Bros: Enginn er annars bróðir í leik Heiðar Sumarliðason skrifar 1. nóvember 2022 08:36 Bobby og Aaron skelltu sér á ströndina. Fyrir tveimur vikum kom kvikmyndin Smile í bíó, en nú er farið að sýna gamanmyndina Bros. Hver er tengingin? Auðvitað engin nema hvað titlarnir eru sama orðið á íslensku og ensku (svo er Bros auðvitað ekki vísun í bros, heldur stytting á orðinu brothers). Bros hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir að vera svokallað gay rom-com sem átti að standa jafnfætis öllum heterónormatívu rómantísku gamanmyndum sögunnar í aðsókn. Hins vegar kom á daginn að hún kolféll í miðasölu í Bandaríkjunum og breyttist þá bros margra í skeifu. Það er eilítið erfitt að átta sig á hvað olli þessari döpru aðsókn, því á yfirborðinu lítur Bros út fyrir að vera mjög álitlegur kostur sem bíóskemmtun. Einnig voru heildar dómar helstu gagnrýnenda í hærri kantinum fyrir þessa kvikmyndategund og athyglin sem myndin hlaut í fjölmiðlum var mjög mikil. Hómófóbía? Einfaldasta leiðin til að bera kennsl á ástæðu dræmrar aðsóknar er hómófóbía, þar sem myndin fjallar um ástarsamband tveggja karlmanna. Það er þó ólíklegt að það sé eina orsökin, enda hafa fjölmargar kvikmyndir með samkynhneigðum aðalpersónum hlotið frábæra aðsókn. Brokeback Mountain hlaut mikla aðsókn og sópaði til sín verðlaunum, Ef við tökum hómófóbíu alveg út úr jöfnunni hafa bandarískir blaðamenn kokkað upp nokkrar tilgátur. Ein þeirra er að myndin er bönnuð áhorfendum yngri en 17 ára, nema í fylgd með forráðamönnum. Þar með hefur stór hluti unglingamarkaðsins verið tekinn út sem mögulegir miðakaupendur. Önnur ástæða sem helstu rýnar í kvikmyndabransanum hafa sett fram er sú að rómantíska gamanmyndin sé á undanhaldi í aðsókn og sé að færast yfir á streymisveiturnar. Þriðja ástæðan er talin vera sú að myndin inniheldur engar kvikmyndastjörnur. Aðalsprautan Billy Eichner, sem skrifar og leikur aðalhlutverkið, á sér dyggan aðdáendahóp, en er hins vegar ekki nægilega stórt nafn til að koma aðsókninni á það plan sem vonir stóðu til. Einnig má nefna að auglýsingaplakat myndarinnar er andlitslaust, við sjáum aðeins tvo karlmenn sem eru með hendur á rassi hvor annars. Sú útfærsla er góð hugmynd sem einhvers konar kitla, en mögulega hefði þurft að gera nýtt plakat rétt fyrir útgáfudag myndarinnar, sem sýndi andlit leikaranna. Auglýsingaplakatið. Annað sem mér dettur í hug er að Eichner hafi í viðtölum sett of mikla pressu á fólk að sjá myndina. Hann minnti eilítið á krakka sem var að byrja í nýjum skóla en hræddi í burtu alla mögulega vini með því að vera of „needy.“ Það er í raun ómögulegt að staðfesta eitt eða neitt í þessum efnum og kannski er útbreidd hómófóbía í Bandaríkjunum helsta ástæðan fyrir slappri aðsókn. Það sem hins vegar er hægt að staðfesta eru gæði myndarinnar, þar talar hún algjörlega fyrir sig sjálf. Fyndin, já. Er það nóg? Billy Eichner er, a.m.k. að mínu mati, einn fyndnasti maður á jarðríkinu. Ég hef séð alla þættina af gamanþáttaröðinni hans Difficult People (tvisvar), sem og slatta af Youtube-þáttaröðinni hans Billy on the Street. Því fór ég inn í bíósalinn frekar vongóður um skemmtun. Billy Eichner og Julie Klausner voru erfitt fólk. Billy veldur ekki vonbrigðum varðandi húmorinn, því ýmsar senur eru drepfyndnar, en eitt og sér er það ekki nóg, því Bros veldur vonbrigðum þegar kemur handritinu. Í heildina er hún ekki nægilega skemmtileg kvikmynda upplifun. Sagan og persónurnar náðu mér aldrei og brandararnir voru því skammlífur plástur. Þetta er fyrsta kvikmyndahandrit Billys, en hann vinnur það með leikstjóra myndarinnar, Nicholas Stoller. Ef við skoðum höfundarverk Sollers, þá sjáum við að hann hefur skrifað þó nokkuð margar gamanmyndir sem áhorfendur ættu að kannast við. Það sem þær eiga þó allar sameiginlegt er að vera miðlungs (fyrir utan Zoolander 2, sem var hroðaleg). Því ætti að vera gefið að samstarf Billys og Stollers myndi enda sem miðlungs gamanmynd, enda kemur það á daginn. Helsti vandi Bros liggur hjá aðalpersónunum, þær eru bara ekki nægilega áhugaverðar. Bobby er vælukjói og Aaron er hrútleiðinlegur, og þetta er m.a.s. sagt í myndinni. Höfundarnir hafa hins vegar talið þetta sett fram á nægilega sjarmerandi máta að það kæmi ekki að sök. Það kemur hins vegar að sök. Ég er hreinlega ekki svo viss um að kvikmyndaformið sé rétti miðillinn fyrir Billy Eichner, til þess talar maðurinn of mikið og rómantískar gamanmyndir eru ekki staðgengill ræðustóls. Stundum leið mér líkt og ég væri í leikhúsi að horfa á verk eftir Euguene O´Neil eða Tennessee Williams, sem er ekki góð tilfinning, nema ég bókstaflega sitji í leikhúsi. Billy Eichner hefur frá miklu að segja. Eðlilega liggur Billy Eichner mikið á hjarta og hefur beðið alltof lengi eftir því að tjá sig á hvíta tjaldinu. Hér er hann loks að fá tækifæri til að gera sína draumamynd og líður sennilega eins og þetta sé hans eina tækifæri til að koma sínu á framfæri. Það er allt lagt undir og því verður myndin of mikið eins og predikun og inniheldur því samfélagsleg skilaboð fyrir u.þ.b. fimm kvikmyndir. Það er fræg saga af manni sem reyndi að selja kvikmyndaframleiðandanum Samuel Goldwyn handritið sitt á því að það innihéldi svo mikilvæg skilaboð. Goldwyn á að hafa svarað handritshöfundinum á þann veg að hann ætti að hafa samband við Western Union langaði hann að senda skilaboð. Að sjálfsögðu er mikilvægt að kvikmyndir inniberi einhvers konar samfélagslegt gildi og sögn, en það eru takmörk fyrir öllu. Þ.a.l. endar Bros á því að bogna undan þunga eigin mikilvægi. Mér leiddist aldrei beint, en leið eilítið eins og ég væri í kennslustund sem ég hafði nú þegar setið. Bros er þó skylduáhorf fyrir fólk af gamla skólanum sem hefur ekki enn setið þessa kennslustund, og væri gaman ef það léti sjá sig í bíó. Þó efast ég um að mér verði að þeirri ósk minni. Því miður. Niðurstaða: Bros er oft fyndin, en persónurnar náðu mér ekki, því varð framvindan full þung. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bros hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir að vera svokallað gay rom-com sem átti að standa jafnfætis öllum heterónormatívu rómantísku gamanmyndum sögunnar í aðsókn. Hins vegar kom á daginn að hún kolféll í miðasölu í Bandaríkjunum og breyttist þá bros margra í skeifu. Það er eilítið erfitt að átta sig á hvað olli þessari döpru aðsókn, því á yfirborðinu lítur Bros út fyrir að vera mjög álitlegur kostur sem bíóskemmtun. Einnig voru heildar dómar helstu gagnrýnenda í hærri kantinum fyrir þessa kvikmyndategund og athyglin sem myndin hlaut í fjölmiðlum var mjög mikil. Hómófóbía? Einfaldasta leiðin til að bera kennsl á ástæðu dræmrar aðsóknar er hómófóbía, þar sem myndin fjallar um ástarsamband tveggja karlmanna. Það er þó ólíklegt að það sé eina orsökin, enda hafa fjölmargar kvikmyndir með samkynhneigðum aðalpersónum hlotið frábæra aðsókn. Brokeback Mountain hlaut mikla aðsókn og sópaði til sín verðlaunum, Ef við tökum hómófóbíu alveg út úr jöfnunni hafa bandarískir blaðamenn kokkað upp nokkrar tilgátur. Ein þeirra er að myndin er bönnuð áhorfendum yngri en 17 ára, nema í fylgd með forráðamönnum. Þar með hefur stór hluti unglingamarkaðsins verið tekinn út sem mögulegir miðakaupendur. Önnur ástæða sem helstu rýnar í kvikmyndabransanum hafa sett fram er sú að rómantíska gamanmyndin sé á undanhaldi í aðsókn og sé að færast yfir á streymisveiturnar. Þriðja ástæðan er talin vera sú að myndin inniheldur engar kvikmyndastjörnur. Aðalsprautan Billy Eichner, sem skrifar og leikur aðalhlutverkið, á sér dyggan aðdáendahóp, en er hins vegar ekki nægilega stórt nafn til að koma aðsókninni á það plan sem vonir stóðu til. Einnig má nefna að auglýsingaplakat myndarinnar er andlitslaust, við sjáum aðeins tvo karlmenn sem eru með hendur á rassi hvor annars. Sú útfærsla er góð hugmynd sem einhvers konar kitla, en mögulega hefði þurft að gera nýtt plakat rétt fyrir útgáfudag myndarinnar, sem sýndi andlit leikaranna. Auglýsingaplakatið. Annað sem mér dettur í hug er að Eichner hafi í viðtölum sett of mikla pressu á fólk að sjá myndina. Hann minnti eilítið á krakka sem var að byrja í nýjum skóla en hræddi í burtu alla mögulega vini með því að vera of „needy.“ Það er í raun ómögulegt að staðfesta eitt eða neitt í þessum efnum og kannski er útbreidd hómófóbía í Bandaríkjunum helsta ástæðan fyrir slappri aðsókn. Það sem hins vegar er hægt að staðfesta eru gæði myndarinnar, þar talar hún algjörlega fyrir sig sjálf. Fyndin, já. Er það nóg? Billy Eichner er, a.m.k. að mínu mati, einn fyndnasti maður á jarðríkinu. Ég hef séð alla þættina af gamanþáttaröðinni hans Difficult People (tvisvar), sem og slatta af Youtube-þáttaröðinni hans Billy on the Street. Því fór ég inn í bíósalinn frekar vongóður um skemmtun. Billy Eichner og Julie Klausner voru erfitt fólk. Billy veldur ekki vonbrigðum varðandi húmorinn, því ýmsar senur eru drepfyndnar, en eitt og sér er það ekki nóg, því Bros veldur vonbrigðum þegar kemur handritinu. Í heildina er hún ekki nægilega skemmtileg kvikmynda upplifun. Sagan og persónurnar náðu mér aldrei og brandararnir voru því skammlífur plástur. Þetta er fyrsta kvikmyndahandrit Billys, en hann vinnur það með leikstjóra myndarinnar, Nicholas Stoller. Ef við skoðum höfundarverk Sollers, þá sjáum við að hann hefur skrifað þó nokkuð margar gamanmyndir sem áhorfendur ættu að kannast við. Það sem þær eiga þó allar sameiginlegt er að vera miðlungs (fyrir utan Zoolander 2, sem var hroðaleg). Því ætti að vera gefið að samstarf Billys og Stollers myndi enda sem miðlungs gamanmynd, enda kemur það á daginn. Helsti vandi Bros liggur hjá aðalpersónunum, þær eru bara ekki nægilega áhugaverðar. Bobby er vælukjói og Aaron er hrútleiðinlegur, og þetta er m.a.s. sagt í myndinni. Höfundarnir hafa hins vegar talið þetta sett fram á nægilega sjarmerandi máta að það kæmi ekki að sök. Það kemur hins vegar að sök. Ég er hreinlega ekki svo viss um að kvikmyndaformið sé rétti miðillinn fyrir Billy Eichner, til þess talar maðurinn of mikið og rómantískar gamanmyndir eru ekki staðgengill ræðustóls. Stundum leið mér líkt og ég væri í leikhúsi að horfa á verk eftir Euguene O´Neil eða Tennessee Williams, sem er ekki góð tilfinning, nema ég bókstaflega sitji í leikhúsi. Billy Eichner hefur frá miklu að segja. Eðlilega liggur Billy Eichner mikið á hjarta og hefur beðið alltof lengi eftir því að tjá sig á hvíta tjaldinu. Hér er hann loks að fá tækifæri til að gera sína draumamynd og líður sennilega eins og þetta sé hans eina tækifæri til að koma sínu á framfæri. Það er allt lagt undir og því verður myndin of mikið eins og predikun og inniheldur því samfélagsleg skilaboð fyrir u.þ.b. fimm kvikmyndir. Það er fræg saga af manni sem reyndi að selja kvikmyndaframleiðandanum Samuel Goldwyn handritið sitt á því að það innihéldi svo mikilvæg skilaboð. Goldwyn á að hafa svarað handritshöfundinum á þann veg að hann ætti að hafa samband við Western Union langaði hann að senda skilaboð. Að sjálfsögðu er mikilvægt að kvikmyndir inniberi einhvers konar samfélagslegt gildi og sögn, en það eru takmörk fyrir öllu. Þ.a.l. endar Bros á því að bogna undan þunga eigin mikilvægi. Mér leiddist aldrei beint, en leið eilítið eins og ég væri í kennslustund sem ég hafði nú þegar setið. Bros er þó skylduáhorf fyrir fólk af gamla skólanum sem hefur ekki enn setið þessa kennslustund, og væri gaman ef það léti sjá sig í bíó. Þó efast ég um að mér verði að þeirri ósk minni. Því miður. Niðurstaða: Bros er oft fyndin, en persónurnar náðu mér ekki, því varð framvindan full þung.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira