Gjaldskyld svæði bílastæða í miðborginni víkkuð út Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2022 19:31 Víða í gamla Vesturbænum og í Þingholtunum hafa íbúar átt í miklum vandræðum með að finna bílasæði. Um áramótin verður gjaldskylda tekin upp víðar í þessum hverfum til að létta á ásókninni. Grafík/Hjalti Gjaldsvæði fyrir bílastæði í nokkrum götum Vesturbæjar og Þingholta verða stækkuð á næstunni. Íbúar í Vesturbæ og miðborg eiga margir hverjir erfitt með að finna bílastæði meðal annars vegna fjölgunar íbúa og ferðmanna með aukinni starfsemi hótela, veitingahúsa og verslana. Fjölgun ferðamanna á undanförnum rúmum áratug hefur kallað á fjölgun hótela, veitingastaða, leiguíbúða og annarra þjónustustarfsemi með fjölgun starfa til að mynda í gamla Vesturbænum. Þetta hefur aukið ásóknina í bílastæði þannig að íbúar í nálægum götum geta átt erfitt með að leggja bílum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Eftir þrýsting frá íbúum var tekin upp gjaldskylda á Nýlendugötu og Mýrargötu í gamla Vesturbænum ásamt nálægum smágötum fyrir örfáum árum sem létti á ásókninni. Hins vegar voru Vesturgata og göturnar þar fyrir ofan upp að Landakoti áfram gjaldfrjálsar vestan Ægisgötu. Þessar götur hafa all lengi verið með gjaldskyldu austan megin Ægisgötu en allir hafa getað lagt gjaldfrjálst í götunum vestan megin. Þetta breytist brátt, að hluta að minnsta kosti. Hér sést yfir hluta þess hluta gamla Vesturbæjarins þar sem gjaldskylda verður tekin upp um áramótin víðar en nú er.Stöð 2/Egill Því innan skamms mun gjaldskyldan verða framlengd á Vesturgötu, Ránargötu, Bárugötu og Öldugötu vestur að Stýrimannastíg sem einnig verður gjaldskyldur ásamt Hrannarstíg. Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir vel kooma til greina að gjaldskylda verði tekin upp enn víðar en nú hefur verið ákveðið.Stöð 2/Egill Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir þetta ekki hvað síst gert vegna þrýstings frá íbúum. Hvers vegna var gjaldskyldan ekki tekin upp alla leið út göturnar? „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Þar ber helst að nefna að á þeim tíma sem bílastæðasjóður er með vöktun á stæðum er notkunin ekki slík að hún réttlæti eða kalli á gjaldskyldu á bílastæðum,“ segir Bjarni. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Það á líka að stækka gjaldskyld svæði annars staðar í Vesturbænum. Hávalla-, Blómvalla-, Ásvalla-, Sólvalla- og Brávallagötur vestan Brávallagötu verða allar gjaldskyldar vestan Blómvallagötu að Hofsvallagötu. Við Tjörnina verður gjaldskylda við Tjarnargötu framlengd frá Ráðherrabústað út að Hringbraut og Bjarkargata verður öll gjaldskyld. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Þá verður gjaldskylda einnig víkkuð út í Þingholtunum og tekin upp á Baldursgötu, Bragagötu, Freyjugötu, Þórsgötu og Lokastíg sem afmarkast af Skólavörðustíg, Njarðargötu, Nönnugötu og Baldursgötu. Íbúar við allar þessar götur geta hins vegar fengið íbúakort. Þeir greiða þá 2.500 krónur á mánuði fyrir að leggja nærri heimilum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Gæti farið svo bæði í Gamla Vesturbænum, Þingholtunum og víðar að gjaldsvæðin stækki? „Algerlega. Þróunin hefur alltaf verið þannig þegar við setjum gjaldskyldu á ákveðnum svæðum fara nágrannar oft að kalla eftir því líka. Bara vegna þess að nýting stæðanna verður miklu betri og fólk á auðveldara með að finna stæði,“segir Bjarni R. Ingvarsson. Breytingarnar taki formlega gildi strax eftir áramótin. Reykjavík Umferð Samgöngur Bílastæði Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjölgun ferðamanna á undanförnum rúmum áratug hefur kallað á fjölgun hótela, veitingastaða, leiguíbúða og annarra þjónustustarfsemi með fjölgun starfa til að mynda í gamla Vesturbænum. Þetta hefur aukið ásóknina í bílastæði þannig að íbúar í nálægum götum geta átt erfitt með að leggja bílum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Eftir þrýsting frá íbúum var tekin upp gjaldskylda á Nýlendugötu og Mýrargötu í gamla Vesturbænum ásamt nálægum smágötum fyrir örfáum árum sem létti á ásókninni. Hins vegar voru Vesturgata og göturnar þar fyrir ofan upp að Landakoti áfram gjaldfrjálsar vestan Ægisgötu. Þessar götur hafa all lengi verið með gjaldskyldu austan megin Ægisgötu en allir hafa getað lagt gjaldfrjálst í götunum vestan megin. Þetta breytist brátt, að hluta að minnsta kosti. Hér sést yfir hluta þess hluta gamla Vesturbæjarins þar sem gjaldskylda verður tekin upp um áramótin víðar en nú er.Stöð 2/Egill Því innan skamms mun gjaldskyldan verða framlengd á Vesturgötu, Ránargötu, Bárugötu og Öldugötu vestur að Stýrimannastíg sem einnig verður gjaldskyldur ásamt Hrannarstíg. Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir vel kooma til greina að gjaldskylda verði tekin upp enn víðar en nú hefur verið ákveðið.Stöð 2/Egill Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir þetta ekki hvað síst gert vegna þrýstings frá íbúum. Hvers vegna var gjaldskyldan ekki tekin upp alla leið út göturnar? „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Þar ber helst að nefna að á þeim tíma sem bílastæðasjóður er með vöktun á stæðum er notkunin ekki slík að hún réttlæti eða kalli á gjaldskyldu á bílastæðum,“ segir Bjarni. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Það á líka að stækka gjaldskyld svæði annars staðar í Vesturbænum. Hávalla-, Blómvalla-, Ásvalla-, Sólvalla- og Brávallagötur vestan Brávallagötu verða allar gjaldskyldar vestan Blómvallagötu að Hofsvallagötu. Við Tjörnina verður gjaldskylda við Tjarnargötu framlengd frá Ráðherrabústað út að Hringbraut og Bjarkargata verður öll gjaldskyld. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Þá verður gjaldskylda einnig víkkuð út í Þingholtunum og tekin upp á Baldursgötu, Bragagötu, Freyjugötu, Þórsgötu og Lokastíg sem afmarkast af Skólavörðustíg, Njarðargötu, Nönnugötu og Baldursgötu. Íbúar við allar þessar götur geta hins vegar fengið íbúakort. Þeir greiða þá 2.500 krónur á mánuði fyrir að leggja nærri heimilum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Gæti farið svo bæði í Gamla Vesturbænum, Þingholtunum og víðar að gjaldsvæðin stækki? „Algerlega. Þróunin hefur alltaf verið þannig þegar við setjum gjaldskyldu á ákveðnum svæðum fara nágrannar oft að kalla eftir því líka. Bara vegna þess að nýting stæðanna verður miklu betri og fólk á auðveldara með að finna stæði,“segir Bjarni R. Ingvarsson. Breytingarnar taki formlega gildi strax eftir áramótin.
Reykjavík Umferð Samgöngur Bílastæði Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira