnar á bókakápunni er handskrifaður texti sem Elspa skrifar í fangaklefa á Akureyri, eftir tilraun hennar til manndráps. Þarna rekur hún ævi sína allt frá því er hún er lítið barn. Þessi texti er rauður þráður í gegnum alla bókina,“ segir Guðrún við blaðamann Vísis sem veit varla hvar á að byrja með spurningar sínar til Guðrúnar. Slík eru ósköpin sem eru undir. Um er að ræða afar hispurslausa, einlæga og opinskáa frásögn. Og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. Elspa – saga konu er nú þegar orðin fjórða á lista Storytel yfir þær íslensku bækur sem mest hefur verið hlustað á en Storytel á Íslandi hefur starfað í fimm ár. Búið er að prenta bókina tvisvar og stefnir í þriðju prentun. Útgefandi vildi tvær milljónir fyrir að gefa bókina út Um er að ræða fyrstu bók Guðrúnar og ekki úr vegi að spyrja hana hvort hún hafi búist við þessum miklu viðtökum? „Nei, það hvarflaði aldrei að mér að viðtökurnar yrðu slíkar, þær eru langt umfram það sem mér datt nokkurn tíma til hugar,“ segir Guðrún og rifjar upp hvernig það gekk fyrir sig að koma bókinni sjálfri á koppinn. „Ég átti fyrir það fyrsta ekki von á að nokkurt forlag vildi gefa bókina út, þannig að þegar Tómas Hermannsson og Anna Margrét Marínósdóttir hjá Sögum sögðust tilbúin til að gefa bókina út varð ég gapandi hissa.“ Guðrún segir að hinar miklu viðtökur sem bók hennar hefur fengið hafi komið sér á óvart.vísir/vilhelm Ekki var að Guðrún hefði ekki trú á sögunni, heldur það að hún hafði ástæðu til að ætla að útgefendur myndu ekkert endilega taka henni opnum örmum. „Mér var fyrst bent á forlag sem gæfi gjarnan út bækur um fólk á Norðurlandi og hafði samband við eigandann og sá vildi ekki hitta mig né heyra neitt um bókina. Sagði bara að ég gæti lagt með mér tvær milljónir skyldi hann gefa bókina út, annars ekki.“ Þess vegna varð Guðrún standi hissa þegar hún fékk fund með þeim hjá Sögum útgáfu, las fyrir þau þar inngang bókarinnar og svarið var umsvifalaust: Já, við gefum þessa bók út. Þau hjón hafa reyndar margoft sýnt það og sannað að þau eru fundvís á gott og áhugavert efni. „Það hefur verið tær snilld að eiga í samstarfi við þau.“ Þú getur hirt þessar stelpur Guðrún greinir frá því í inngangi þegar hún sá Elspu fyrst, árið 1979, en Guðrún var þá rétt rúmlega tvítug og starfaði sem ritari hjá Félagsmálastofnun Akureyrar. Hún var á skrifstofu sem er á fjórðu hæð gamla Búnaðarbankahússins og sá vel yfir Ráðhústorgið. Það er sól og fallegt veður. „Það er nákvæmlega á því augnabliki sem ég sé Elspu Sigríði Salberg Olsen í fyrsta skipti og er auðvitað grunlaus um það þá að hún á eftir að gjörbreyta lífi mínu. Elspa í dag. Guðrún segir það furðu sæta að hún skuli vera uppistandandi miðað við allt það sem gengið hefur á í hennar lífi.sögur Þarna stendur hún við einn langferðarbílinn, stuttklippt með áberandi gleraugu, frekar mikil um sig, í víðri fráhnepptri kápu og pilsi sem náði niður á mið læri. Með henni voru tvær litlar stúlkur, dætur hennar þriggja og fimm ára gamlar. Elspa talar mjög hátt og reiðilega en ég greini ekki orðaskil,“ skrifar Guðrún. Hún sér Elspu koma stormandi að húsinu með stelpurnar í eftirdragi, upp stigann og hrindir upp hurðinni: „Elspa snarar sér mikilúðleg í fasi inn á gólfið með dætur sínar tvær. Hún sleppir höndunum af stúlkunum, ýtir þeim frá sér og snýr sér hranalega að mér með þeim háværu skilaboðum að hún sé farin til Reykjavíkur. Segir að ég geti hirt þessar stelpur; hún sé búin að fá nóg af þeim eins og öllu öðru.“ Þurfti að sannfæra Elspu um að saga hennar ætti erindi Þessi atburður reyndist vendipunktur í lífi Guðrúnar. Hún fann þörf fyrir dýpri skilningi á mannlegu eðli og löngun til að læra um þann félagslega vanda sem gjarnan berst milli kynslóða. Bókaskrifin hafa þannig í raun verið lengi á dagskrá en hversu lengi var hún að skrifa bókina, eiginlega? „Við Elspa tókum ákvörðun sumarið 2010 varðandi það að skrifa bókina. Skömmu síðar bauðst mér að koma til Egilsstaða og gerast þar félagsmálastjóri fyrir fimm sveitarfélög og lagði þá gerð bókarinnar á ís. Elspa minnti mig nokkrum sinnum á að ef ég ætlaði að gera þetta yrði það að gerast áður en hún færi að tapa minni. Síðan var það í byrjun árs 2019 að ég byrjaði að skrifa. Bókin var síðan tilbúin til lesenda 6. ágúst 2022.“ Guðrún sinnti öðrum verkefnum samhliða skrifunum en segja má að bókin hafi verið í smíðum í um tvö og hálft til þrjú ár. Guðrún segir að um hafi verið að ræða óhemju tímafreka vinnu, hún styðst við margar heimildir bæði í formi skriflegra gagna og símtala hingað og þangað. Þegar hafa þrír aðilar sett sig í samband við Guðrúnu með þá frómu ósk að hún riti ýmist sögu sína eða aðstandenda. Guðrún hefur hingað til vísað því frá sér, hvað svo sem síðar verður.vísir/vilhelm Elspa hefur þá verið áfram um að þú segðir sögu hennar? „Nei, hugmyndin að bókinni er alfarið mín. Ég þurfti að sannfæra Elspu um að saga hennar ætti erindi til annarra.“ Sko, eilítið varðandi frásagnarhátt. Þú kemur reyndar aðeins inná þetta í inngangi bókar en þú ákvaðst að hafa söguna í 1. persónu. Það hefur ekki verið sjálfgefið, eða hvað? „Ég hafði reynslubolta á bak við mig sem ráðlagði mér að skrifa allt í 1. persónu. Það var nokkuð krefjandi á köflum. Frásögn Elspu um hennar persónulega líf var auðvelt að skrifa í 1. persónu. Ég safnaði hins vegar margvíslegra upplýsinga um bæjarfélagið, húsin í bænum, mannlífið á þessum tíma og fleira og fleira. Settist í framhaldinu niður með Elspu og fór í smáatriðum yfir allar þessar upplýsingar og síðan var textinn skrifaður á þann hátt að við værum báðar sáttar.“ Vonar að fagaðilar láti sér söguna að kenningu verða Guðrún hefur starfað nánast alla sína starfsævi innan velferðarþjónustu, bæði hér á landi sem og erlendis. „Ég hef starfað nánast alla mína starfsævi innan velferðarþjónustu bæði hér á landi sem og erlendis. Það að fá upplifun einstaklings sem hefur verið neytandi opinberrar þjónustu upp á yfirborðið er einstakt. Hún segir frá samskiptum sínum við til dæmis félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, hina ýmsu sérgreina lækna, lögfræðinga, dómara og fangaverði svo eitthvað sé nefnt,“ segir Guðrún og bætir við: „Hennar upplifun af þjónustunni sem hún fékk og ekki fékk er að mínu mati ómetanlegur fjársjóður fyrir fagfólk innan þessara fagstétta.“ Guðrún með hunda sína við Elliðavatn. Mikil vinna býr að baki skrifunum, hún aflaði sér gagna víða og þegar hún fór yfir þau með Elspu þurftu þær oft að gera hlé, upplýsingarnar voru of erfiðar fyrir Elspu til að meðtaka.vísir/vilhelm Guðrún segir það vera sína einlægu von að upplifun Elspu geti orðið til þess að téðar fagstéttir lesi bókina og velti fyrir sér; hvernig er staðan í dag, er verið að veita sambærilega þjónustu í dag, hefur eitthvað breyst, getum við gert betur og þá hvað? Og ónefnd eru samskipti Elspu við kirkjuna: „Séra Pétur Sigurgeirsson, síðar biskup, kom mjög oft að málum hjá Elspu. Framkoma hans varð síðar til þess að hún klagaði til séra Sigurbjörns Einarssonar biskups og sagði sig síðar úr Þjóðkirkjunni. En þessu er öllu lýst í bókinni,“ segir Guðrún. Tók heldur betur á að skrifa þessa sögu Frásögnin er opinská og einlæg og þar er farið yfir þætti á borið við þá að búa við sára fátækt, alkóhólisma, ofbeldi og kynferðislega misnotkun. Þetta er kannski kjánaleg spurning en ég læta hana flakka samt: Var erfitt að skrifa þetta? Sárt? Tók það á? „Elspa kallaði eftir opinberum gögnum frá hinum ýmsu aðilum. Ég las þetta allt upphátt fyrir okkur báðar. Þessi lestur reyndist henni á stundum mjög erfiður og fyrir kom að hún bað mig um að hætta, hún gæti ekki hlustað á þetta. Það var Elspu erfitt að rifja þetta allt upp. Sjálfri fannst mér vont að upplifa sársauka hennar og meðtaka allt það sem hún hefur mátt þola. Elspa ákvað hún að segja sögu sína þrátt fyrir að einstaka ættingjar hennar hafi hoppað hæð sína í loft upp og látið í sér heyra þegar sú ákvörðun barst þeim til eyrna.vísir/vilhelm Ég hef í mínu starfi ítrekað hitt fyrir fólk sem er að takast á við alls konar erfiða hluti í lífinu. Það sem var hins vegar öðruvísi í samstarfi okkar Elspu var að hér var ég að fá innsýn í hörmungar heillar ævi, þar sem fátækt, vanræksla og hverskyns ofbeldi hafði einkennt allt hennar líf. Hana skorti í raun allt það sem þarf að vera til staðar í uppeldi barns.“ Ég hugsa að margir furði sig á því, eða að það komi þeim í opna skjöldu í þessu litla samfélagi, hversu opinská sagan er? „Elspa sagði strax að ef hún ætti að segja sögu sína yrði það að vera gert af heiðarleika. Hún heldur þó til baka ýmsu sem hún gat ekki hugsað sér að færi á prent.“ Var viðbúin neikvæðum viðbrögðum ættingja Ævisögur eru athyglisvert fyrirbæri í útgáfusögu á Íslandi. Þær hafa reyndar á stundum tröllriðið sölulistum. Ævisögur eru vitaskuld af ýmsum stærðum og gerðum; ýkjur, grobbsögur og lygimál slarksamra og fyrirferðarmikilla karla sem líta yfir farinn veg og snurfusa ímynd sína er ein tegund sem margir tengja við fyrirbærið. Þessi saga er úr allt annarri átt, opinská og sögumaður hlífir sér hvergi. Eina leiðin til að skrifa ævisögu er að einsetja sér nákvæmlega þetta, að hún sé heiðarleg. Lesendur eru fljótir að átta sig á því ef svo er ekki. Guðrún tekur undir það. „Eins og Elspa segir í byrjun bókarinnar ákvað hún að segja sögu sína þrátt fyrir að einstaka ættingjar hennar hafi hoppað hæð sína í loft upp og látið í sér heyra þegar sú ákvörðun barst þeim til eyrna. En þetta er hennar saga, hennar upplifun, hennar minningar sem hún og engin annar á.“ Þó flestir hafi tekið hinni hreinskiptnu frásögn vel eru ekki allir sem taka bókinni fagnandi. Nokkrir ættingjar sendur frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu bókina. Elspa var því viðbúin þó henni hafi komið þar nöfn á óvart.vísir/vilhelm Fyrst þú nefnir þetta verður eiginlega ekki hjá því komist að spyrja þig út í viðbrögðin úr þeirri áttinni sem rötuðu í fréttir. En þetta hafa þá verið fyrirsjáanleg viðbrögð? „Elspa hefur alla tíð sagt að hún ætti von á neikvæðum viðbrögðum frá ákveðnum einstaklingum innan fjölskyldunnar vegna bókarinnar og því sem þar kemur fram. Elspa er alvön skítkasti frá ákveðnum hópi innan fjölskyldunnar og er löngu hætt að taka slíkt inn á sig. Hún hefur alist upp við þess háttar framkomu frá blautu barnsbeini.“ Nokkrir ættingjar, eða þrettán talsins sendu frá sér yfirlýsingu vegna bókarinnar en það var nokkuð sem Elspa bjóst allt eins við. „Hún kippti sér ekki upp við það. Hún undraði sig reyndar á því að einn þessara ættingja sem þarna skrifa undir á kafla í bókinni þar sem Elspa er dásömuð og fullum stuðningi lýst yfir varðandi gerð bókarinnar. Elspa tók hins vegar nærri sér að vegið væri að mér og mínum störfum í þessari yfirlýsingu, ég sökuð um trúnaðarbrot og fleira. Satt best að segja var Elspa miður sín vegna þessa.“ Ótrúlegt að Elspa skuli vera uppistandandi Eins og fram hefur komið gerþekktir þú umfjöllunarefnið áður en þú hófst handa við ritun bókarinnar. En var eitthvað sem kom þér á óvart við skrifin? „Já það var margt sem kom mér á óvart. Ég þekkti bara brot af sögu Elspu þegar við byrjuðum. Þegar ég var að alast upp á Akureyri var ég oft að þvælast á vinnustað föður míns, Kaupfélagi Eyfirðinga, þar sem Eymundsson er í dag. Caroline Rest þar sem Elspa elst upp var um 50 metra ofar í Gilinu.“ Guðrún segist muna lætin og djöfulganginn sem barst frá þessu húsi en því að talað var um að þarna gengi mikið á. „En auðvitað vissi ég ekki hve alvarlegt það var. Það var vont að heyra Elspu lýsa lífi sínu á Restinni þegar hún var barn, hræðilegt að hlusta á það – öll sú frásögn kom mér á óvart en samræmist þó svo vel því sem opinber göng sýna. Það sem hefur líka komið mér verulega á óvart; að Elspa skuli vera uppistandandi og heil á geði eftir þetta allt saman. Hlustunin á bókina á Storytel hefur verið mikil og þar hafa margir sagt að saga Elspu minni sig á sína. Það segir Guðrún dapurlegt.vísir/vilhelm Styrkur Elspu hefur komið mér á óvart. Það hvernig henni tekst að brynja sig gegn neikvæðni nokkurra ættingja hefur líka komið mér á óvart. Henni tekst að horfa til baka og virkilega reyna að fyrirgefa samferðafólki sínu og sjálfri sér. Það hefur líka komið skemmtilega á óvart hvað trúfélagar hennar eru Elspu góðir, þau eru eins og klettar umhverfis hana. Virðist ekki vera til það sem þau vilja ekki fyrir hana gera.“ Dapurlegt hversu margir tengja við sögu Elspu En aðeins að þér sjálfri. Nú ertu komin í hóp rithöfunda, er það eitthvað sem þú hefur ætlað þér lengi? Að senda frá þér bók? „Nei, það hefur ekki verið neitt markmið hjá mér að gerast rithöfundur. Mér finnst gaman að setja saman texta og á frekar auðvelt með það. Hef reyndar alla mína starfsævi verið í þannig vinnu að textagerð hefur verið stór hluti af mínum störfum. Þegar hugmyndin vaknaði um að gera bók um Elspu fór ég á námskeið hjá Vigdísi Grímsdóttur um skapandi skrif. Þá var ég aðeins byrjuð að skrifa og Vigdís hvatti mig áfram og sagði mig vera með efni sem ætti erindi í bók. Vigdís er klók kona og ég tók að sjálfsögðu mark á hennar orðum og henti mér af fullum krafti í bókaskrifin.“ Guðrún vill ekkert gefa upp um hvað hún ætli að sér að skrifa til útgáfu næst. En þegar hafa þrír aðilar sett sig í samband við hana og óskað eftir því að hún segi sögu sína eða ættingja en hún hefur vísað því frá sér.vísir/vilhelm Og nú eru viðtökurnar þannig að þú kemst vart hjá því að senda frá þér aðra bók? „Úff,“ dæsir Guðrún. „Já, það er spurning. Ég hef hugleitt hvort ég eigi að þora að gera aðra tilraun til bókaskrifa, en veit ekki. Það hafa þrír einstaklingar haft samband við mig og óskað eftir að ég skrifi ýmist þeirra sögu eða nákomins ættingja, en ég hef vísað því frá mér. Ef ég skrifa aðra bók yrði það eitthvað allt annað, ekkert sambærilegt og saga Elspu, enda er hún einstök. Og ertu þá með eitthvað á prjónunum? „Já, en það er of snemmt að segja nokkuð um það, kannski verður það ekki af veruleika.“ Fjórða vinsælasta bókin frá upphafi á Storytel sem hefur verið starfrækt í fimm ár á Íslandi? „Já, þetta er ótrúlega mikil hlustun. Margir á Storytel tala um að æska Elspu minni á þeirra eigin sem mér finnst vera dapurt.“
Höfundatal Bókaútgáfa Félagsmál Bókmenntir Menning Akureyri Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira