Garðabær og Samtökin´78 í samstarf Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 15:46 Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Garðabær og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um þjónustu samtakanna við Garðabæ. Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 skrifuðu undir samninginn. „Samningurinn markar tímamót fyrir okkur í Garðabæ. Hann teiknar upp fyrir okkur fjölbreyttar leiðir til þess að að fagna og fanga fjölbreytileikann í samfélaginu. Við höfum átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 í gegnum tíðina í okkar fræðslustarfi. Nú erum við að formbinda samstarfið og nýtum markvisst þekkingu og innsýn frá samtökunum inn í fræðslu- og tómstundaumhverfið okkar. Það er sérstaklega mikilvægt að þetta gerist núna þar sem fordómar og óæskileg orðræða á sér stað í auknum mæli og við verðum að sporna gegn henni af krafti.“ sagði Almar Guðmundsson bæjarstjóri við undirritunina. Daníel E. Arnarsson framkvæmdarstjóri Samtakanna ´78 tók einnig til máls við undirritunina: ,,Við í samtökunum ´78 hlökkum mikið til samstarfsins. Með þessum samningi er Garðabær að tryggja sér vöndustu hinseginfræðslu sem völ er á. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög taki vel við sér eins og Garðabær hefur gert. Með því að binda fræðsluna í samningi er hægt vinna þetta skipulega fram í tímann og vinnan verður markvissari. Þessi fræðslusamningur við Garðabæ er einn sá víðtækasti sem samtökin hafa gert við sveitarfélag og með honum teljum við að starfsfólk og nemendur séu vel í stakk búin til að tala um hinseginleikann.“ Samningurinn kveður á um að Samtökin ´78 veiti Garðabæ þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi fyrir nokkra þjónustuþætti. Um er að ræða fræðslustarf fyrir nemendur í grunnskólum, starfsfólk í grunn-og leikskólum, félags-og frístundamiðstöðvar og stjórnendur hjá bænum. Þá verður veitt endurgjaldslausa ráðgjöf til ungmenna í Garðabæ. Undirbúningur að fræðslustarfinu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir að fyrstu fræðslufundir fari fram í lok þessa árs og byrjun næsta. Einnig verið að skoða útfærslu á fræðslu til þjálfara íþróttafélaga. Sameiginleg tillaga allra flokka í bæjarstjórn Tillagan um samstarfssamning Garðabæjar við Samtökin ´78 var fyrst lögð var fram í bæjarráði Garðabæjar í sumar í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn. Í tillögunni kom fram að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum og mikilvægt sé að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki. Garðabær Hinsegin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 skrifuðu undir samninginn. „Samningurinn markar tímamót fyrir okkur í Garðabæ. Hann teiknar upp fyrir okkur fjölbreyttar leiðir til þess að að fagna og fanga fjölbreytileikann í samfélaginu. Við höfum átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 í gegnum tíðina í okkar fræðslustarfi. Nú erum við að formbinda samstarfið og nýtum markvisst þekkingu og innsýn frá samtökunum inn í fræðslu- og tómstundaumhverfið okkar. Það er sérstaklega mikilvægt að þetta gerist núna þar sem fordómar og óæskileg orðræða á sér stað í auknum mæli og við verðum að sporna gegn henni af krafti.“ sagði Almar Guðmundsson bæjarstjóri við undirritunina. Daníel E. Arnarsson framkvæmdarstjóri Samtakanna ´78 tók einnig til máls við undirritunina: ,,Við í samtökunum ´78 hlökkum mikið til samstarfsins. Með þessum samningi er Garðabær að tryggja sér vöndustu hinseginfræðslu sem völ er á. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög taki vel við sér eins og Garðabær hefur gert. Með því að binda fræðsluna í samningi er hægt vinna þetta skipulega fram í tímann og vinnan verður markvissari. Þessi fræðslusamningur við Garðabæ er einn sá víðtækasti sem samtökin hafa gert við sveitarfélag og með honum teljum við að starfsfólk og nemendur séu vel í stakk búin til að tala um hinseginleikann.“ Samningurinn kveður á um að Samtökin ´78 veiti Garðabæ þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi fyrir nokkra þjónustuþætti. Um er að ræða fræðslustarf fyrir nemendur í grunnskólum, starfsfólk í grunn-og leikskólum, félags-og frístundamiðstöðvar og stjórnendur hjá bænum. Þá verður veitt endurgjaldslausa ráðgjöf til ungmenna í Garðabæ. Undirbúningur að fræðslustarfinu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir að fyrstu fræðslufundir fari fram í lok þessa árs og byrjun næsta. Einnig verið að skoða útfærslu á fræðslu til þjálfara íþróttafélaga. Sameiginleg tillaga allra flokka í bæjarstjórn Tillagan um samstarfssamning Garðabæjar við Samtökin ´78 var fyrst lögð var fram í bæjarráði Garðabæjar í sumar í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn. Í tillögunni kom fram að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum og mikilvægt sé að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki.
Garðabær Hinsegin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira