Samfylkingin skuldi þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 30. október 2022 18:07 Helga Vala segir Samfylkinguna skulda þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Stöð 2 Formaður þingflokks Samfylkingarinnar útilokar ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn á komandi árum. Gefa þurfi Sjálfstæðisflokknum frí. Samfylkingin sé hins vegar fjöldahreyfing og þetta aðeins hennar skoðun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í velferðamálum harkalega á landsfundi flokksins í gær. Þar benti hún á að hátt í 50 milljarðar króna hafi árlega verið teknir út úr ríkissjóði á kostnað velferðarkerfisins með almennum skattabreytingum. Fram kom að seta Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn síðustu tíu ár hafi haft alvarlegar afleiðingar sem komi æ betur í ljós. Kristrún gaf fréttastofu Stöðvar 2 þó ekki skýr svör í gær eftir ræðuna um hvort hún væri með þessu að útiloka alfarið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf að ræða inn í flokknum og í stjórn flokksins. En það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur fyrir í þessum efnum,“ segir Kristrún. Nánast algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins í gær þar sem nýtt fólk kom inn í stöður ritara, gjaldkera, formanns framkvæmdastjórnar, varaformanns og formanns. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður er sú eina sem er enn í forystusveit flokksins. Hún segist hafa afdráttarlausa skoðun í þessu máli. „Við skuldum þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Ég held að það væri mjög gott fyrir allt samfélagið, fyrir alla innviði okkar, fyrir kerfið okkar. Við sjáum auðvitað ástandið á innviðum landsins að sveltistefna Sjálfstæðisflokksins og fylgiflokka hans er að bitna mjög harkalega á almenningi sem að fá ekki læknistíma, ekki heilbrigðisþjónustu. Vegirnir, velferðarkerfið, menntakerfið ég meina það er alveg sama hvar við horfum á,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera sína skoðun en hún sé ekki vera ein í Samfylkingunni, flokkurinn sé fjöldahreyfing. Helga Vala gaf kost á sér í embætti varaformanns fyrir tveimur árum á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur sitjandi formanni sem hafði betur. Hún segist ekki hafa íhugað nú að bjóða sig aftur fram. „Mér fannst bara það ekki vera „mómentið“ mér fannst tíminn svolítið vera þarna á þessum tíma og vildi bara bjóða upp á mína krafta. Ég er rosa lítil svona orðukelling, ég sækist lítið eftir embættum,“ segir Helga Vala. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í velferðamálum harkalega á landsfundi flokksins í gær. Þar benti hún á að hátt í 50 milljarðar króna hafi árlega verið teknir út úr ríkissjóði á kostnað velferðarkerfisins með almennum skattabreytingum. Fram kom að seta Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn síðustu tíu ár hafi haft alvarlegar afleiðingar sem komi æ betur í ljós. Kristrún gaf fréttastofu Stöðvar 2 þó ekki skýr svör í gær eftir ræðuna um hvort hún væri með þessu að útiloka alfarið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf að ræða inn í flokknum og í stjórn flokksins. En það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur fyrir í þessum efnum,“ segir Kristrún. Nánast algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins í gær þar sem nýtt fólk kom inn í stöður ritara, gjaldkera, formanns framkvæmdastjórnar, varaformanns og formanns. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður er sú eina sem er enn í forystusveit flokksins. Hún segist hafa afdráttarlausa skoðun í þessu máli. „Við skuldum þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Ég held að það væri mjög gott fyrir allt samfélagið, fyrir alla innviði okkar, fyrir kerfið okkar. Við sjáum auðvitað ástandið á innviðum landsins að sveltistefna Sjálfstæðisflokksins og fylgiflokka hans er að bitna mjög harkalega á almenningi sem að fá ekki læknistíma, ekki heilbrigðisþjónustu. Vegirnir, velferðarkerfið, menntakerfið ég meina það er alveg sama hvar við horfum á,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera sína skoðun en hún sé ekki vera ein í Samfylkingunni, flokkurinn sé fjöldahreyfing. Helga Vala gaf kost á sér í embætti varaformanns fyrir tveimur árum á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur sitjandi formanni sem hafði betur. Hún segist ekki hafa íhugað nú að bjóða sig aftur fram. „Mér fannst bara það ekki vera „mómentið“ mér fannst tíminn svolítið vera þarna á þessum tíma og vildi bara bjóða upp á mína krafta. Ég er rosa lítil svona orðukelling, ég sækist lítið eftir embættum,“ segir Helga Vala.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira