Guðni Ágústsson telur í hjá Stuðmönnum á Selfossi í kvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2022 13:05 Sviðið er í þessu glæsilega húsi í nýja miðbænum á Selfossi, sem heitir Friðriksútgáfa og er eftirlíking af samskonar húsi, sem stóð á Möðruvöllum. Sviðið er búið fyrst flokks tækjabúnaði og aðstöðu fyrir hljómsveitir Aðsend Þrátt fyrir að nýi miðbærinn á Selfossi hafi verið opinn í rúmlega eitt ár er ekki komin starfsemi í öll þrettán húsin á svæðinu. Það er þó að gerast smátt og smátt en í kvöld opnar þar skemmtistaður, sem hefur fengið nafnið Sviðið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra spilar þar stórt hlutverk. Nýi miðbærinn hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum. Starfsemi komst strax í langflest húsin en það eru þó nokkrir staðir, sem hafa verið að opna á síðustu mánuðum. Ein opnunin er í kvöld en þá verður Sviðið, glæsilegur tónleika- og veislusalur á þremur hæðum opnaður með tónleikum Stuðmanna. Þórir Jóhannsson, Selfyssingur er eigandi staðarins. “Það er komið að tímamótum í menningarlífi Sunnlendinga því fyrsti sérhannaði tónleikastaður Selfyssinga og Sunnlendinga er að opna í kvöld, Sviðið í nýja miðbænum. Það er búið að vera að bíða eftir þessu í langan tíma en við erum búnir að vera eitt og hálft ár að koma þessu í gang og nú erum við komin á leiðarenda og í kvöld stígur unglingahljómsveitin Stuðmenn á stokk og opnar fyrir okkur sviðið,” segir Þórir spenntur fyrir kvöldinu. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi í nýja miðbænum mun telja í fyrir Stuðmenn og sjá til þess að nýi staðurinn verði formlega opnaður með ávarpi. Helgi Björnsson verður gestasöngvari. Sviðið er í mjög merkilegu húsi. “Já, þetta er í raun og veru Friðriksgáfa, sem er eftirbygging af Friðriksgáfu, sem var á Möðruvöllum og þetta er hús á þremur hæðum. Það er tónleikastaður í kjallaranum, sem tekur um 200 manns, síðan erum við með Miðbarinn, sem er skemmtistaður og sportbar og svo erum við með Hæðina, sem er undir risi þar sem hægt er að halda minni veislur.” Þórir Jóhannsson, eigandi nýja staðarins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er á þremur hæðum.Aðsend En á Þórir von á að svona staður eigi eftir að virka og ganga vel í nýja miðbænum? “Ég hef bara fulla trú á þessu verkefni og eins og ég segi, ég held að það sé mikil þörf og eftirspurn ekki síst, maður finnur það bara á viðbrögðunum, Sunnlendingar og Selfyssingar eru búnir að vera að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,” segir Þórir að lokum. Heimasíða nýja staðarsins á Selfossi Árborg Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Nýi miðbærinn hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum. Starfsemi komst strax í langflest húsin en það eru þó nokkrir staðir, sem hafa verið að opna á síðustu mánuðum. Ein opnunin er í kvöld en þá verður Sviðið, glæsilegur tónleika- og veislusalur á þremur hæðum opnaður með tónleikum Stuðmanna. Þórir Jóhannsson, Selfyssingur er eigandi staðarins. “Það er komið að tímamótum í menningarlífi Sunnlendinga því fyrsti sérhannaði tónleikastaður Selfyssinga og Sunnlendinga er að opna í kvöld, Sviðið í nýja miðbænum. Það er búið að vera að bíða eftir þessu í langan tíma en við erum búnir að vera eitt og hálft ár að koma þessu í gang og nú erum við komin á leiðarenda og í kvöld stígur unglingahljómsveitin Stuðmenn á stokk og opnar fyrir okkur sviðið,” segir Þórir spenntur fyrir kvöldinu. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi í nýja miðbænum mun telja í fyrir Stuðmenn og sjá til þess að nýi staðurinn verði formlega opnaður með ávarpi. Helgi Björnsson verður gestasöngvari. Sviðið er í mjög merkilegu húsi. “Já, þetta er í raun og veru Friðriksgáfa, sem er eftirbygging af Friðriksgáfu, sem var á Möðruvöllum og þetta er hús á þremur hæðum. Það er tónleikastaður í kjallaranum, sem tekur um 200 manns, síðan erum við með Miðbarinn, sem er skemmtistaður og sportbar og svo erum við með Hæðina, sem er undir risi þar sem hægt er að halda minni veislur.” Þórir Jóhannsson, eigandi nýja staðarins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er á þremur hæðum.Aðsend En á Þórir von á að svona staður eigi eftir að virka og ganga vel í nýja miðbænum? “Ég hef bara fulla trú á þessu verkefni og eins og ég segi, ég held að það sé mikil þörf og eftirspurn ekki síst, maður finnur það bara á viðbrögðunum, Sunnlendingar og Selfyssingar eru búnir að vera að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,” segir Þórir að lokum. Heimasíða nýja staðarsins á Selfossi
Árborg Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira