Rasistar og tröll nýta sér tækifærið á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 13:44 Hvað Elon Musk ætlar sér með Twitter er ekki ljóst enn en hann hefur gefið í skyn að hann vilji bjóða notendum mismunandi upplifun af samfélagsmiðlinum. Getty/Muhammed Selim Korkutata Í kjölfar þess að auðjöfurinn Elon Musk tók yfir stjórn samfélagsmiðilsins Twitter er útlit fyrir að fjölmargir rasistar og nettröll hafi nýtt sér tækifærið til að básúna hatri sínu og leiðindum á samfélagsmiðlinum en Musk segist ætla að leggja mikla áherslu á málfrelsi á Twitter og eru uppi miklar vangaveltur um það hvernig ritstjórn mun fara fram. Nokkrum klukkustundum eftir að Musk lýsti því yfir að hann ætti Twitter dældu þessir rasistar og þessi tröll tístum á Twitter sem innihéldu gyðingahatur, nasisma og rasisma. Bandarísku samtökin Anti-Defamation League eða ADL sögðu í gær að markviss herferð hefði skilað miklu magni af tístum sem innihéldu gyðingahatur og rasisma. Mikið af þessu hefði mátt rekja til hinnar umdeildu síðu 4chan og samfélagsmiðilsins Telegram. Í upprunalegu færslunni á 4chan stóð: „Nú þegar Elon er búinn að taka yfir Twitter er loks kominn tími fyrir okkur að nýta hæfileika okkar“. Þar var fólk hvatt til að rífast við gyðinga á Twitter og líka við rasista-færslur annarra, samkvæmt frétt New York Times. Tónlistarmaðurinn Kanye West var einnig hylltur í áðurnefndri færslu fyrir að hafa „rofið stífluna“. Washington Post segir einnig frá flóði ógeðfelldra tísta í kjölfar yfirtöku Musks. Washington Post sagði nýverið frá því að miðillinn hefði heimildir fyrir því að Musk ætlaði sér að segja upp stórum hluta starfsfólks Twitter. Engum virðist þó hafa verið sagt upp í gær, föstudag, og starfsmenn Twitter segja uppsagnir ekki hafa borið á góma innan veggja fyrirtækisins. Engar breytingar í bili Musk lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér ekki að gera neinar umfangsmiklar breytingar á ritstjórn Twitter að svo stöddu. Eitt hans fyrstu verka yrði að stofna sérstakt ritstjórnarráð og sagði hann að það yrði skipað meðlimum með fjölbreytt sjónarmið. Sjá einnig: Segist ekki hafa beitt sér fyrir endurkomu Ye Notendur Twitter eru rúmlega 230 milljónir talsins, sem er mun minna en hjá helstu samkeppnisaðilum fyrirtækisins eins og Facebook og TikTok. Miðillinn hefur þó alltaf verið mjög áhrifamikill. Óljóst er hvort Musk hugsi sér að áðurnefnt ráð verði svipað því sem forsvarsmenn Facebook hafa stofnað en það ráð á að greina ritstjórnaraðgerðir starfsmanna og leggja mat á það. Musk sendi nýverið frá sér yfirlýsingu til auglýsenda þar sem hann sagði að Twitter yrði ekki að einhvers konar „helvíti þar sem öllum yrði frjálst að gera það sem þeim sýnist“. Í nýlegu tísti frá Musk, þar sem hann svaraði vangaveltum um ritstjórnarráð Twitter og Facebook, sagði Musk að líklega væri best að notendur gætu valið upplifun á Twitter eftir því sem þeir vilja. Vísaði hann til aldurstakmarka á kvikmyndir sem dæmis. Tíst yrðu sett í ákveðinn flokk við birtingu þeirra og þau gætu færst um flokka miðað við það hvernig aðrir notendur flokka þau. Good point. Being able to select which version of Twitter you want is probably better, much as it would be for a movie maturity rating. The rating of the tweet itself could be self-selected, then modified by user feedback.— Elon Musk (@elonmusk) October 29, 2022 Musk svaraði öðru tísti í nótt þar sem notandi lagði til að Twitter yrði skipt upp í mismunandi svæði, eins og tölvuleikur. Eitt svæði yrði eins og hefðbundið Twitter þar sem ritstjórn væri tiltölulega mikil og önnur yrði fyrir nafnlausa reikninga þar sem fólk gæti sagt það sem það vill. Auðjöfurinn sagði að „eitthvað eins og þetta“ gæti verið sniðugt. Something like this makes sense— Elon Musk (@elonmusk) October 29, 2022 Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Nokkrum klukkustundum eftir að Musk lýsti því yfir að hann ætti Twitter dældu þessir rasistar og þessi tröll tístum á Twitter sem innihéldu gyðingahatur, nasisma og rasisma. Bandarísku samtökin Anti-Defamation League eða ADL sögðu í gær að markviss herferð hefði skilað miklu magni af tístum sem innihéldu gyðingahatur og rasisma. Mikið af þessu hefði mátt rekja til hinnar umdeildu síðu 4chan og samfélagsmiðilsins Telegram. Í upprunalegu færslunni á 4chan stóð: „Nú þegar Elon er búinn að taka yfir Twitter er loks kominn tími fyrir okkur að nýta hæfileika okkar“. Þar var fólk hvatt til að rífast við gyðinga á Twitter og líka við rasista-færslur annarra, samkvæmt frétt New York Times. Tónlistarmaðurinn Kanye West var einnig hylltur í áðurnefndri færslu fyrir að hafa „rofið stífluna“. Washington Post segir einnig frá flóði ógeðfelldra tísta í kjölfar yfirtöku Musks. Washington Post sagði nýverið frá því að miðillinn hefði heimildir fyrir því að Musk ætlaði sér að segja upp stórum hluta starfsfólks Twitter. Engum virðist þó hafa verið sagt upp í gær, föstudag, og starfsmenn Twitter segja uppsagnir ekki hafa borið á góma innan veggja fyrirtækisins. Engar breytingar í bili Musk lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér ekki að gera neinar umfangsmiklar breytingar á ritstjórn Twitter að svo stöddu. Eitt hans fyrstu verka yrði að stofna sérstakt ritstjórnarráð og sagði hann að það yrði skipað meðlimum með fjölbreytt sjónarmið. Sjá einnig: Segist ekki hafa beitt sér fyrir endurkomu Ye Notendur Twitter eru rúmlega 230 milljónir talsins, sem er mun minna en hjá helstu samkeppnisaðilum fyrirtækisins eins og Facebook og TikTok. Miðillinn hefur þó alltaf verið mjög áhrifamikill. Óljóst er hvort Musk hugsi sér að áðurnefnt ráð verði svipað því sem forsvarsmenn Facebook hafa stofnað en það ráð á að greina ritstjórnaraðgerðir starfsmanna og leggja mat á það. Musk sendi nýverið frá sér yfirlýsingu til auglýsenda þar sem hann sagði að Twitter yrði ekki að einhvers konar „helvíti þar sem öllum yrði frjálst að gera það sem þeim sýnist“. Í nýlegu tísti frá Musk, þar sem hann svaraði vangaveltum um ritstjórnarráð Twitter og Facebook, sagði Musk að líklega væri best að notendur gætu valið upplifun á Twitter eftir því sem þeir vilja. Vísaði hann til aldurstakmarka á kvikmyndir sem dæmis. Tíst yrðu sett í ákveðinn flokk við birtingu þeirra og þau gætu færst um flokka miðað við það hvernig aðrir notendur flokka þau. Good point. Being able to select which version of Twitter you want is probably better, much as it would be for a movie maturity rating. The rating of the tweet itself could be self-selected, then modified by user feedback.— Elon Musk (@elonmusk) October 29, 2022 Musk svaraði öðru tísti í nótt þar sem notandi lagði til að Twitter yrði skipt upp í mismunandi svæði, eins og tölvuleikur. Eitt svæði yrði eins og hefðbundið Twitter þar sem ritstjórn væri tiltölulega mikil og önnur yrði fyrir nafnlausa reikninga þar sem fólk gæti sagt það sem það vill. Auðjöfurinn sagði að „eitthvað eins og þetta“ gæti verið sniðugt. Something like this makes sense— Elon Musk (@elonmusk) October 29, 2022
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira