Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 08:24 Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Getty/Ahmad Said Yfirvöld í Rússlandi lýstu því yfir í gærkvöldi að ríkið myndi ekki langur taka þátt í samkomulagi sem hefur orðið til þess að rúm níu milljón tonn af korni hafa verið flutt frá Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn saka Rússa um að reyna að beita hungri sem vopni. Korn-samkomulagið mun renna út þann 19. nóvember en Rússar hafa verið hvattir til að framlengja það. Meðal annars af Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en samkomulagið er talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Tyrklands leiddu viðræðurnar um samkomulagið en talsmaður Guterres sagði AP fréttaveitunni að það hefði haft jákvæð áhrif á milljarða manna um heim allan. Sameinuðu þjóðirnar segjast í samskiptum við yfirvöld í Rússlandi vegna ákvörðunarinnar. Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ákvörðun Rússa hafa verið fyrirsjáanlega og sakar þá um að hafa haldið aftur af kornflutningum frá því í september. Um 176 skip full af korni komist ekki leiðar sinnar og þau beri meira en tvær milljónir tonna af korni. Úkraínumenn hafa ekki viljað tjá sig enn um drónaárásina í gær og neita í raun að hafa gert hana. Þess í stað hafa þeir sagt að Rússar hljóti að hafa misst stjórn á eigin vopnum. Yfirvöld í Úkraínu neita iðulega að tjá sig um árásir sem þessar. Myndbönd af árásinni má sjá í fréttinni hér að neðan. Fregnir af árásinni eru enn nokkuð óljósar en Rússar sögðu í gær að sextán drónar hefðu verið notaðir við árásina og að minnst tvö skip hefðu skemmst í henni. Þar á meðal væru skip sem hannað er til að finna tundurdufl og freigátan Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa. Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Freigátan var ekki sögð hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Útlit er fyrir að hitt skipið, sem heitir Grigorovich aðmíráll, hafi orðið fyrir meiri skemmdum en það er enn óstaðfest. Eftir að Rússar sögðu tvö skip hafa skemmst sögðu þeir að bara eitt hefði orðið fyrir skemmdum. Myndbönd af árásinni sýna þó að einn dróni virðist hafa komist nokkuð nálægt Makarov en drónarnir eru hannaðir til að springa í loft upp. Rússar halda því fram að breskir sérfræðingar hafi komið að árásinni, sem þeir lýsa sem „hryðjuverkaárás“. Rússar saka Breta einnig um að hafa sprengt upp Nord Stream gasleiðslurnar í síðasta mánuði. Yfirvöld Í Moskvu hafa farið fram á það að árásin verði rædd í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Korn-samkomulagið mun renna út þann 19. nóvember en Rússar hafa verið hvattir til að framlengja það. Meðal annars af Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en samkomulagið er talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Tyrklands leiddu viðræðurnar um samkomulagið en talsmaður Guterres sagði AP fréttaveitunni að það hefði haft jákvæð áhrif á milljarða manna um heim allan. Sameinuðu þjóðirnar segjast í samskiptum við yfirvöld í Rússlandi vegna ákvörðunarinnar. Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ákvörðun Rússa hafa verið fyrirsjáanlega og sakar þá um að hafa haldið aftur af kornflutningum frá því í september. Um 176 skip full af korni komist ekki leiðar sinnar og þau beri meira en tvær milljónir tonna af korni. Úkraínumenn hafa ekki viljað tjá sig enn um drónaárásina í gær og neita í raun að hafa gert hana. Þess í stað hafa þeir sagt að Rússar hljóti að hafa misst stjórn á eigin vopnum. Yfirvöld í Úkraínu neita iðulega að tjá sig um árásir sem þessar. Myndbönd af árásinni má sjá í fréttinni hér að neðan. Fregnir af árásinni eru enn nokkuð óljósar en Rússar sögðu í gær að sextán drónar hefðu verið notaðir við árásina og að minnst tvö skip hefðu skemmst í henni. Þar á meðal væru skip sem hannað er til að finna tundurdufl og freigátan Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa. Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Freigátan var ekki sögð hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Útlit er fyrir að hitt skipið, sem heitir Grigorovich aðmíráll, hafi orðið fyrir meiri skemmdum en það er enn óstaðfest. Eftir að Rússar sögðu tvö skip hafa skemmst sögðu þeir að bara eitt hefði orðið fyrir skemmdum. Myndbönd af árásinni sýna þó að einn dróni virðist hafa komist nokkuð nálægt Makarov en drónarnir eru hannaðir til að springa í loft upp. Rússar halda því fram að breskir sérfræðingar hafi komið að árásinni, sem þeir lýsa sem „hryðjuverkaárás“. Rússar saka Breta einnig um að hafa sprengt upp Nord Stream gasleiðslurnar í síðasta mánuði. Yfirvöld Í Moskvu hafa farið fram á það að árásin verði rædd í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira