Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 10:21 Fjöldi fólks á tvítugs- og þrítugsaldri dó í þröngu húsasundi í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Yonhap fréttaveitan segir mögulegt að tala látinna muni hækka enn frekar því nítján séu enn í alvarlegu ástandi. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi. Þetta er mannskæðasti troðningurinn í sögu Suður-Kóreu og mannskæðasta atvik ríkisins frá árinu 2014, þegar um 304 fórust þegar ferja sökk. Eins og nú voru flestir þeirra sem fórust með ferjunni ungmenni. Yonhap segir að minnst 97 þeirra sem dóu hafi verið konur. Þær hafi komið verr úr troðningnum vegna smæðar þeirra og yfirleitt séu þær einnig í þyngri hrekkjavökubúningum. Yfirvöld segja einnig að 22 þeirra sem dóu hafi verið erlendis frá. Þar á meðal hafi fjórir verið frá Kína, fjórir frá Íran og þrír frá Rússlandi. Lögreglan hefur til rannsóknar hvernig troðningurinn atvikaðist en vitni segja að það hafi byrjað á því að fjöldi fólks fór inn í húsasund. Það húsasund er sagt vera fjórir metrar á breidd og fjörutíu metra langt og halla niður á við. Þar er fólkið sagt hafa fallið eins og dómínókubbar og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu en á meðan á þessu stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundi, án þess að sjá að fólk hafið dottið framar í þrengslunum. Hér í sjónvarpsfrétt Yonhap má meðal annars sjá myndefni sem sýnir aðstæður í umræddu húsasundi. Þar að neðan má sjá fleiri fréttir um troðninginn mannskæða. Suður-Kórea Tengdar fréttir Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Yonhap fréttaveitan segir mögulegt að tala látinna muni hækka enn frekar því nítján séu enn í alvarlegu ástandi. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi. Þetta er mannskæðasti troðningurinn í sögu Suður-Kóreu og mannskæðasta atvik ríkisins frá árinu 2014, þegar um 304 fórust þegar ferja sökk. Eins og nú voru flestir þeirra sem fórust með ferjunni ungmenni. Yonhap segir að minnst 97 þeirra sem dóu hafi verið konur. Þær hafi komið verr úr troðningnum vegna smæðar þeirra og yfirleitt séu þær einnig í þyngri hrekkjavökubúningum. Yfirvöld segja einnig að 22 þeirra sem dóu hafi verið erlendis frá. Þar á meðal hafi fjórir verið frá Kína, fjórir frá Íran og þrír frá Rússlandi. Lögreglan hefur til rannsóknar hvernig troðningurinn atvikaðist en vitni segja að það hafi byrjað á því að fjöldi fólks fór inn í húsasund. Það húsasund er sagt vera fjórir metrar á breidd og fjörutíu metra langt og halla niður á við. Þar er fólkið sagt hafa fallið eins og dómínókubbar og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu en á meðan á þessu stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundi, án þess að sjá að fólk hafið dottið framar í þrengslunum. Hér í sjónvarpsfrétt Yonhap má meðal annars sjá myndefni sem sýnir aðstæður í umræddu húsasundi. Þar að neðan má sjá fleiri fréttir um troðninginn mannskæða.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34
Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52