22 handteknir í tengslum við árásina í Istanbul Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2022 07:30 Sprengjan sprakk á háannatíma. AP/Emrah Gurel Lögregluyfirvöld í Istanbul hafa handtekið 22 í tengslum við sprengjuárás í borginni í gær, þar sem sex létu lífið og 81 særðist. Innanríkisráðherra Tyrklands segir vígamenn úr röðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands ábyrga. Árásin átti sér stað á Istiklal-göngugötunni á háannatíma. Að sögn dómsmálaráðherrans Bekir Bozdag sat kona þar á bekk í um 45 mínútur en sprengjan sprakk aðeins augnabliki eftir að hún stóð upp og gekk í burtu. Innanríkisráðherrann Suleyman Soylu sagði að árásin hefði verið skipulögð í Ayn al-Arab í Sýrlandi, af aðskilnaðarsinnum úr röðum Kúrda. Nefndi hann Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og Varnarsveitir Kúrda (YPG) í þessu samhengi. Enn sem komið er hefur enginn lýst árásinni á hendur sér. Fólk flúði af vettvangi.AP/Can Ozer Fahrettin Altun, upplýsingafulltrúi forsetaembættisins, gaf það í skyn að árásin kynni að hafa áhrif á samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna en Tyrkir hafa löngum verið afar óánægðir með stuðning Bandaríkjamanna við uppreisnarhópa Kúrda í Sýrlandi. Hann sagði alþjóðasamfélagið þurfa að leggja við hlustir; hryðjuverkaárásir á almenna borgara í Tyrklandi væru óbein afleiðing stuðnings sumra ríkja við hryðjuverkahópa. Honum þyrfti að linna ef menn vildu tryggja sér vináttu Tyrkja. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir árásarmönnunum verða refsað. Hér má sjá myndefni frá Reuters, þar sem meðal annars má sjá þegar sprengjan sprakk. WARNING: GRAPHIC CONTENTAt least six people were killed and 81 wounded when an explosion rocked a busy pedestrian street in central Istanbul https://t.co/l8oPx4jVOJ pic.twitter.com/5yfxldItE8— Reuters (@Reuters) November 13, 2022 Tyrkland Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Árásin átti sér stað á Istiklal-göngugötunni á háannatíma. Að sögn dómsmálaráðherrans Bekir Bozdag sat kona þar á bekk í um 45 mínútur en sprengjan sprakk aðeins augnabliki eftir að hún stóð upp og gekk í burtu. Innanríkisráðherrann Suleyman Soylu sagði að árásin hefði verið skipulögð í Ayn al-Arab í Sýrlandi, af aðskilnaðarsinnum úr röðum Kúrda. Nefndi hann Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og Varnarsveitir Kúrda (YPG) í þessu samhengi. Enn sem komið er hefur enginn lýst árásinni á hendur sér. Fólk flúði af vettvangi.AP/Can Ozer Fahrettin Altun, upplýsingafulltrúi forsetaembættisins, gaf það í skyn að árásin kynni að hafa áhrif á samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna en Tyrkir hafa löngum verið afar óánægðir með stuðning Bandaríkjamanna við uppreisnarhópa Kúrda í Sýrlandi. Hann sagði alþjóðasamfélagið þurfa að leggja við hlustir; hryðjuverkaárásir á almenna borgara í Tyrklandi væru óbein afleiðing stuðnings sumra ríkja við hryðjuverkahópa. Honum þyrfti að linna ef menn vildu tryggja sér vináttu Tyrkja. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir árásarmönnunum verða refsað. Hér má sjá myndefni frá Reuters, þar sem meðal annars má sjá þegar sprengjan sprakk. WARNING: GRAPHIC CONTENTAt least six people were killed and 81 wounded when an explosion rocked a busy pedestrian street in central Istanbul https://t.co/l8oPx4jVOJ pic.twitter.com/5yfxldItE8— Reuters (@Reuters) November 13, 2022
Tyrkland Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira