Meirihluti segir maka sína nota fýlustjórnun í samskiptum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 31. október 2022 06:08 Fyrirlesarinn og meðferðaraðilinn Valdimar Svavarsson svarar spurningum um fýlustjórnun og alvarleg áhrif þess að stjórna með fasi í ástarsamböndum. „Í hinum fullkomna heimi þá getum við sagt að það sé eðlilegt að börn fari í fýlu en óeðlilegt að fullorðnir geri það,“ segir Valdimar Þór Svavarsson meðferðaraðili og fyrirlesari í viðtali við Makamál. Afgerandi niðurstöður Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að maki þeirra noti fýlustjórnun í samskiptum og svöruðu yfir þrjú þúsund manns könnuninni sem var kynjaskipt. Til að rýna í niðurstöður könnunarinnar og skoða betur hvað fýlustjórnun raunverulega er svarar Valdimar nokkrum spurningum varðandi þetta lúmska hegðunarmynstur sem greinilega margir þekkja. Barnaleg leið til að ná sínu fram Hvaða hegðun eða samskipti flokkast undir fýlustjórnun? Eins og nafnið sjálft ber með sér þá er fýlustjórnun að öllu leiti neikvæð, bæði að vera í fýlu og að stjórna öðrum með neikvæðum hætti. Í sem einföldustu máli má segja að við séum barnaleg þegar við notum aðferðir fýlustjórnunar, þá meina ég að við erum að nota barnalegar aðferðir við að reyna að fá okkar fram, hunsa aðra eða reyna að fá athygli. Í hinum fullkomna heimi þá getum við sagt að það sé eðlilegt að börn fari í fýlu en óeðlilegt að fullorðnir geri það. Við gætum líka kallað þetta að stjórna með fasi, en margir nota þá aðferð við að reyna að koma á breytingum eða einfaldlega til að ógna öðrum, sýna þeim vandlæti, hroka eða aðrar myndir af vanvirðingu. Í hinum fullkomna heimi væru það aðeins börn sem færu í fýlu.Getty Uppeldi stór áhrifavaldur Er einhver fýlustjórnun alvarlegri en önnur, ef svo má segja? Það má segja að öll tegund fýlustjórnunar sé slæm því hún er andstaðan við heilbrigð samskipti, eitthvað sem við viljum gera kröfu um gagnvart fullorðnu fólki. Það er auðvitað í höndum þess sem verður fyrir stjórnun af þessu tagi að ákveða hvað hann eða hún ætlar að gera í því. Það er mikilvægt að láta það ekki ná tökum á sér ef fólk í kringum okkur notar barnalegar aðferðir í samskiptum en þetta getur orðið mjög óþægilegt þegar verið er að vinna að mikilvægum málum með öðrum eða nauðsynlegt er að taka ákvarðanir um sameiginlegum ábyrgðum í lífinu. Eru einhverjir líklegri en aðrir til að nota þetta samskiptatól? Já, það eru stórauknar líkur á því að þeir sem hafa alist upp við slíkar aðferðir og aðrar vanvirkar uppeldisaðferðir, séu líklegri til að herma eftir þeim aðferðum. Ég get ekki séð að það tengist kynjum með beinum hætti. Algengt að fólk átti sig ekki á eigin hegðun Má vera að fólk geri sér alltaf grein fyrir því að það er að beita einhvers fýlustjórnun? Nei, það er mjög algengt að við sjáum ekki ókostina í eigin fari og vörpum ábyrgðinni á aðra. Að fara í fýlu og stjórna með fasi er einmitt ákveðin forðun frá því að taka ábyrgð og að eiga í heilbrigðum samskiptum. Hvaða afleiðingar eða áhrif hafa svona samskipti á sambandið og einstaklingana sem verða fyrir henni? Það hefur mjög slæmar afleiðingar enda líður engum vel, hvorki sá sem er í fýlu né þeir sem eru í kringum þann einstakling. Hægt og rólega fer það að valda því að maki viðkomandi einstaklings treystir því ekki að geta átt gagnlegum samskiptum og veit aldrei á hverju hann á von. Það grefur undan trausti og virðingu í sambandinu, eitthvað sem eru mjög mikilvæg atriði í öllum samböndum sem eiga að endast. Það dregur líka orku frá öðrum að vera í kringum þá sem stjórna með þessum hætti og þar af leiðandi er eðlilegt að fólk fari að forðast viðkomandi og að minnsta kosti að forðast að eiga í samskiptum til þess að verja orkuna sína. Það gefur auga leið að þetta eru allt þættir sem eru ekki gott veganesti í samböndum eða samskiptum almennt. Fýlustjórnun í samskiptum getur haft alvarlegar afleiðingar á sambönd og getur grafið undan trausti og virðingu í sambandnu.Getty Flokkast fljótt undir andlegt ofbeldi Hvenær mætti eða ætti að flokka svona samskipti sem andlegt ofbeldi? Það veltur svolítið á því hvernig þessu er beitt og hvað þeir sem eru í kringum viðkomandi eru að upplifa. Fýlustjórnun getur mjög auðveldlega flokkast undir andlegt ofbeldi. Eins og ég nefndi áður þá er stór munur á því hvort einhver í kringum mann er í fýlu og maður getur bara leitt það hjá sér eða sleppt því að vera í kringum viðkomandi eða hvort þetta er einhver nákominn sem maður þarf að vera í samskiptum við. Það er orðið flóknara þegar þetta er til dæmis sambúðarmaki sem mikilvægt er að geta skipulagt og tekið ákvarðanir með varðandi ábyrgðarhluti í lífinu, barnauppeldi, fjármál og annað í þeim dúr. Þegar aðilar sem eru manni nánir og skipta miklu máli varðandi ábyrgð og skipulag í lífinu beita fýlustjórnun, þá getur það fljótt túlkast sem andlegt ofbeldi og kúgun. Hér fyrir neðan má sjá *niðurstöður úr könnuninni. Notar maki þinn fýlustjórnun í samskiptum? Karlar: Já, oft – 32% Já, stundum – 29% Já, en sjaldan – 15% Nei, aldrei -24% Konur: Já, oft – 25% Já, stundum – 23% Já, en sjaldan – 17% Nei, aldrei – 35% Kvár: Já, stundum – 20% Já, oft – 36% Já, en sjaldan – 11% Nei, aldrei – 33% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Mikilvægt að setja mörk Koma niðurstöðurnar þér að einhverju leiti á óvart? Nei í sjálfu sér ekki og ekki ólíklegt að tölurnar gætu verið hærri þar sem margir átta sig ekki á því þegar þeir beita neikvæðum aðferðum í samskiptum. Hvað ráðleggur, sem finnst það vera beitt fýlustjórnun af maka sínum, að gera? Setja mörk! Það er mjög mikilvægt í lífinu að setja öðrum mörk, segja hvað manni finnst og hvað maður vil. Það gefur fólki ákveðinn styrk í sínu eigin lífi og ver það fyrir þeim sem eru markalausir og leyfa sér framkomu og hegðun sem er óboðleg. Það getur líka hjálpað þeim sem eru að nota fýlustjórnun, að staldra við og skoða sinn gang. Það er þó ekki tilgangurinn með því að setja mörk, að vonast til að það breyti öðrum og vel getur verið að það valdi einmitt mun meiri „fýlu“ ef viðkomandi er ekki tilbúinn að skoða sjálfan sig. Þá getur auðvitað komið að því, eins og með önnur alvarleg vandamál í samböndum, að fólk þarf að ákveða hvað það sætti sig við og hvað ekki í lífinu. Það getur verið snúið að setja mörk í samböndum þar sem fýlustjórnun er mikil og alvarleg.Getty Engin skömm að leita sér hjálpar En því fólki sem hefur grun um að það sjálft sé að beita þessum aðferðum og langar að brjótast út úr þessu hegðunarmynstri? Leita sér aðstoðar. Það er enginn skömm að því og þvert á móti mjög jákvætt að fá samtal við einhvern sem getur aðstoðað við að breyta neikvæðum hegðunarmynstrum. Í mörgum tilvikum er fólk að kljást við einhver undirliggjandi vandamál sem jafnvel er hægt að vinna með í 12 spora kerfum. Ég get líka mælt með þeim. Það er almennt góð fjárfesting að vinna í sér enda gæti það hjálpað fólki það sem eftir er af lífinu ef það nær raunverulega að breytast. Það eru ýmsar bækur til sem hægt er að lesa eða finna fyrirlestra á netinu um neikvæðar stjórnunaraðferðir. Staðreyndin er engu að síður sú að vandinn er mjög gjarnan undir yfirborðinu og þess vegna getur verið gott að fá aðstoð fagaðila til að greina orsökin frekar en að hamast við að halda aftur af einkennunum. Valdimar hefur um langt skeið starfað við ráðgjöf og kennslu á félagslega sviðinu og rekur ásamt konunni sinni meðferðarstofuna Fyrsta skrefið. Hann hefur síðustu árin lagt áherslu á para- og hjónaviðtöl ásamt einstaklingsmeðferð og leggur sérstaka áherslu á lausnarmiðaða nálgun í meðferðarvinnunni. Spurning vikunnar Ástin og lífið Fjölskyldumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja „Ég þekki vel sársaukann sem getur fylgt ADHD,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. 28. október 2022 08:01 Hefur samanburður á samfélagsmiðlum áhrif á ástarsambandið? Fyrr í vikunni birtist viðtal við leikkonuna Anítu Briem þar sem hún talar heiðarlega um áskoranir og óraunhæfar kröfur nútímans þegar kemur að langtíma samböndum og hjónabandi. 21. október 2022 06:00 Hefur þú upplifað andlegt framhjáhald? Einn koss á næturklúbbi í hita leiksins eða leynileg, innileg samskipti og engin líkamleg snerting. Í hefðbundum ástarsamböndum eru bæði atvikin svik við maka en hvað flokkast sem framhjáhald og hvernig skilgreinum við það? 10. september 2022 07:38 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál Einhleypan: „Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur“ Makamál Emojional: Ásta Kristjáns Makamál Spurning vikunnar: Hver á að borga reikninginn á fyrsta stefnumótinu? Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Afgerandi niðurstöður Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að maki þeirra noti fýlustjórnun í samskiptum og svöruðu yfir þrjú þúsund manns könnuninni sem var kynjaskipt. Til að rýna í niðurstöður könnunarinnar og skoða betur hvað fýlustjórnun raunverulega er svarar Valdimar nokkrum spurningum varðandi þetta lúmska hegðunarmynstur sem greinilega margir þekkja. Barnaleg leið til að ná sínu fram Hvaða hegðun eða samskipti flokkast undir fýlustjórnun? Eins og nafnið sjálft ber með sér þá er fýlustjórnun að öllu leiti neikvæð, bæði að vera í fýlu og að stjórna öðrum með neikvæðum hætti. Í sem einföldustu máli má segja að við séum barnaleg þegar við notum aðferðir fýlustjórnunar, þá meina ég að við erum að nota barnalegar aðferðir við að reyna að fá okkar fram, hunsa aðra eða reyna að fá athygli. Í hinum fullkomna heimi þá getum við sagt að það sé eðlilegt að börn fari í fýlu en óeðlilegt að fullorðnir geri það. Við gætum líka kallað þetta að stjórna með fasi, en margir nota þá aðferð við að reyna að koma á breytingum eða einfaldlega til að ógna öðrum, sýna þeim vandlæti, hroka eða aðrar myndir af vanvirðingu. Í hinum fullkomna heimi væru það aðeins börn sem færu í fýlu.Getty Uppeldi stór áhrifavaldur Er einhver fýlustjórnun alvarlegri en önnur, ef svo má segja? Það má segja að öll tegund fýlustjórnunar sé slæm því hún er andstaðan við heilbrigð samskipti, eitthvað sem við viljum gera kröfu um gagnvart fullorðnu fólki. Það er auðvitað í höndum þess sem verður fyrir stjórnun af þessu tagi að ákveða hvað hann eða hún ætlar að gera í því. Það er mikilvægt að láta það ekki ná tökum á sér ef fólk í kringum okkur notar barnalegar aðferðir í samskiptum en þetta getur orðið mjög óþægilegt þegar verið er að vinna að mikilvægum málum með öðrum eða nauðsynlegt er að taka ákvarðanir um sameiginlegum ábyrgðum í lífinu. Eru einhverjir líklegri en aðrir til að nota þetta samskiptatól? Já, það eru stórauknar líkur á því að þeir sem hafa alist upp við slíkar aðferðir og aðrar vanvirkar uppeldisaðferðir, séu líklegri til að herma eftir þeim aðferðum. Ég get ekki séð að það tengist kynjum með beinum hætti. Algengt að fólk átti sig ekki á eigin hegðun Má vera að fólk geri sér alltaf grein fyrir því að það er að beita einhvers fýlustjórnun? Nei, það er mjög algengt að við sjáum ekki ókostina í eigin fari og vörpum ábyrgðinni á aðra. Að fara í fýlu og stjórna með fasi er einmitt ákveðin forðun frá því að taka ábyrgð og að eiga í heilbrigðum samskiptum. Hvaða afleiðingar eða áhrif hafa svona samskipti á sambandið og einstaklingana sem verða fyrir henni? Það hefur mjög slæmar afleiðingar enda líður engum vel, hvorki sá sem er í fýlu né þeir sem eru í kringum þann einstakling. Hægt og rólega fer það að valda því að maki viðkomandi einstaklings treystir því ekki að geta átt gagnlegum samskiptum og veit aldrei á hverju hann á von. Það grefur undan trausti og virðingu í sambandinu, eitthvað sem eru mjög mikilvæg atriði í öllum samböndum sem eiga að endast. Það dregur líka orku frá öðrum að vera í kringum þá sem stjórna með þessum hætti og þar af leiðandi er eðlilegt að fólk fari að forðast viðkomandi og að minnsta kosti að forðast að eiga í samskiptum til þess að verja orkuna sína. Það gefur auga leið að þetta eru allt þættir sem eru ekki gott veganesti í samböndum eða samskiptum almennt. Fýlustjórnun í samskiptum getur haft alvarlegar afleiðingar á sambönd og getur grafið undan trausti og virðingu í sambandnu.Getty Flokkast fljótt undir andlegt ofbeldi Hvenær mætti eða ætti að flokka svona samskipti sem andlegt ofbeldi? Það veltur svolítið á því hvernig þessu er beitt og hvað þeir sem eru í kringum viðkomandi eru að upplifa. Fýlustjórnun getur mjög auðveldlega flokkast undir andlegt ofbeldi. Eins og ég nefndi áður þá er stór munur á því hvort einhver í kringum mann er í fýlu og maður getur bara leitt það hjá sér eða sleppt því að vera í kringum viðkomandi eða hvort þetta er einhver nákominn sem maður þarf að vera í samskiptum við. Það er orðið flóknara þegar þetta er til dæmis sambúðarmaki sem mikilvægt er að geta skipulagt og tekið ákvarðanir með varðandi ábyrgðarhluti í lífinu, barnauppeldi, fjármál og annað í þeim dúr. Þegar aðilar sem eru manni nánir og skipta miklu máli varðandi ábyrgð og skipulag í lífinu beita fýlustjórnun, þá getur það fljótt túlkast sem andlegt ofbeldi og kúgun. Hér fyrir neðan má sjá *niðurstöður úr könnuninni. Notar maki þinn fýlustjórnun í samskiptum? Karlar: Já, oft – 32% Já, stundum – 29% Já, en sjaldan – 15% Nei, aldrei -24% Konur: Já, oft – 25% Já, stundum – 23% Já, en sjaldan – 17% Nei, aldrei – 35% Kvár: Já, stundum – 20% Já, oft – 36% Já, en sjaldan – 11% Nei, aldrei – 33% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Mikilvægt að setja mörk Koma niðurstöðurnar þér að einhverju leiti á óvart? Nei í sjálfu sér ekki og ekki ólíklegt að tölurnar gætu verið hærri þar sem margir átta sig ekki á því þegar þeir beita neikvæðum aðferðum í samskiptum. Hvað ráðleggur, sem finnst það vera beitt fýlustjórnun af maka sínum, að gera? Setja mörk! Það er mjög mikilvægt í lífinu að setja öðrum mörk, segja hvað manni finnst og hvað maður vil. Það gefur fólki ákveðinn styrk í sínu eigin lífi og ver það fyrir þeim sem eru markalausir og leyfa sér framkomu og hegðun sem er óboðleg. Það getur líka hjálpað þeim sem eru að nota fýlustjórnun, að staldra við og skoða sinn gang. Það er þó ekki tilgangurinn með því að setja mörk, að vonast til að það breyti öðrum og vel getur verið að það valdi einmitt mun meiri „fýlu“ ef viðkomandi er ekki tilbúinn að skoða sjálfan sig. Þá getur auðvitað komið að því, eins og með önnur alvarleg vandamál í samböndum, að fólk þarf að ákveða hvað það sætti sig við og hvað ekki í lífinu. Það getur verið snúið að setja mörk í samböndum þar sem fýlustjórnun er mikil og alvarleg.Getty Engin skömm að leita sér hjálpar En því fólki sem hefur grun um að það sjálft sé að beita þessum aðferðum og langar að brjótast út úr þessu hegðunarmynstri? Leita sér aðstoðar. Það er enginn skömm að því og þvert á móti mjög jákvætt að fá samtal við einhvern sem getur aðstoðað við að breyta neikvæðum hegðunarmynstrum. Í mörgum tilvikum er fólk að kljást við einhver undirliggjandi vandamál sem jafnvel er hægt að vinna með í 12 spora kerfum. Ég get líka mælt með þeim. Það er almennt góð fjárfesting að vinna í sér enda gæti það hjálpað fólki það sem eftir er af lífinu ef það nær raunverulega að breytast. Það eru ýmsar bækur til sem hægt er að lesa eða finna fyrirlestra á netinu um neikvæðar stjórnunaraðferðir. Staðreyndin er engu að síður sú að vandinn er mjög gjarnan undir yfirborðinu og þess vegna getur verið gott að fá aðstoð fagaðila til að greina orsökin frekar en að hamast við að halda aftur af einkennunum. Valdimar hefur um langt skeið starfað við ráðgjöf og kennslu á félagslega sviðinu og rekur ásamt konunni sinni meðferðarstofuna Fyrsta skrefið. Hann hefur síðustu árin lagt áherslu á para- og hjónaviðtöl ásamt einstaklingsmeðferð og leggur sérstaka áherslu á lausnarmiðaða nálgun í meðferðarvinnunni.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Fjölskyldumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja „Ég þekki vel sársaukann sem getur fylgt ADHD,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. 28. október 2022 08:01 Hefur samanburður á samfélagsmiðlum áhrif á ástarsambandið? Fyrr í vikunni birtist viðtal við leikkonuna Anítu Briem þar sem hún talar heiðarlega um áskoranir og óraunhæfar kröfur nútímans þegar kemur að langtíma samböndum og hjónabandi. 21. október 2022 06:00 Hefur þú upplifað andlegt framhjáhald? Einn koss á næturklúbbi í hita leiksins eða leynileg, innileg samskipti og engin líkamleg snerting. Í hefðbundum ástarsamböndum eru bæði atvikin svik við maka en hvað flokkast sem framhjáhald og hvernig skilgreinum við það? 10. september 2022 07:38 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál Einhleypan: „Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur“ Makamál Emojional: Ásta Kristjáns Makamál Spurning vikunnar: Hver á að borga reikninginn á fyrsta stefnumótinu? Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja „Ég þekki vel sársaukann sem getur fylgt ADHD,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. 28. október 2022 08:01
Hefur samanburður á samfélagsmiðlum áhrif á ástarsambandið? Fyrr í vikunni birtist viðtal við leikkonuna Anítu Briem þar sem hún talar heiðarlega um áskoranir og óraunhæfar kröfur nútímans þegar kemur að langtíma samböndum og hjónabandi. 21. október 2022 06:00
Hefur þú upplifað andlegt framhjáhald? Einn koss á næturklúbbi í hita leiksins eða leynileg, innileg samskipti og engin líkamleg snerting. Í hefðbundum ástarsamböndum eru bæði atvikin svik við maka en hvað flokkast sem framhjáhald og hvernig skilgreinum við það? 10. september 2022 07:38