Fjöldi umsókna vegna lýtaaðgerða hefur tæplega þrefaldast Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2022 17:59 María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Stöð 2/Sigurjón Umsvif Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist mikið frá árinu 2018. Til að mynda gerðu þær í fyrra tæplega þrefalt fleiri nýja samninga en árið 2018. Þá hefur umsóknum vegna lýtaaðgerða fjölgað um 184 prósent og umsóknum vegna aðgerða erlendis fjölgað um 269 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem farið er yfir helstu tölulegu upplýsingar fyrir árin 2018 til 2022. Þar segir að veruleg fjölgun hafi orðið í nær öllum flokkum erinda og umsókna til Sjúkratrygginga. Auk aukningar í umsóknum um lýtaðgerðir og aðgerðir erlendis ber þar hæst tæplega tvöföldun fjölda umsókna vegna talþjálfunar, tvöföldun fjölda umsókna um lyfjaskírteini og ríflega þriðjungsfjölgun umsókna vegna tannlækninga. Upplýsingarnar má lesa í heild sinni hér að neðan: Sjúkratryggingar Íslands Athygli vekur að þrátt fyrir að fjöldi umsókna vegna sjúklingatryggingar hafi aukist um fjórðung, hefur fjöldi afgreiddra mála lækkað um rúmlega þriðjung. Heilbrigðisstefna skýrir aukningu í fjölda samninga Sem áður segir gerðu Sjúkratryggingar Íslands nánast þrefalt fleiri nýja samninga á síðasta ári en árið 2018 en það er árið áður en heilbrigðisstefna var gefin út. Í tilkynningu SÍ segir að aukninguna árið 2021 megi að hluta til rekja til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það sem af er ári hafa þó verið gerðir ríflega þriðjungi fleiri samningar en allt árið 2018. „Þessi mikla aukning í nýjum samningum er þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst samningar um þjónustu sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Sú vinna sem lögð hefur verið í þær samningaviðræður af hálfu Sjúkratrygginga kemur því ekki fram í þessum tölum. Af þeim 72 samningum sem gerðir voru árið 2021 voru fjórir við ríkisstofnanir, átta við sveitarfélög en 60 við einkaaðila, sjálfseignarstofnanir, hlutafélög o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að þessa auknu framleiðni SÍ megi rekja til krafna heilbrigðisstefnu, sem sett var árið 2019, og auknum framlögum til heilbrigðisþjónustu. „Á sama tíma og verkefni stofnunarinnar hafa aukist svo mjög hafa föst opinber framlög til rekstrar hennar lækkað á föstu verðlagi,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðismál Tryggingar Lýtalækningar Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem farið er yfir helstu tölulegu upplýsingar fyrir árin 2018 til 2022. Þar segir að veruleg fjölgun hafi orðið í nær öllum flokkum erinda og umsókna til Sjúkratrygginga. Auk aukningar í umsóknum um lýtaðgerðir og aðgerðir erlendis ber þar hæst tæplega tvöföldun fjölda umsókna vegna talþjálfunar, tvöföldun fjölda umsókna um lyfjaskírteini og ríflega þriðjungsfjölgun umsókna vegna tannlækninga. Upplýsingarnar má lesa í heild sinni hér að neðan: Sjúkratryggingar Íslands Athygli vekur að þrátt fyrir að fjöldi umsókna vegna sjúklingatryggingar hafi aukist um fjórðung, hefur fjöldi afgreiddra mála lækkað um rúmlega þriðjung. Heilbrigðisstefna skýrir aukningu í fjölda samninga Sem áður segir gerðu Sjúkratryggingar Íslands nánast þrefalt fleiri nýja samninga á síðasta ári en árið 2018 en það er árið áður en heilbrigðisstefna var gefin út. Í tilkynningu SÍ segir að aukninguna árið 2021 megi að hluta til rekja til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það sem af er ári hafa þó verið gerðir ríflega þriðjungi fleiri samningar en allt árið 2018. „Þessi mikla aukning í nýjum samningum er þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst samningar um þjónustu sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Sú vinna sem lögð hefur verið í þær samningaviðræður af hálfu Sjúkratrygginga kemur því ekki fram í þessum tölum. Af þeim 72 samningum sem gerðir voru árið 2021 voru fjórir við ríkisstofnanir, átta við sveitarfélög en 60 við einkaaðila, sjálfseignarstofnanir, hlutafélög o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að þessa auknu framleiðni SÍ megi rekja til krafna heilbrigðisstefnu, sem sett var árið 2019, og auknum framlögum til heilbrigðisþjónustu. „Á sama tíma og verkefni stofnunarinnar hafa aukist svo mjög hafa föst opinber framlög til rekstrar hennar lækkað á föstu verðlagi,“ segir í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Tryggingar Lýtalækningar Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira