Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en vitnað í nýjasta tölublað Læknablaðsins.
Haft er eftir Tómasi Guðbjartssyni, hjarta- og lungnaskurðlækni, að allar mælingar sýni mikinn stuðning Íslendinga við líffæragjafir og að nýjar reglur um ætlað samþykki sjúklinga frá 2019 hafi skipt sköpum.
„Ég á ekki von á því að við hefjum hjartaígræðslur á Íslandi, svo sérhæfðar sem aðgerðirnar eru og eftirmeðferðin flókin,“ segir Tómas en flestar aðgerðanna sem hafa verið framkvæmdar á Íslendingum voru gerðar á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg.
Rannsókn á sjúklingahópnum hefur leitt í ljós að meðallíftími eftir aðgerð voru 24,2 ár. Einu ári eftir aðgerð voru 91 prósent enn á lífi og 86 prósent fimm árum síðar.