Læknafélagið telur fækkun millistjórnenda jákvæða þróun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 13:19 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, bindur vonir við að með breytti skipuriti muni raddir þeirra sem vinna í návígi með sjúklingum heyrast betur. Vísir/Einar Formaður Læknafélags Íslands telur að boðaðar skipulagsbreytingar á Landspítalanum séu jákvæðar og muni koma til með að færa völd og ákvarðanatöku nær þeim sem vinna á gólfinu og í návígi við sjúklinga. Í nýju skipuriti eru meðal annars tíu stöðugildi forstöðumanna lögð niður. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, greindi í gær frá nýju skipuriti spítalans. Áherslubreytingar sjást á nýju skipuriti þar sem stjórnskipulagið en einfaldað og aukin áhersla er lögð á klíníska þjónustu spítalans. Framkvæmdastjórum hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar verður veitt aukin ábyrgð og þá hafa tíu stöðugildi forstöðumanna verið lögð niður. Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. „Það er auðvitað þungbært í hvert skipti sem þarf að gera breytingar sem fela í sér uppsagnir en okkur finnst í grunninn þetta vera jákvæðar breytingar og hugsunin þarna, eins og við upplifum þær, að það sé verið að fækka stjórnendalögum, í þeim tilgangi að færa þá völd og ákvörðunartöku nær þeim sem eru að vinna á gólfinu á spítalanum í tengslum við sjúklinga.“ Undanfarin ár hafa heilbrigðisyfirvöld verið gagnrýnd fyrir fjölda millistjórnenda. Er þetta tilraun til að vinda ofan af þeirri þróun? „Við skynjum það akkúrat þannig, og þetta er kynnt þannig innan spítalans, að þetta sé til þess að fækka þessum lögum sem að okkar mati voru orðin allt of mörg og boðleiðir allt of langar þannig að við sem vinnum í návígi við sjúklinga upplifum ekki að rödd okkar heyrist þegar við erum að benda á eitthvað sem betur mætti fara varðandi gæði og öryggi og annað slíkt. Það er erfitt að vinna á vinnustað þar sem rödd starfsfólksins í kjarnastarfseminni nær ekki alla leið upp á topp.“ Steinunn segist eiga þá ósk heitasta að hægt verði að fjölga starfsfólki. Sparnaðurinn sem fáist með hagræðingunni verði þó ekki til þess að hægt verði að fjölga starfsfólki á gólfinu. „En okkar von er auðvitað að þetta verði meira aðlaðandi vinnustaður fyrir vikið og eigi auðveldara með að laða til sín hæft fólk á gólfið.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, greindi í gær frá nýju skipuriti spítalans. Áherslubreytingar sjást á nýju skipuriti þar sem stjórnskipulagið en einfaldað og aukin áhersla er lögð á klíníska þjónustu spítalans. Framkvæmdastjórum hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar verður veitt aukin ábyrgð og þá hafa tíu stöðugildi forstöðumanna verið lögð niður. Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. „Það er auðvitað þungbært í hvert skipti sem þarf að gera breytingar sem fela í sér uppsagnir en okkur finnst í grunninn þetta vera jákvæðar breytingar og hugsunin þarna, eins og við upplifum þær, að það sé verið að fækka stjórnendalögum, í þeim tilgangi að færa þá völd og ákvörðunartöku nær þeim sem eru að vinna á gólfinu á spítalanum í tengslum við sjúklinga.“ Undanfarin ár hafa heilbrigðisyfirvöld verið gagnrýnd fyrir fjölda millistjórnenda. Er þetta tilraun til að vinda ofan af þeirri þróun? „Við skynjum það akkúrat þannig, og þetta er kynnt þannig innan spítalans, að þetta sé til þess að fækka þessum lögum sem að okkar mati voru orðin allt of mörg og boðleiðir allt of langar þannig að við sem vinnum í návígi við sjúklinga upplifum ekki að rödd okkar heyrist þegar við erum að benda á eitthvað sem betur mætti fara varðandi gæði og öryggi og annað slíkt. Það er erfitt að vinna á vinnustað þar sem rödd starfsfólksins í kjarnastarfseminni nær ekki alla leið upp á topp.“ Steinunn segist eiga þá ósk heitasta að hægt verði að fjölga starfsfólki. Sparnaðurinn sem fáist með hagræðingunni verði þó ekki til þess að hægt verði að fjölga starfsfólki á gólfinu. „En okkar von er auðvitað að þetta verði meira aðlaðandi vinnustaður fyrir vikið og eigi auðveldara með að laða til sín hæft fólk á gólfið.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04
Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01