Stjórnendur FTX sagðir hafa keypt lúxusíbúðir fyrir milljarða Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2022 15:35 Höfuðstöðvar FTX voru á Bahamaeyjum. Fyrirtækið virðist hafa keypt lúxusíbúðir fyrir lykilstjórnendur fyrir fúlgur fjár. Vísir/Getty Rafmyntarfyrirtækið FTX, stofnandi þess, foreldrar hans og æðstu stjórnendur fyrirtækisins eru sagðir hafa keypt fjölda lúxusfasteigna á Bahamaeyjum fyrir jafnvirði milljarða króna á undanförnum tveimur árum. Fyrirtækið er nú í gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum og er til rannsóknar vegna meintra verðbréfasvika. Ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims óskaði eftir að vera tekið til gjaldþrotameðferðar eftir að viðskiptavinir þess gerðu áhlaup og vildu taka út innistæður sínar þegar efasemdir komu fram um reksturinn fyrr í þessum mánuði. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX og rafmyntargúrú, steig til hliðar. Skiptastjóri sem tók við fyrirtækinu sagðist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu hjá fyrirtæki og þó hafði hann haft umsjón með því að hreinsa upp eftir fall orkurisans Enron fyrr á þessari öld. Reuters-fréttastofan segir að opinber gögn á Bamahaeyjum, þar sem FTX var skráð, sýni að fyrirtækið, foreldrar Bankman-Frieds og háttsettir stjórnendur hafi keypt að minnsta kosti nítján fasteignir sem eru metnar á hátt í 121 milljón dollara, jafnvirði meira en 17,3 milljarða íslenskra króna. Í flestum tilfellum hafi verið um lúxusíbúðir að ræða. Afsöl sýni að íbúðirnar átti að nota til að hýsa „lykilstarfsmenn“. Reuters segist ekki hafa komist að því hver bjó í þeim. Foreldrar Bankman-Frieds segjast hafa reynt að skila FTX afsali af eign í þeirra nafni frá því áður en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotameðferðar. Talsmaður þeirra svaraði ekki spurningum Reuters um hvernig kaupin hefðu verið fjármögnuð og hvort að FTX hefði komið nálægt því. Fyrirtækið sjálft svaraði ekki fyrirspurn um eignirnar. Talið er að um milljón kröfuhafar séu í leifar FTX en þeir standa frammi fyrir því að tapa milljörðum dollara. Komið hefur fram að Bankman-Fried færði um tíu milljarða dollara út úr FTX til að halda öðru fyrirtæki sínu sem fjárfesti í rafmyntum á floti. Svo virðist sem að um milljarður þess fjár hafi horfið. Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47 Segist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu og hjá FTX Nýr forstjóri fallna rafmyntarfyrirtækisins FTX segist aldrei hafa séð aðra eins óstjórn og þá sem átti sér stað hjá félaginu. Hann átti engu að síður þátt í að greiða úr flækjunni eftir fall Enron sem er talið eitt subbulegasta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. 17. nóvember 2022 22:11 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims óskaði eftir að vera tekið til gjaldþrotameðferðar eftir að viðskiptavinir þess gerðu áhlaup og vildu taka út innistæður sínar þegar efasemdir komu fram um reksturinn fyrr í þessum mánuði. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX og rafmyntargúrú, steig til hliðar. Skiptastjóri sem tók við fyrirtækinu sagðist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu hjá fyrirtæki og þó hafði hann haft umsjón með því að hreinsa upp eftir fall orkurisans Enron fyrr á þessari öld. Reuters-fréttastofan segir að opinber gögn á Bamahaeyjum, þar sem FTX var skráð, sýni að fyrirtækið, foreldrar Bankman-Frieds og háttsettir stjórnendur hafi keypt að minnsta kosti nítján fasteignir sem eru metnar á hátt í 121 milljón dollara, jafnvirði meira en 17,3 milljarða íslenskra króna. Í flestum tilfellum hafi verið um lúxusíbúðir að ræða. Afsöl sýni að íbúðirnar átti að nota til að hýsa „lykilstarfsmenn“. Reuters segist ekki hafa komist að því hver bjó í þeim. Foreldrar Bankman-Frieds segjast hafa reynt að skila FTX afsali af eign í þeirra nafni frá því áður en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotameðferðar. Talsmaður þeirra svaraði ekki spurningum Reuters um hvernig kaupin hefðu verið fjármögnuð og hvort að FTX hefði komið nálægt því. Fyrirtækið sjálft svaraði ekki fyrirspurn um eignirnar. Talið er að um milljón kröfuhafar séu í leifar FTX en þeir standa frammi fyrir því að tapa milljörðum dollara. Komið hefur fram að Bankman-Fried færði um tíu milljarða dollara út úr FTX til að halda öðru fyrirtæki sínu sem fjárfesti í rafmyntum á floti. Svo virðist sem að um milljarður þess fjár hafi horfið.
Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47 Segist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu og hjá FTX Nýr forstjóri fallna rafmyntarfyrirtækisins FTX segist aldrei hafa séð aðra eins óstjórn og þá sem átti sér stað hjá félaginu. Hann átti engu að síður þátt í að greiða úr flækjunni eftir fall Enron sem er talið eitt subbulegasta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. 17. nóvember 2022 22:11 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47
Segist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu og hjá FTX Nýr forstjóri fallna rafmyntarfyrirtækisins FTX segist aldrei hafa séð aðra eins óstjórn og þá sem átti sér stað hjá félaginu. Hann átti engu að síður þátt í að greiða úr flækjunni eftir fall Enron sem er talið eitt subbulegasta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. 17. nóvember 2022 22:11