Meistararnir töpuðu óvænt grannaslagnum við Rayo Vallecano Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 22:00 Real Madríd mátti þola óvænt tap í kvöld. Angel Martinez/Getty Images Real Madríd tapaði óvænt fyrir Rayo Vallecano í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Lokatölur á Campo de Futbol de Vallecas, heimavelli Vallecano, voru 3-2 heimamönnum í vil. Leikurinn var einkar fjörugur en ásamt fimm mörkum þá fór gula spjaldið á loft átta sinnum og rauða spjaldið einu sinni. Einnig voru tvær vítaspyrnur dæmdar. Veislan hófst strax á fimmtu mínútu þegar Santi Comesana kom heimaliðinu yfir. Rayo var þó ekki lengi í paradís eða aðeins um rúman hálftíma. Gestirnir fengu vítaspyrnu sem Luka Modrić sendi í netið af sinni alkunnu snilld. Til að bæta gráu ofan á svart þá kom Éder Militão meisturum Real yfir fjórum mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu Marco Asensio. Við þetta virtust heimamenn tvíeflast en Álvaro García Rivera var réttur maður á réttum stað í teig Real og jafnaði metin í 2-2 áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir um klukkustundarleik sauð allt upp úr. Modrić fékk gult spjald fyrir óíþróttamannslega framkomu á meðan Andoni Iraola, þjálfari heimaliðsins, var sendur í sturtu fyrir hegðun sína á hliðarlínunni. Sá hlær best sem síðast hlær en aðeins nokkrum mínútum síðar fékk heimaliðið vítaspyrnu þegar hendi var dæmd Dani Carvajal. Á punktinn steig Óscar Trejo og skoraði af öryggi. Staðan orðin 3-2 og reyndust það lokatölur þó Real hafi sótt án afláts og tíu mínútum hafi verið bætt við leikinn. FT: Rayo 3-2 Real MadridA frenetic match ends with a Rayo victory. Comesaña, Álvaro & Trejo Modri & Militão#LaLigaTV pic.twitter.com/4GEHyTcXGM— LaLigaTV (@LaLigaTV) November 7, 2022 Tapið þýðir að Real náði toppsætinu ekki af Barcelona en meistararnir eru með 32 stig í 2. sæti eftir 13 leiki á meðan Börsungar eru með 34 stig. Rayo Vallecano er óvænt í 8. sæti deildarinnar með 21 stig eftir sigur kvöldsins. Fótbolti Spænski boltinn
Real Madríd tapaði óvænt fyrir Rayo Vallecano í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Lokatölur á Campo de Futbol de Vallecas, heimavelli Vallecano, voru 3-2 heimamönnum í vil. Leikurinn var einkar fjörugur en ásamt fimm mörkum þá fór gula spjaldið á loft átta sinnum og rauða spjaldið einu sinni. Einnig voru tvær vítaspyrnur dæmdar. Veislan hófst strax á fimmtu mínútu þegar Santi Comesana kom heimaliðinu yfir. Rayo var þó ekki lengi í paradís eða aðeins um rúman hálftíma. Gestirnir fengu vítaspyrnu sem Luka Modrić sendi í netið af sinni alkunnu snilld. Til að bæta gráu ofan á svart þá kom Éder Militão meisturum Real yfir fjórum mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu Marco Asensio. Við þetta virtust heimamenn tvíeflast en Álvaro García Rivera var réttur maður á réttum stað í teig Real og jafnaði metin í 2-2 áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir um klukkustundarleik sauð allt upp úr. Modrić fékk gult spjald fyrir óíþróttamannslega framkomu á meðan Andoni Iraola, þjálfari heimaliðsins, var sendur í sturtu fyrir hegðun sína á hliðarlínunni. Sá hlær best sem síðast hlær en aðeins nokkrum mínútum síðar fékk heimaliðið vítaspyrnu þegar hendi var dæmd Dani Carvajal. Á punktinn steig Óscar Trejo og skoraði af öryggi. Staðan orðin 3-2 og reyndust það lokatölur þó Real hafi sótt án afláts og tíu mínútum hafi verið bætt við leikinn. FT: Rayo 3-2 Real MadridA frenetic match ends with a Rayo victory. Comesaña, Álvaro & Trejo Modri & Militão#LaLigaTV pic.twitter.com/4GEHyTcXGM— LaLigaTV (@LaLigaTV) November 7, 2022 Tapið þýðir að Real náði toppsætinu ekki af Barcelona en meistararnir eru með 32 stig í 2. sæti eftir 13 leiki á meðan Börsungar eru með 34 stig. Rayo Vallecano er óvænt í 8. sæti deildarinnar með 21 stig eftir sigur kvöldsins.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti