Ætlar að fá annan til að stýra Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 22:52 Twitter virðist hafa átt hug Elons Musk allan upp á síðkastið. Hann segir að breyting verði brátt á því. Vísir/EPA Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, segist ætla að draga úr afskiptum sínum af miðlinum og fá einhvern annan til að stýra fyrirtækinu. Sá stutti tími sem Musk hefur átt Twitter hefur verið stormasamur svo vægt sé til orða tekið. Gengið hefur á ýmsu frá því að Musk keypti Twitter fyrir 44 milljarða dollara fyrir skemmstu. Hann hefur rekið stóran hluta starfsmanna fyrirtækisins, boðað breytingar á miðlinum sem voru settar í loftið en dregnar til baka jafnharðan aftur og hæðst að fyrrverandi starfsmönnum og jafnvel þingmönnum og dreift samsæriskenningum. Þegar Musk bar vitni í máli sem tengist launagreiðslum hans hjá rafbílafyrirtækinu Tesla sagðist hann búast við því að verja minni tíma í rekstur Twitter á næstunni og að hann vonaðist til þess að ljúka endurskipulagningu fyrirtækisins í þessari viku. Twitter sendi starfsfólki tölvupóst seint í gærkvöldi þar sem því voru gerðir tveir kostir: sætta sig við mikla yfirvinnu við endurskipulagningu fyrirtækisins á næstunni eða taka poka sinn með biðlaunum. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar í Teslu hafi vaxandi áhyggjur af því hversu miklum tíma Musk hefur varið í Twitter upp á síðkastið. „Það er aragrúi verkefna í byrjun eftir kaup við að endurskipuleggja fyrirtækið en ég býst við því að draga úr viðveru minni hjá Twitter,“ sagði Musk fyrir dómi. Viðurkenndi hann að nokkrir verkfræðingar frá Teslu aðstoðuðu nú við að fara yfir verkfræðingateymi Twitter. Það gerðu þeir sjálfviljugir og utan vinnutíma hjá Teslu. Málið gegn Musk snýst um milljarða dollara greiðslur Teslu til hans. Fjárfestar í fyrirtækinu halda því fram að samningur fyrirtækisins við Musk byggist á að hann nái auðsóttum markmiðum sem stjórn sem sé honum undirgefin samþykkti. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Gengið hefur á ýmsu frá því að Musk keypti Twitter fyrir 44 milljarða dollara fyrir skemmstu. Hann hefur rekið stóran hluta starfsmanna fyrirtækisins, boðað breytingar á miðlinum sem voru settar í loftið en dregnar til baka jafnharðan aftur og hæðst að fyrrverandi starfsmönnum og jafnvel þingmönnum og dreift samsæriskenningum. Þegar Musk bar vitni í máli sem tengist launagreiðslum hans hjá rafbílafyrirtækinu Tesla sagðist hann búast við því að verja minni tíma í rekstur Twitter á næstunni og að hann vonaðist til þess að ljúka endurskipulagningu fyrirtækisins í þessari viku. Twitter sendi starfsfólki tölvupóst seint í gærkvöldi þar sem því voru gerðir tveir kostir: sætta sig við mikla yfirvinnu við endurskipulagningu fyrirtækisins á næstunni eða taka poka sinn með biðlaunum. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar í Teslu hafi vaxandi áhyggjur af því hversu miklum tíma Musk hefur varið í Twitter upp á síðkastið. „Það er aragrúi verkefna í byrjun eftir kaup við að endurskipuleggja fyrirtækið en ég býst við því að draga úr viðveru minni hjá Twitter,“ sagði Musk fyrir dómi. Viðurkenndi hann að nokkrir verkfræðingar frá Teslu aðstoðuðu nú við að fara yfir verkfræðingateymi Twitter. Það gerðu þeir sjálfviljugir og utan vinnutíma hjá Teslu. Málið gegn Musk snýst um milljarða dollara greiðslur Teslu til hans. Fjárfestar í fyrirtækinu halda því fram að samningur fyrirtækisins við Musk byggist á að hann nái auðsóttum markmiðum sem stjórn sem sé honum undirgefin samþykkti.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf