Búið að opna fyrir umferð en vegfarendur hvattir til að ferðast í dagsbirtu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2022 14:04 Skriðan er umfangsmikil. Unnið er að hreinsun. Vegagerðin Opnað hefur verið fyrir umferð um Grenivíkurveg síðar í dag þar sem líkur á frekari skriðum á svæðinu er taldar það litlar að ekki sé stætt á því að halda veginum lokuðum lengur. Vegfarendur eru þó hvattir til að ferðast um veginn í dagsbirtu og stoppa ekki á skriðusvæðinu. Vegurinn hefur verið lokaður frá því á fimmtudagsmorguninn þegar stór skriða féll nokkur hundruð metra úr fjallinu fyrir ofan og yfir veginn. Tveir bílar lentu í skriðunni en engan sakaði. Frá því á fimmtudaginn hafa sérfræðingar Veðurstofunnar unnið að því að meta frekari skriðuhættu. Þá hóf Vegagerðin vinnu í gær við að hreinsa veginn. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að eftir greiningu á gögnum sé niðurstaðan sú að ekki hafi orðið vart við frekari hreyfingar í fjallinu. Einnig sjást ekki ummerki um að sérstök hætta sé á frekari skriðuföllum. „Þá hefur ekki verið úrkoma undanfarið og heldur kólnað i veðri, sem er hagstætt. Líkur á frekari skriðuföllum þykja því það litlar að forsvaranlegt sé að opna veginn á ný fyrir almennri umferð,“ segir í færslunni. Því er búið að opna fyrir umferð um veginn. „Vegfarendum er þó bent á að þrátt fyrir að líkur á stórri skriðu séu taldar litlar sé ekki að fullyrða með vissu um frekari skriðuföll. Vegfarendur verði því að meta sjálfir hvort þeir vilji fara þessa leið eða velja aðra. Hjáleið hefur verið um Dalsmynni síðustu daga. Fólk er hvatt til að fara frekar um svæðið í dagsbirtu en myrkri því ef frekari skriðuföll verða er ákveðin hætta á að ekið sé inn í skriðuna ef myrkur er.“ Einnig viljum við beina því til fólks að stoppa alls ekki á skriðusvæðinu til að taka myndir eða svala forvitninni. Það eykur bara hættu og getur truflað aðra umferð. Farið varlega en akið hiklaust í gegn. Að auki eru vegfarendur hvattir til að hringja í Neyðarlínuna og láta vita verði þeir varir við fleiri skriður, eða eitthvað annað óvenjulegt, á svæðinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Grýtubakkahreppur Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Vegurinn hefur verið lokaður frá því á fimmtudagsmorguninn þegar stór skriða féll nokkur hundruð metra úr fjallinu fyrir ofan og yfir veginn. Tveir bílar lentu í skriðunni en engan sakaði. Frá því á fimmtudaginn hafa sérfræðingar Veðurstofunnar unnið að því að meta frekari skriðuhættu. Þá hóf Vegagerðin vinnu í gær við að hreinsa veginn. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að eftir greiningu á gögnum sé niðurstaðan sú að ekki hafi orðið vart við frekari hreyfingar í fjallinu. Einnig sjást ekki ummerki um að sérstök hætta sé á frekari skriðuföllum. „Þá hefur ekki verið úrkoma undanfarið og heldur kólnað i veðri, sem er hagstætt. Líkur á frekari skriðuföllum þykja því það litlar að forsvaranlegt sé að opna veginn á ný fyrir almennri umferð,“ segir í færslunni. Því er búið að opna fyrir umferð um veginn. „Vegfarendum er þó bent á að þrátt fyrir að líkur á stórri skriðu séu taldar litlar sé ekki að fullyrða með vissu um frekari skriðuföll. Vegfarendur verði því að meta sjálfir hvort þeir vilji fara þessa leið eða velja aðra. Hjáleið hefur verið um Dalsmynni síðustu daga. Fólk er hvatt til að fara frekar um svæðið í dagsbirtu en myrkri því ef frekari skriðuföll verða er ákveðin hætta á að ekið sé inn í skriðuna ef myrkur er.“ Einnig viljum við beina því til fólks að stoppa alls ekki á skriðusvæðinu til að taka myndir eða svala forvitninni. Það eykur bara hættu og getur truflað aðra umferð. Farið varlega en akið hiklaust í gegn. Að auki eru vegfarendur hvattir til að hringja í Neyðarlínuna og láta vita verði þeir varir við fleiri skriður, eða eitthvað annað óvenjulegt, á svæðinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grýtubakkahreppur Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27
Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11